Íhuga að beita kjarnavopnum 7. janúar 2007 12:09 Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. Þetta kemur fram í breska blaðinu Sunday Times í dag en heimildir sínar hefur blaðið frá háttsettum foringjum í ísraelska hernum. Þar er fullyrt að fyrir um nokkurt skeið hafi tvær ísraelskar flugsveitir æft aðflug að kjarnorkuvinnslustöðvum Írana með það fyrir augum að eyðileggja möguleika þeirra á að koma sér upp kjarnavopnum. Ísraelar hafa einkum þrjár stöðvar í huga sem þeir telja að gegni lykilhlutverki í kjarnorkvopnaáætlun Írana. Þar sem ein þeirra, sú í Natanz, er langt undir yfirborði jarðar er talið nauðsynlegt að varpa á hana litlum kjarnorkusprengjum til að eyðileggja hana eftir að hefðbundnar sprengjur hafa brotið að henni leið. Ísraelar hugsa með hryllingi til þeirrar stöðu sem upp er komin ef Íranar ná að búa til kjarnorkusprengju enda hefur Mahmoud Ahmadinejad ítrekað lýst því yfir að Ísrael verði að þurrka út af heimskortinu. Stjórnmálaskýrendur eru ekki á einu máli hvers vegna Ísraelar geri þessi nú áform ljós. Á síðasta ári fullyrti bandaríski blaðamaðurinn Seymour Hearsh að embættismenn í Pentagon íhuguðu að varpa litlum kjarnorkusprengjum á íranskar vinnslustöðvar og vitað er að þeir hafa rætt við ísraelska embættismenn um aðgerðir. Vera má að Ísraelar séu með þessu að knýja Bandaríkjamenn til aðgerða eða að setja hræða stjórnvöld í Teheran. Hvert svo sem markmiðið er er ljóst að Ísraelar víla ekki árásir á borð við þessar fyrir sér því árið 1981 vörpuðu þeir sprengjum á Osirak-kjarnakljúfinn í Írak til að koma í veg fyrir kjarnorkuáætlun Saddams Hussein. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. Þetta kemur fram í breska blaðinu Sunday Times í dag en heimildir sínar hefur blaðið frá háttsettum foringjum í ísraelska hernum. Þar er fullyrt að fyrir um nokkurt skeið hafi tvær ísraelskar flugsveitir æft aðflug að kjarnorkuvinnslustöðvum Írana með það fyrir augum að eyðileggja möguleika þeirra á að koma sér upp kjarnavopnum. Ísraelar hafa einkum þrjár stöðvar í huga sem þeir telja að gegni lykilhlutverki í kjarnorkvopnaáætlun Írana. Þar sem ein þeirra, sú í Natanz, er langt undir yfirborði jarðar er talið nauðsynlegt að varpa á hana litlum kjarnorkusprengjum til að eyðileggja hana eftir að hefðbundnar sprengjur hafa brotið að henni leið. Ísraelar hugsa með hryllingi til þeirrar stöðu sem upp er komin ef Íranar ná að búa til kjarnorkusprengju enda hefur Mahmoud Ahmadinejad ítrekað lýst því yfir að Ísrael verði að þurrka út af heimskortinu. Stjórnmálaskýrendur eru ekki á einu máli hvers vegna Ísraelar geri þessi nú áform ljós. Á síðasta ári fullyrti bandaríski blaðamaðurinn Seymour Hearsh að embættismenn í Pentagon íhuguðu að varpa litlum kjarnorkusprengjum á íranskar vinnslustöðvar og vitað er að þeir hafa rætt við ísraelska embættismenn um aðgerðir. Vera má að Ísraelar séu með þessu að knýja Bandaríkjamenn til aðgerða eða að setja hræða stjórnvöld í Teheran. Hvert svo sem markmiðið er er ljóst að Ísraelar víla ekki árásir á borð við þessar fyrir sér því árið 1981 vörpuðu þeir sprengjum á Osirak-kjarnakljúfinn í Írak til að koma í veg fyrir kjarnorkuáætlun Saddams Hussein.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira