Telja ekkert styðja sögu landgönguliða 8. janúar 2007 18:45 Bandarískir rannsóknarmenn telja ekkert styðja frásögn bandarískra landgönguliða af aðdraganda fjöldamorða í bænum Haditha í Írak fyrir rúmu ári. Ákærur í málinu voru birtar skömmu fyrir jól og er óttast að málið muni auka enn á ófriðinn í Írak eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið. Átta landgönguliðar voru ákærðir, fjórir fyrir morðin og jafn margir fyrir að hafa hjálpað til við að hylma yfir. Sögðust þeir hafa skotið fimm uppreisnarmenn á flótta eftir að einn úr röðum landgönguliðanna féll í sprengjuárás. Síðan hafi þeir ráðist til inngöngu í nærliggjandi hús í leit að bandamönnum þeirra. Vitni segja landgönguliðana hafa gengið berserksgang og myrt nítján til viðbótar, þar á meðal sex börn á aldrinum 2 til 11 ára. Rannsóknarskýrslu hefur verið lekið í bandaríska dagblaðið Washington Post þar sem fram kemur að rannsóknarmenn töldu ekkert styðja frásögn landgönguliðanna. Heimildarmenn segja einn þeirra hafa viðurkennt við yfirheyrslur að hafa skotið ítrekað á lík þeirra fimm sem fyrst féllu og migið á einn. Óttast er að réttarhöldin yfir landgönguliðunum dragi margt óhreint fram í dagsljósið sem geti virkað sem olía á eldinn í Írak. Öðrum dómsmáli var framhaldið í Bagdad í dag. Málið gegn samverkamönnum Saddams Hussein vegna morða á hundrað og áttatíu þúsund Kúrdum á níunda áratug síðustu aldar var þá tekið fyrir, níu dögum eftir að forsetinn fyrrverandi var tekinn af lífi. Fyrsta verk dómstólsins var að fella niður allar ákærur á hendur Saddam. Greint var frá því í dag að Bush Bandaríkjaforseti myndi á miðvikudaginn kynna nýja áætlun sína í Írak og búist við að hann tilkynni þá að bandarískum hermönnum verið fjölgað þar í landi. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Bandarískir rannsóknarmenn telja ekkert styðja frásögn bandarískra landgönguliða af aðdraganda fjöldamorða í bænum Haditha í Írak fyrir rúmu ári. Ákærur í málinu voru birtar skömmu fyrir jól og er óttast að málið muni auka enn á ófriðinn í Írak eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið. Átta landgönguliðar voru ákærðir, fjórir fyrir morðin og jafn margir fyrir að hafa hjálpað til við að hylma yfir. Sögðust þeir hafa skotið fimm uppreisnarmenn á flótta eftir að einn úr röðum landgönguliðanna féll í sprengjuárás. Síðan hafi þeir ráðist til inngöngu í nærliggjandi hús í leit að bandamönnum þeirra. Vitni segja landgönguliðana hafa gengið berserksgang og myrt nítján til viðbótar, þar á meðal sex börn á aldrinum 2 til 11 ára. Rannsóknarskýrslu hefur verið lekið í bandaríska dagblaðið Washington Post þar sem fram kemur að rannsóknarmenn töldu ekkert styðja frásögn landgönguliðanna. Heimildarmenn segja einn þeirra hafa viðurkennt við yfirheyrslur að hafa skotið ítrekað á lík þeirra fimm sem fyrst féllu og migið á einn. Óttast er að réttarhöldin yfir landgönguliðunum dragi margt óhreint fram í dagsljósið sem geti virkað sem olía á eldinn í Írak. Öðrum dómsmáli var framhaldið í Bagdad í dag. Málið gegn samverkamönnum Saddams Hussein vegna morða á hundrað og áttatíu þúsund Kúrdum á níunda áratug síðustu aldar var þá tekið fyrir, níu dögum eftir að forsetinn fyrrverandi var tekinn af lífi. Fyrsta verk dómstólsins var að fella niður allar ákærur á hendur Saddam. Greint var frá því í dag að Bush Bandaríkjaforseti myndi á miðvikudaginn kynna nýja áætlun sína í Írak og búist við að hann tilkynni þá að bandarískum hermönnum verið fjölgað þar í landi.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira