Hvít-Rússar hafa tilkynnt Rússum að þeir ætli sér að setja flutningstolla á olíu sem kemur frá Rússlandi í gegnum Hvíta-Rússland og til Evrópu. Rússar hafa þó tilkynnt að þetta muni ekki hafa áhrif á útflutning olíu til evrópulanda.
Deilur hafa verið miklar á milli Hvít-Rússa og Rússa vegna verðs á gasi undanfarið og leystist hún ekki fyrr en á síðustu stundu. Óljóst er því hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á samskipti ríkjanna tveggja en þau eru ekki sem best núna.