Hvað gerir Samfylkingin? 8. janúar 2007 17:45 Er Samfylkingin komin með upp í kok af Vinstri grænum? Vinstri grænir koma stímandi upp að hliðinni á Samfylkingunni, hóta að verða fylgismeiri en hún, virka fullir af sjálfsöryggi og krafti. Tortryggnin mllli VG og Samfylkingarinnar er óskapleg, líklega er hún hvergi meiri á hinu pólitíska landakorti. Pirringurinn birtist með ýmsu móti þessa dagana. Með deilum vegna bókar Margrétar Frímannsdóttur og misheppnaðri fyndni um hana á Múrnum, með upphlaupinu í Kryddsíld þar sem Steingrímur og Sólrún deildu um forsætisráðherrastólinn, en verst þykir samfylkingarmönnum hvernig VG notar stækkun álversins í Straumsvík til að þjarma að flokknum - eða var ekki ætlunin að þessir systurflokkar á vinstri vængnum væru í einhvers konar bandalagi? Hingað til hafa Framsóknarmenn verið nokkurn veginn einir um að reyna að berja á VG, af gamalli hefð hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt flokknum þokkalega velviljað umburðarlyndi, en nú velta þeir í Samfylkingunni fyrir sér hvort ekki þurfi að láta Steingrím og co finna til tevatnsins. Svona áður en VG stelur öllu fylginu. Auðvitað er spurning hvort þetta myndi skila árangri. Það gæti virkað þveröfugt. Og það kynni líka að skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfi í vor. Innan Samfylkingarinnar eru þó margir sem eru ekkert sérstaklega snoknir fyrir því að vinna með villta vinstrinu í VG. Telja að slík ríkisstjórn yrði skammlíf og erfið - sporin úr gömlum vinstistjórnum hræða. Athyglisverður er pistill á heimasíðu Björgvins G. Sigurðssonar, leiðtoga Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar sem hann horfir um öxl og rifjar upp tíma þegar kratar og Framsókn voru í bandalagi. Það náði mestri fullnustu í ríkisstjórn sem kallaðist stjórn hinna vinnandi stétta - þegar ég vann á Alþýðublaðinu á sínum tíma hitti ég stundum gamla krata sem enn táruðust yfir því hvað þetta hefði verið góð stjórn - það var hún sem setti á stofn almannatryggingar á Íslandi. Björgvin spyr í grein sinni fyrir hvað Framsóknarflokkurinn standi núorðið? Það er vandi að svara því, segir hann, en svo tekur hann beinlínis að boða samstarf Samfylkingar og Framsóknar eða jafnvel samruna: "...ég held að þorri framsóknarmanna séu klassískir kratar í skoðunum. Varfærnir og hófsamir jafnaðarmenn sem vilja byggðum landsins og sveitunum vel. Öflugt velferðarkerfi og sanngjarnar leikreglur án mikilla öfga í skoðunum. Þessvegna var tilkoma Samfylkingarinnar alvarleg staðreynd fyrir Framsókn. Hún leysir Framsókn af hólmi. Þetta svið stjórnmálanna, sérstaklega í þéttbýlinu, dekkar Samfylkingin vel og með tilkomu Reykjavíkurlistans árið 1994 má segja að flokkarnir frá miðju og til vinstri hafi runnið saman og orðið eitt fyrir þorra kjósenda. Það verður ekki aftur snúið. Vinstri sinnaðaðasti hluti kjósenda Framsóknar og sá sem er mest þjóðlega þenkjandi lítur nú til Vinstri grænna. Þar er nú í vist mikið af landsbyggðarfylgi Framsóknar. Sumt fór alla leið yfir á íhaldið enda mikið hreinlegra fyrir þá sem halla sér til hægri að kjósa Sjálfstæðisflokkinn beint og án viðkomu í Framsókn þegar munurinn á flokkunum virðist til bits en ekki fjár. Kosningarnar í vor verða því örlagaríkar fyrir Framsóknarflokkinn. Um leið íslensk stjórnmál því að þá lýkur að hluta 90 ára gamalli sögu tveggja bræðrahreyfinga jafnaðarmanna. Annarri til sveita og hinni til sjávar og þéttbýlis. Krata og framsóknarmanna. Nú er kominn tími til að hreyfingin verði ein. Hvort það gerist með samstarfi í ríkisstjórn hinna vinnandi stétta eða formlegum samruna síðar á eftir að koma í ljós en það dregur klárlega til tíðina á næsta ári." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Er Samfylkingin komin með upp í kok af Vinstri grænum? Vinstri grænir koma stímandi upp að hliðinni á Samfylkingunni, hóta að verða fylgismeiri en hún, virka fullir af sjálfsöryggi og krafti. Tortryggnin mllli VG og Samfylkingarinnar er óskapleg, líklega er hún hvergi meiri á hinu pólitíska landakorti. Pirringurinn birtist með ýmsu móti þessa dagana. Með deilum vegna bókar Margrétar Frímannsdóttur og misheppnaðri fyndni um hana á Múrnum, með upphlaupinu í Kryddsíld þar sem Steingrímur og Sólrún deildu um forsætisráðherrastólinn, en verst þykir samfylkingarmönnum hvernig VG notar stækkun álversins í Straumsvík til að þjarma að flokknum - eða var ekki ætlunin að þessir systurflokkar á vinstri vængnum væru í einhvers konar bandalagi? Hingað til hafa Framsóknarmenn verið nokkurn veginn einir um að reyna að berja á VG, af gamalli hefð hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt flokknum þokkalega velviljað umburðarlyndi, en nú velta þeir í Samfylkingunni fyrir sér hvort ekki þurfi að láta Steingrím og co finna til tevatnsins. Svona áður en VG stelur öllu fylginu. Auðvitað er spurning hvort þetta myndi skila árangri. Það gæti virkað þveröfugt. Og það kynni líka að skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfi í vor. Innan Samfylkingarinnar eru þó margir sem eru ekkert sérstaklega snoknir fyrir því að vinna með villta vinstrinu í VG. Telja að slík ríkisstjórn yrði skammlíf og erfið - sporin úr gömlum vinstistjórnum hræða. Athyglisverður er pistill á heimasíðu Björgvins G. Sigurðssonar, leiðtoga Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar sem hann horfir um öxl og rifjar upp tíma þegar kratar og Framsókn voru í bandalagi. Það náði mestri fullnustu í ríkisstjórn sem kallaðist stjórn hinna vinnandi stétta - þegar ég vann á Alþýðublaðinu á sínum tíma hitti ég stundum gamla krata sem enn táruðust yfir því hvað þetta hefði verið góð stjórn - það var hún sem setti á stofn almannatryggingar á Íslandi. Björgvin spyr í grein sinni fyrir hvað Framsóknarflokkurinn standi núorðið? Það er vandi að svara því, segir hann, en svo tekur hann beinlínis að boða samstarf Samfylkingar og Framsóknar eða jafnvel samruna: "...ég held að þorri framsóknarmanna séu klassískir kratar í skoðunum. Varfærnir og hófsamir jafnaðarmenn sem vilja byggðum landsins og sveitunum vel. Öflugt velferðarkerfi og sanngjarnar leikreglur án mikilla öfga í skoðunum. Þessvegna var tilkoma Samfylkingarinnar alvarleg staðreynd fyrir Framsókn. Hún leysir Framsókn af hólmi. Þetta svið stjórnmálanna, sérstaklega í þéttbýlinu, dekkar Samfylkingin vel og með tilkomu Reykjavíkurlistans árið 1994 má segja að flokkarnir frá miðju og til vinstri hafi runnið saman og orðið eitt fyrir þorra kjósenda. Það verður ekki aftur snúið. Vinstri sinnaðaðasti hluti kjósenda Framsóknar og sá sem er mest þjóðlega þenkjandi lítur nú til Vinstri grænna. Þar er nú í vist mikið af landsbyggðarfylgi Framsóknar. Sumt fór alla leið yfir á íhaldið enda mikið hreinlegra fyrir þá sem halla sér til hægri að kjósa Sjálfstæðisflokkinn beint og án viðkomu í Framsókn þegar munurinn á flokkunum virðist til bits en ekki fjár. Kosningarnar í vor verða því örlagaríkar fyrir Framsóknarflokkinn. Um leið íslensk stjórnmál því að þá lýkur að hluta 90 ára gamalli sögu tveggja bræðrahreyfinga jafnaðarmanna. Annarri til sveita og hinni til sjávar og þéttbýlis. Krata og framsóknarmanna. Nú er kominn tími til að hreyfingin verði ein. Hvort það gerist með samstarfi í ríkisstjórn hinna vinnandi stétta eða formlegum samruna síðar á eftir að koma í ljós en það dregur klárlega til tíðina á næsta ári."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun