Gen tengt Alzheimers 15. janúar 2007 18:45 Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindaritinu Nature Genetics. Vísindamennirnir tengja sjúkdóminn við svokallað SORL1 gen. Það framleiðir prótein sem kann að eiga þátt í að eyða efnum sem hlaðast upp og kunna að skaða heilann. Niðurstöðurnar sýna að fólk sem þjáist af Alzheimers-sjúkdómnum sé með minna af þessu próteini í blóði sínu. Ein útgáfa af SORL1 geninu sé því til staðar í líkama þessa fólks og það framleiði ekki nógu mikið af umræddu próteini. Lindsay Farrer, erfðafræðingur við Boston-háskóla segir að með þessari rannsókn sé fyrst verið að tengja breytingar innan gensins við hættuna á að fá Alzheimers-sjúkdóminn. Flest tilfelli Alzheimers-sjúkdómsins greinast ekki fyrr en í fyrsta lagi við sextíu og fimm ára aldur. Niðurstöðurnar sem nú eru kynntar virðast beina athyglinni að öðrum áhrifaþáttum en hingað til. Sam Gandy, læknir hjá bandarísku Alzheimers-samtökunum, segir að nú verði reynt að þróa lyf sem fjölgi tilvikum þessa tiltekna afbrigðis SORL1 gena í líkama þeirra sem það skorti. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningardeild Landakots, hefur unnið að genarannsóknum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu síðustu átta árin. Hann segir langt í land að þessi uppgötun leiði til haldbærrar meðferðar og óvíst hvort hún geri það. Það sem komi fram í rannsókninni sé hins vegar athyglisvert. Þarna sé geninu lýst en það taki þátt í ákveðnu ferli sem hafi verið þekkt lengi og talið að skipti verulegu máli vegna þessa sjúkdóms. Þetta sé því vonandi góður áfangi á löngu ferli. Erlent Fréttir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindaritinu Nature Genetics. Vísindamennirnir tengja sjúkdóminn við svokallað SORL1 gen. Það framleiðir prótein sem kann að eiga þátt í að eyða efnum sem hlaðast upp og kunna að skaða heilann. Niðurstöðurnar sýna að fólk sem þjáist af Alzheimers-sjúkdómnum sé með minna af þessu próteini í blóði sínu. Ein útgáfa af SORL1 geninu sé því til staðar í líkama þessa fólks og það framleiði ekki nógu mikið af umræddu próteini. Lindsay Farrer, erfðafræðingur við Boston-háskóla segir að með þessari rannsókn sé fyrst verið að tengja breytingar innan gensins við hættuna á að fá Alzheimers-sjúkdóminn. Flest tilfelli Alzheimers-sjúkdómsins greinast ekki fyrr en í fyrsta lagi við sextíu og fimm ára aldur. Niðurstöðurnar sem nú eru kynntar virðast beina athyglinni að öðrum áhrifaþáttum en hingað til. Sam Gandy, læknir hjá bandarísku Alzheimers-samtökunum, segir að nú verði reynt að þróa lyf sem fjölgi tilvikum þessa tiltekna afbrigðis SORL1 gena í líkama þeirra sem það skorti. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningardeild Landakots, hefur unnið að genarannsóknum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu síðustu átta árin. Hann segir langt í land að þessi uppgötun leiði til haldbærrar meðferðar og óvíst hvort hún geri það. Það sem komi fram í rannsókninni sé hins vegar athyglisvert. Þarna sé geninu lýst en það taki þátt í ákveðnu ferli sem hafi verið þekkt lengi og talið að skipti verulegu máli vegna þessa sjúkdóms. Þetta sé því vonandi góður áfangi á löngu ferli.
Erlent Fréttir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira