Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi 2. febrúar 2007 16:01 Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. Jammeh hélt fréttamannafund með erindrekum erlendra stjórnvalda í janúarlok og skýrði frá þessu. Hann sagði þar að sjúklingar fengju jurtalyf sem væri bæði tekið inn og smurt á líkama þeirra. Eftir .þrjá til tíu daga hefði þeir þyngst, styrkst og líðan þeirra batnað. Heilbrigðisráðherra landsins tók undir þessar fullyrðingar forsetans. Jerry Codiva, prófessor í alnæmi/HIV fræðum við háskólann í KwaZulu Natal í Suður-Afríku segir að það sé einstaklega ólíklegt að einhver hafi fundið svo góða lækningu á alnæmi/HIV í dag þar sem tæknin og vitneskjan um sjúkdóminn væru einfaldlega ekki fullnægjandi. Jammeh segist þó standa við fullyrðingar sínar og heldur því einnig fram að hann geti læknað astma. „Ég er ekki galdralæknir því það er ekki hægt að vera bæði galdramaður og læknir. Maður er annaðhvort galdramaður eða læknir." sagði Jammeh. Hann bætti við að þegar að niðurstöður kæmu úr prófum þeim alnæmissjúklinga sem hann hefur meðhöndlað myndi heimsbyggðin trúa honum. Einn af sjúklingum hans er kennari við háskólann í Gambíu. „Ég hef tekið eftir því að ég hef þyngst töluvert og þjáist ekki lengur af hægðatregðu. Ég bíð þó enn eftir niðurstöðum prófanna. Ég ber 100% traust til forsetans og hef fulla trú á lyfjagjöf hans." sagði Ousman Sowe, háskólakennari og sjúklingur Jammeh. Erlent Fréttir Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. Jammeh hélt fréttamannafund með erindrekum erlendra stjórnvalda í janúarlok og skýrði frá þessu. Hann sagði þar að sjúklingar fengju jurtalyf sem væri bæði tekið inn og smurt á líkama þeirra. Eftir .þrjá til tíu daga hefði þeir þyngst, styrkst og líðan þeirra batnað. Heilbrigðisráðherra landsins tók undir þessar fullyrðingar forsetans. Jerry Codiva, prófessor í alnæmi/HIV fræðum við háskólann í KwaZulu Natal í Suður-Afríku segir að það sé einstaklega ólíklegt að einhver hafi fundið svo góða lækningu á alnæmi/HIV í dag þar sem tæknin og vitneskjan um sjúkdóminn væru einfaldlega ekki fullnægjandi. Jammeh segist þó standa við fullyrðingar sínar og heldur því einnig fram að hann geti læknað astma. „Ég er ekki galdralæknir því það er ekki hægt að vera bæði galdramaður og læknir. Maður er annaðhvort galdramaður eða læknir." sagði Jammeh. Hann bætti við að þegar að niðurstöður kæmu úr prófum þeim alnæmissjúklinga sem hann hefur meðhöndlað myndi heimsbyggðin trúa honum. Einn af sjúklingum hans er kennari við háskólann í Gambíu. „Ég hef tekið eftir því að ég hef þyngst töluvert og þjáist ekki lengur af hægðatregðu. Ég bíð þó enn eftir niðurstöðum prófanna. Ég ber 100% traust til forsetans og hef fulla trú á lyfjagjöf hans." sagði Ousman Sowe, háskólakennari og sjúklingur Jammeh.
Erlent Fréttir Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent