Evrópuráðið staðfesti í dag tilfelli af hinu banvæna fuglaflensuafbrigði H5N1 í Unverjalandi. í tilkynningu frá ráðinu sagði að tilfellið hefði komið upp í Csongrad sýslu í suðaustur Ungverjalandi. Próf voru gerð eftir að óvenju há dánartíðni kom upp í hóp af 3,000 gæsum. Öllum hópnum var síðan slátrað. Frá árinu 2003 hefur fuglaflensa verið staðfest í um 50 löndum. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hafa meira en 150 manns látist af völdum þessa afbrigðis flensunnar.
Fuglaflensa staðfest í Ungverjalandi
