Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: "Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu. Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt. " Í framhaldi af þessari frétt ræddi fréttamaður við talsmann VÍK sem kom alveg af himnum og sagði m.a; "Hann hefur ekki rætt þetta neitt við okkur - við vissum að núverandi keppnisbraut væri líklega tæp en vorum byrjaðir að leita að nýrri staðsetningu í nágrenni Klausturs eða annars staðar á Suðurlandi. Þessi tilkynning er því algjörlega ótímabær." Það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvort eða hvar mótið verður haldið. Akstursíþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn
Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: "Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu. Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt. " Í framhaldi af þessari frétt ræddi fréttamaður við talsmann VÍK sem kom alveg af himnum og sagði m.a; "Hann hefur ekki rætt þetta neitt við okkur - við vissum að núverandi keppnisbraut væri líklega tæp en vorum byrjaðir að leita að nýrri staðsetningu í nágrenni Klausturs eða annars staðar á Suðurlandi. Þessi tilkynning er því algjörlega ótímabær." Það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvort eða hvar mótið verður haldið.