Formaður neyðarhjálpar Evrópusambandsins, Louis Michel, sagði í dag að sprengjuárásir Bandaríkjanna í suðurhluta Sómalíu gætu aukið á ofbeldi á svæðinu. Michel sagði að í síðustu viku að árásir Bandaríkjanna hefðu ekki gert aðstæður betri á neinn hátt.
Slíkar árásir gætu skaðað óbreytta borgara og aukið á átök á svæðinu. Embættismenn í Bandaríkjunum segja að þeir hafi verið að gera árásir á felustaði al-Kaída liða. Michel sagði hins vegar að hann hefði ekki séð neinar sannanir fyrir veru þeirra í Sómalíu. Bandaríkjamenn segja þó að allt að 10 al-Kaída liðar hafi fallið í árásinni.