Telja ekkert styðja sögu landgönguliða 8. janúar 2007 18:45 Bandarískir rannsóknarmenn telja ekkert styðja frásögn bandarískra landgönguliða af aðdraganda fjöldamorða í bænum Haditha í Írak fyrir rúmu ári. Ákærur í málinu voru birtar skömmu fyrir jól og er óttast að málið muni auka enn á ófriðinn í Írak eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið. Átta landgönguliðar voru ákærðir, fjórir fyrir morðin og jafn margir fyrir að hafa hjálpað til við að hylma yfir. Sögðust þeir hafa skotið fimm uppreisnarmenn á flótta eftir að einn úr röðum landgönguliðanna féll í sprengjuárás. Síðan hafi þeir ráðist til inngöngu í nærliggjandi hús í leit að bandamönnum þeirra. Vitni segja landgönguliðana hafa gengið berserksgang og myrt nítján til viðbótar, þar á meðal sex börn á aldrinum 2 til 11 ára. Rannsóknarskýrslu hefur verið lekið í bandaríska dagblaðið Washington Post þar sem fram kemur að rannsóknarmenn töldu ekkert styðja frásögn landgönguliðanna. Heimildarmenn segja einn þeirra hafa viðurkennt við yfirheyrslur að hafa skotið ítrekað á lík þeirra fimm sem fyrst féllu og migið á einn. Óttast er að réttarhöldin yfir landgönguliðunum dragi margt óhreint fram í dagsljósið sem geti virkað sem olía á eldinn í Írak. Öðrum dómsmáli var framhaldið í Bagdad í dag. Málið gegn samverkamönnum Saddams Hussein vegna morða á hundrað og áttatíu þúsund Kúrdum á níunda áratug síðustu aldar var þá tekið fyrir, níu dögum eftir að forsetinn fyrrverandi var tekinn af lífi. Fyrsta verk dómstólsins var að fella niður allar ákærur á hendur Saddam. Greint var frá því í dag að Bush Bandaríkjaforseti myndi á miðvikudaginn kynna nýja áætlun sína í Írak og búist við að hann tilkynni þá að bandarískum hermönnum verið fjölgað þar í landi. Erlent Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Bandarískir rannsóknarmenn telja ekkert styðja frásögn bandarískra landgönguliða af aðdraganda fjöldamorða í bænum Haditha í Írak fyrir rúmu ári. Ákærur í málinu voru birtar skömmu fyrir jól og er óttast að málið muni auka enn á ófriðinn í Írak eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið. Átta landgönguliðar voru ákærðir, fjórir fyrir morðin og jafn margir fyrir að hafa hjálpað til við að hylma yfir. Sögðust þeir hafa skotið fimm uppreisnarmenn á flótta eftir að einn úr röðum landgönguliðanna féll í sprengjuárás. Síðan hafi þeir ráðist til inngöngu í nærliggjandi hús í leit að bandamönnum þeirra. Vitni segja landgönguliðana hafa gengið berserksgang og myrt nítján til viðbótar, þar á meðal sex börn á aldrinum 2 til 11 ára. Rannsóknarskýrslu hefur verið lekið í bandaríska dagblaðið Washington Post þar sem fram kemur að rannsóknarmenn töldu ekkert styðja frásögn landgönguliðanna. Heimildarmenn segja einn þeirra hafa viðurkennt við yfirheyrslur að hafa skotið ítrekað á lík þeirra fimm sem fyrst féllu og migið á einn. Óttast er að réttarhöldin yfir landgönguliðunum dragi margt óhreint fram í dagsljósið sem geti virkað sem olía á eldinn í Írak. Öðrum dómsmáli var framhaldið í Bagdad í dag. Málið gegn samverkamönnum Saddams Hussein vegna morða á hundrað og áttatíu þúsund Kúrdum á níunda áratug síðustu aldar var þá tekið fyrir, níu dögum eftir að forsetinn fyrrverandi var tekinn af lífi. Fyrsta verk dómstólsins var að fella niður allar ákærur á hendur Saddam. Greint var frá því í dag að Bush Bandaríkjaforseti myndi á miðvikudaginn kynna nýja áætlun sína í Írak og búist við að hann tilkynni þá að bandarískum hermönnum verið fjölgað þar í landi.
Erlent Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira