Gasið sem angraði íbúa New York borgar í dag varð til þess að sjö manns voru flutt á bráðadeild með einkenni sem hlutust af gasinu. Ekki er vitað um uppruna gassins en það hefur verið talið harmlaust hingað til.
Lyktin þótti minna á úldin egg en skemmst er þess að minnast í fyrra þegar öll borgin angaði eins og vöfflur með sýrópi. Sú lyktargusa var aldrei upplýst og enn sem komið er er ekki vitað hvaðan ýldufýlan í dag kom.