SÞ: Tæplega 35 þúsund almennir borgarar fallið í Írak 2006 16. janúar 2007 19:11 Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Gianni Magazzeni, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak að ódæði kostuðu almenna borgara þar lífið á hverjum degi. Magazzeni bendir á að nokkuð færri hafi týnt lífi í nóvember og desember í fyrra samanborið við september og október. Hann segir þó ekkert benda til þess að það takist að stemma stigu við ofbeldinu. Í fyrra hafi 34.452 almennir borgarar týnt lífi í átökum og 36.685 særst. Þetta er nærri því þrisvar sinnum meira mannfall en lesa má út úr tölum frá íraska innanríkisráðuneytinu. Írösk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um þessar niðurstöður en ráðamenn í Írak hafa áður dregið í efa tölur um mannfall frá alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einnig greint frá því að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið í haldi yfirvalda í Írak í desember, þar af tæplega 15 þúsund fangar fjölþjóðlega herliðsins sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Bandaríkjaher og írösk stjórnvöld búa sig nú undir áhlaup gegn andspyrnumönnum í Írak. Ætlunin er að stöðva átök trúarbrota. Ætla má að það reynist þrautin þyngri og voru fjölmargar sprengjuárásir gerðar í Írak í dag. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi í sprengju- og skotárásum í og við Bagdad í dag. Mannskæðasta árásin var gerð við háskóla í austurhluta höfuðborgarinnar. 60 létu þar lífið og rúmlega 100 særðust. Meðal látinna eru fjölmargir námsmenn sem voru á leið heim úr skólanum þegar tvær sprengjur sprungu við innganga hans. Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Gianni Magazzeni, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak að ódæði kostuðu almenna borgara þar lífið á hverjum degi. Magazzeni bendir á að nokkuð færri hafi týnt lífi í nóvember og desember í fyrra samanborið við september og október. Hann segir þó ekkert benda til þess að það takist að stemma stigu við ofbeldinu. Í fyrra hafi 34.452 almennir borgarar týnt lífi í átökum og 36.685 særst. Þetta er nærri því þrisvar sinnum meira mannfall en lesa má út úr tölum frá íraska innanríkisráðuneytinu. Írösk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um þessar niðurstöður en ráðamenn í Írak hafa áður dregið í efa tölur um mannfall frá alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einnig greint frá því að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið í haldi yfirvalda í Írak í desember, þar af tæplega 15 þúsund fangar fjölþjóðlega herliðsins sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Bandaríkjaher og írösk stjórnvöld búa sig nú undir áhlaup gegn andspyrnumönnum í Írak. Ætlunin er að stöðva átök trúarbrota. Ætla má að það reynist þrautin þyngri og voru fjölmargar sprengjuárásir gerðar í Írak í dag. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi í sprengju- og skotárásum í og við Bagdad í dag. Mannskæðasta árásin var gerð við háskóla í austurhluta höfuðborgarinnar. 60 létu þar lífið og rúmlega 100 særðust. Meðal látinna eru fjölmargir námsmenn sem voru á leið heim úr skólanum þegar tvær sprengjur sprungu við innganga hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira