Blóðug átök á heimastjórnarsvæðunum 27. janúar 2007 18:45 Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað. Sextán hafa fallið frá því seint á fimmtudagskvöldið, þar á meðal unglingar og eitt barn. Átökin urðu hvað hörðust í Jebaliya flóttamannabúðum í gær. Það var svo í gærkvöldi sem leiðtogar Hamas og Fatah hvöttu liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Við því var ekki orðið. Til skotbardaga hefur komið víða á svæðinu í nótt og í morgun og ekkert lát virðist ætla að verða á átökunum. Skotið var á hús Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en hann sakaði ekki. Fatah-liðar eru einnig sagðir hafa ráiðst til inngöngu í mosku nærri höfuðstöðvum öryggissveita Hamas og myrt háttsettan leiðtoga samtakanna þar sem hann sat og las í Kóraninum. Því neita liðsmenn Fatah. Rúmlega fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum fylkinganna síðan um miðjan síðasta mánuð en friðsamlegt hafði verið að mestu fyrripart þessarar viku. Forvígismenn samtakanna kenna hvorum öðrum um og hafa hætt viðræðum um skipan þjóðstjórnar. Þær þreyfingar virtust á nokkru skriði þar til í gær. Abbas heldur enn við áætlun sína um að boða til kosninga fyrr en ella ef ekki takist að mynda þjóðstjórn á næstu vikum. Hann hefur einnig lýst því yfir að opinberir starfsmenn fái nú laun greidd eftir langa bið. Ísraelar hafi loks endurgreitt skatta sem nemi jafnvirði um tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Hluti af því fé verði notaður til þess. Greiðslur til Palestínumanna frá Ísraelum og vesturveldum hafa verið frystar frá því Hamas-liðar voru kosnir til valda fyrir ári. Hluti af fénu hefur nú runnið beint til forsetans. Fréttir Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað. Sextán hafa fallið frá því seint á fimmtudagskvöldið, þar á meðal unglingar og eitt barn. Átökin urðu hvað hörðust í Jebaliya flóttamannabúðum í gær. Það var svo í gærkvöldi sem leiðtogar Hamas og Fatah hvöttu liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Við því var ekki orðið. Til skotbardaga hefur komið víða á svæðinu í nótt og í morgun og ekkert lát virðist ætla að verða á átökunum. Skotið var á hús Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en hann sakaði ekki. Fatah-liðar eru einnig sagðir hafa ráiðst til inngöngu í mosku nærri höfuðstöðvum öryggissveita Hamas og myrt háttsettan leiðtoga samtakanna þar sem hann sat og las í Kóraninum. Því neita liðsmenn Fatah. Rúmlega fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum fylkinganna síðan um miðjan síðasta mánuð en friðsamlegt hafði verið að mestu fyrripart þessarar viku. Forvígismenn samtakanna kenna hvorum öðrum um og hafa hætt viðræðum um skipan þjóðstjórnar. Þær þreyfingar virtust á nokkru skriði þar til í gær. Abbas heldur enn við áætlun sína um að boða til kosninga fyrr en ella ef ekki takist að mynda þjóðstjórn á næstu vikum. Hann hefur einnig lýst því yfir að opinberir starfsmenn fái nú laun greidd eftir langa bið. Ísraelar hafi loks endurgreitt skatta sem nemi jafnvirði um tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Hluti af því fé verði notaður til þess. Greiðslur til Palestínumanna frá Ísraelum og vesturveldum hafa verið frystar frá því Hamas-liðar voru kosnir til valda fyrir ári. Hluti af fénu hefur nú runnið beint til forsetans.
Fréttir Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira