Utanríkismálanefnd í stuði, Latibær, Chavez, verðlagshetja 1. febrúar 2007 17:43 Halldór Blöndal ætlar að boða forsetaritara fyrir utanríkismálanefnd til að hlýða honum yfir um setu forsetans í svonefndu þróunarráði Indlands. Þetta er mikið ofurkapp. Fátt vita Halldór og vinir hans skemmtilegra en að koma Ólafi Ragnari í bobba. Það voru hann og Davíð sem héldu heimastjórnarafmælið snemma árs 2004 og pössuðu vandlega að forsetinn kæmi þar hvergi nærri. Honum var ekki boðið. Hins vegar hefur enn enginn verið kallaður á fund utanríkismálanefndar vegna Írakstríðsins og stuðnings íslensku þjóðarinnar við það. Það eru greinilega önnur mikilvægari mál sem þarf að ræða. Ólafur Ragnar er forseti á tíma alþjóðavæðingar og stendur sig bara ágætlega sem slíkur. Mér hefur stundum þótt hann full auðsveipur við auðstéttina í landinu - en það gildir um fleiri, bæði stjórnmálamenn og fjölmiðla. Menn í viðskiptalífinu munu vera hrifnir af honum. Þegar Vigdís var forseti plantaði hún trjám og þótti vera fyrirmynd kvenna. Kristján Eldjárn hafði áhuga á fornminjum og íslenskri tungu, hann var nokkurs konar varðstöðumaður menningarinnar. Tímarnir breytast. Ég sé barasta ekki próblemið við að Ólafur sitji í þessari indversku nefnd ef Indverjum þykir það einhvers virði. Forsetinn á að hafa sjálfstæðan vilja. Hann er ekki bara puntudúkka sem bugtar sig fyrir ráðherrum og þarf alltaf að spyrja þá leyfis. Ella þyrftum við ekki að kjósa forseta með svo mikilli fyrirhöfn. --- --- --- Fyrir nokkrum árum las ég bók um slow hugmyndafræðina. Hún er allrar athygli verð. Kannski ekki síst fyrir þjóð sem er sagt að vinni að meðaltali fimmtíu og þrjár stundir í viku. Um þetta hefur komið út bók á íslensku eftir Carl Honoré, í þýðingu nefnist hún Lifum lífinu hægar. Bókin boðar reyndar ekki að maður eigi að gera allt með hraða snigilsins, heldur fremur að maður eigi að finna jafnvægi milli þess sem gert er hratt eða hægt. Til að mynda er í bókinn fjallað um aðferðir til að hægja á borgarlífinu, fánýti þess að aka hratt til að spara ef til vill örfáar mínútur, muninn á að gleypa í sig skyndimat og njóta matar síns, hægt kynlíf, allan tímann sem sjónvarpið étur upp með agressívu myndaflóði sínu, uppeldi þar sem börn eru ekki á stöðugum þeytingi vegna ótta foreldranna við að þau missi af einhverju - gildi þess að vera kyrr og móttæklegur gagnvart heiminum. Nú les maður að Akureyri vilji fá inngöngu í klúbb slow-borga. Það er náttúrlega pínu fyndið. Hafið þið komið til Akureyrar á sunnudegi? Þar eru í mesta lagi svona þrjár hræður á ferli. Má kannski nefna þetta Latabæ? Við vonum bara að íþróttaálfurinn mæti ekki á svæðið til að eyðileggja. Hann er óþarflega spíttaður. --- --- --- Ég skrifaði um daginn um átrúnaðargoð róttækra vinstri manna, Hugo Chavez, forseta Venesúela. Fékk skammir fyrir að líkja honum við Robert Mugabe og segja að hann væri að bilast. Nú er búið að veita Chavez völd til að stjórna með tilskipunum. Það þýðir náttúrlega ekkert annað en að hann er orðinn einræðisherra. Nú bíðum við eftir því að Múrinn geri upp sakirnar við þetta fól. --- --- --- Nú er mikið verið að tala um verðlagseftirlit, við eigum helst öll að taka þátt í því. Þá er stutt í að við förum að útnefna verðlagseftirlitshetjur sem ættu þá að fá viðurkenningar fyrir framúrskarandi verðskyn og neytendavitund - svona eins og stakhanovítar á tíma Sovétríkjanna. Verðlagshetja dagsins í dag er tvímælalaust bloggarinn og frjálshyggjumaðurinn Friðjón R. Friðjónsson. Honum hefur tekist að stilla okurfyrirtækinu Icelandair rækilega upp við vegg vegna skatta sem það rukkar ofan á verð flugmiða - ekki síst eldsneytisskatts sem maður hafði ekki hugmynd að væri til og rennur beint til flugfélagsins sjálfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Halldór Blöndal ætlar að boða forsetaritara fyrir utanríkismálanefnd til að hlýða honum yfir um setu forsetans í svonefndu þróunarráði Indlands. Þetta er mikið ofurkapp. Fátt vita Halldór og vinir hans skemmtilegra en að koma Ólafi Ragnari í bobba. Það voru hann og Davíð sem héldu heimastjórnarafmælið snemma árs 2004 og pössuðu vandlega að forsetinn kæmi þar hvergi nærri. Honum var ekki boðið. Hins vegar hefur enn enginn verið kallaður á fund utanríkismálanefndar vegna Írakstríðsins og stuðnings íslensku þjóðarinnar við það. Það eru greinilega önnur mikilvægari mál sem þarf að ræða. Ólafur Ragnar er forseti á tíma alþjóðavæðingar og stendur sig bara ágætlega sem slíkur. Mér hefur stundum þótt hann full auðsveipur við auðstéttina í landinu - en það gildir um fleiri, bæði stjórnmálamenn og fjölmiðla. Menn í viðskiptalífinu munu vera hrifnir af honum. Þegar Vigdís var forseti plantaði hún trjám og þótti vera fyrirmynd kvenna. Kristján Eldjárn hafði áhuga á fornminjum og íslenskri tungu, hann var nokkurs konar varðstöðumaður menningarinnar. Tímarnir breytast. Ég sé barasta ekki próblemið við að Ólafur sitji í þessari indversku nefnd ef Indverjum þykir það einhvers virði. Forsetinn á að hafa sjálfstæðan vilja. Hann er ekki bara puntudúkka sem bugtar sig fyrir ráðherrum og þarf alltaf að spyrja þá leyfis. Ella þyrftum við ekki að kjósa forseta með svo mikilli fyrirhöfn. --- --- --- Fyrir nokkrum árum las ég bók um slow hugmyndafræðina. Hún er allrar athygli verð. Kannski ekki síst fyrir þjóð sem er sagt að vinni að meðaltali fimmtíu og þrjár stundir í viku. Um þetta hefur komið út bók á íslensku eftir Carl Honoré, í þýðingu nefnist hún Lifum lífinu hægar. Bókin boðar reyndar ekki að maður eigi að gera allt með hraða snigilsins, heldur fremur að maður eigi að finna jafnvægi milli þess sem gert er hratt eða hægt. Til að mynda er í bókinn fjallað um aðferðir til að hægja á borgarlífinu, fánýti þess að aka hratt til að spara ef til vill örfáar mínútur, muninn á að gleypa í sig skyndimat og njóta matar síns, hægt kynlíf, allan tímann sem sjónvarpið étur upp með agressívu myndaflóði sínu, uppeldi þar sem börn eru ekki á stöðugum þeytingi vegna ótta foreldranna við að þau missi af einhverju - gildi þess að vera kyrr og móttæklegur gagnvart heiminum. Nú les maður að Akureyri vilji fá inngöngu í klúbb slow-borga. Það er náttúrlega pínu fyndið. Hafið þið komið til Akureyrar á sunnudegi? Þar eru í mesta lagi svona þrjár hræður á ferli. Má kannski nefna þetta Latabæ? Við vonum bara að íþróttaálfurinn mæti ekki á svæðið til að eyðileggja. Hann er óþarflega spíttaður. --- --- --- Ég skrifaði um daginn um átrúnaðargoð róttækra vinstri manna, Hugo Chavez, forseta Venesúela. Fékk skammir fyrir að líkja honum við Robert Mugabe og segja að hann væri að bilast. Nú er búið að veita Chavez völd til að stjórna með tilskipunum. Það þýðir náttúrlega ekkert annað en að hann er orðinn einræðisherra. Nú bíðum við eftir því að Múrinn geri upp sakirnar við þetta fól. --- --- --- Nú er mikið verið að tala um verðlagseftirlit, við eigum helst öll að taka þátt í því. Þá er stutt í að við förum að útnefna verðlagseftirlitshetjur sem ættu þá að fá viðurkenningar fyrir framúrskarandi verðskyn og neytendavitund - svona eins og stakhanovítar á tíma Sovétríkjanna. Verðlagshetja dagsins í dag er tvímælalaust bloggarinn og frjálshyggjumaðurinn Friðjón R. Friðjónsson. Honum hefur tekist að stilla okurfyrirtækinu Icelandair rækilega upp við vegg vegna skatta sem það rukkar ofan á verð flugmiða - ekki síst eldsneytisskatts sem maður hafði ekki hugmynd að væri til og rennur beint til flugfélagsins sjálfs.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun