Brenndar möndlur 6. desember 2007 00:01 Ilm af brenndum möndlum leggur iðulega yfir jólamarkaði erlendis. Þær er með góðu móti hægt að gera heima við.nordicphotos/getty Ristaðar möndlur, eða „brenndar möndlur" eins og þær kallast iðulega á Norðurlandamálunum, eru ómissandi hluti af jólamörkuðum víðs vegar um heim. Það þarf ekki mikið til að ilm þeirra leggi yfir eldhús landsmanna, enda inniheldur uppskriftin aðallega möndlur og sykur. Bæði er hægt að nota strásykur og flórsykur, en þessi uppskrift, fáanleg á heimasíðu Dansukker, gerir ráð fyrir strásykri. BRENNDAR MÖNDLUR250 g möndlur með hýði250 g strásykur¾ dl vatn Setjið möndlur, vatn og sykur í pott yfir háan hita, þangað til vatnið sýður og blandan fer að krauma. Hrærið oft í með trégaffli. Lækkið hitann þar til vatnið hefur gufað upp og sykurinn fer að kristallast. Hann á síðan að bráðna aftur, þannig að hann loði við möndlurnar í kekkjum. Hrærið stöðugt í. Hellið blöndunni á bökunarpappír og skiljið að með gaffli. Á þessu stigi má einnig strá smá flórsykri yfir þær, svo þær festist síður saman. Einnig er hægt að blanda dálitlu af engiferi og kanil út í möndlublönduna, til að fá enn meira jólabragð. Jólamatur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið
Ristaðar möndlur, eða „brenndar möndlur" eins og þær kallast iðulega á Norðurlandamálunum, eru ómissandi hluti af jólamörkuðum víðs vegar um heim. Það þarf ekki mikið til að ilm þeirra leggi yfir eldhús landsmanna, enda inniheldur uppskriftin aðallega möndlur og sykur. Bæði er hægt að nota strásykur og flórsykur, en þessi uppskrift, fáanleg á heimasíðu Dansukker, gerir ráð fyrir strásykri. BRENNDAR MÖNDLUR250 g möndlur með hýði250 g strásykur¾ dl vatn Setjið möndlur, vatn og sykur í pott yfir háan hita, þangað til vatnið sýður og blandan fer að krauma. Hrærið oft í með trégaffli. Lækkið hitann þar til vatnið hefur gufað upp og sykurinn fer að kristallast. Hann á síðan að bráðna aftur, þannig að hann loði við möndlurnar í kekkjum. Hrærið stöðugt í. Hellið blöndunni á bökunarpappír og skiljið að með gaffli. Á þessu stigi má einnig strá smá flórsykri yfir þær, svo þær festist síður saman. Einnig er hægt að blanda dálitlu af engiferi og kanil út í möndlublönduna, til að fá enn meira jólabragð.
Jólamatur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið