Framsókn bankanna Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2007 00:01 Bankar eiga að vera gróðafyrirtæki, ekki félagsmálastofnanir. Þess vegna voru ríkisbankarnir og fjárfestingarsjóðir ríkisins færðir í einkaeigu eins og gert hafði verið víða annars staðar, svo sem í Austur-Evrópu. Rök og reynsla að utan höfðu sýnt, að einkaframtak gefst yfirleitt betur en ríkisrekstur á fjármálamarkaði líkt og annars staðar að því tilskildu, að samkeppni sé næg. Þetta sjónarmið vó svo þungt, að andstæðingar einkavæðingar urðu að endingu að leggja upp laupana. Landsbankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn hlutu því annaðhvort að loka búðinni líkt og Viðtækjaverzlun ríkisins hafði áður gert eða skipta um eigendur. Einkavæðing bankanna dróst þó lengi, því að viðnám gegn einkavæðingu stendur jafnan í réttu hlutfalli við veldi þeirra, sem óttast að missa spón úr aski sínum. Það tók mörg ár að koma bönkunum í einkaeigu og þá ekki upp á önnur býti en þau, að báðir þáverandi stjórnarflokkar tryggðu sér áfram fótfestu - talsamband eins og það heitir - í bönkunum. Bergmál sögunnarRíkisbankarnir áttu skrautlega fortíð, svo sem ráða má af eftirfarandi spurningu, sem Pétur Benediktsson, síðar sendiherra, bankastjóri og alþingismaður, lagði fyrir Bjarna bróður sinn, síðar forsætisráðherra, í bréfi 12. marz 1934 og átti við Landsbankann og Útvegsbankann: „Fer ekki að koma að því, að tímabært sé að breyta þeim báðum í fangelsi og hleypa engum út, nema hann geti með skýrum rökum fært sönnur á sakleysi sitt?"Bjarni svarar 22. marz: „Hætt er við að enn séu ekki öll kurl komin til grafar um þá fjármálaóreiðu og hreina glæpastarfsemi, sem nú tíðkast í landinu ... Er þó það, sem þegar er vitað, ærið nóg. Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svikunum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation" er hvergi að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmálahagsmunir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki staðizt til lengdar.Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta að fara að styttast." Tilefnið var, að upp komst um endurnýtingu máðra peningaseðla, sem teknir höfðu verið úr umferð. Kveldúlfsmálið logaði á síðum blaðanna þessi misseri. Verðfall á fiski og heimskreppan höfðu komið illa við sjávarútveginn. Skuldir útgerðarfélagsins Kveldúlfs höfðu hlaðizt svo upp í Landsbankanum, að sumir töldu fyrirtækið ekki lengur eiga fyrir skuldum. Allur útvegurinn var á hvínandi kúpunni, skuldir Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) voru sambærilegar við skuldir Kveldúlfs, og engin veð voru heldur fyrir þeim. Málið var leyst með því, að Ólafur Thors, forstjóri Kveldúlfs og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jónas frá Hriflu, formaður Framsóknarflokksins, tóku sér sæti hlið við hlið í bankaráði Landsbankans 1936, og hélt Ólafur sæti sínu þar nær samfleytt til dauðadags 1964 og var þó forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum. Jakob F. Ásgeirsson sagnfræðingur rekur þessi bréfaskipti Péturs og Bjarna í bók sinni Pétur Ben. Ævisaga (1998). Mikið vantar þó enn á það, að saga ríkisbankanna - og stjórnmálaflokkanna! - hafi verið fullsögð svo sem vert væri.Ferskir vindar með fyrirvaraBankarnir hafa í höndum nýrra eigenda tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Íslenzk bankaþjónusta er orðin að gróandi útflutningsatvinnuvegi, og bankarnir græða á tá og fingri með því auk annars að taka háa vexti af útlánum hér heima og greiða lága vexti af innlánum. Þetta geta þeir gert í skjóli lítillar samkeppni á innlendum fjármálamarkaði. Að vísu er fákeppni einnig reglan í bankarekstri annarra landa. Samanlögð markaðshlutdeild fimm stærstu banka Noregs 2005 var 79 prósent, Finnlands 85 prósent og Svíþjóðar 88 prósent, og eru þessar hlutfallstölur hafðar til marks um fákeppni þar.Á Íslandi eru fjórir viðskiptabankar um hituna, sé litið á sparisjóðina sem eina heild, allir innlendir. Fjarvist erlendra banka er óheppileg, því að erlend samkeppni bætir vaxtakjörin úti í heimi. Bönkunum ber skylda gagnvart hluthöfum sínum til að hagnast sem mest og hafa vaxtamuninn eins mikinn og þeir geta. Og þá bregður svo við, að bankarnir leggjast í vörn, þegar bent er á, að þeir græða á miklum vaxtamun. Þeir þræta fyrir vaxtamuninn, sem blasir við flestum innlendum viðskiptavinum bankanna, miklu meiri vaxtamun en sömu bankar bjóða í útlöndum, þar sem samkeppnin er meiri.En bankarnir eru ekki félagsmálastofnanir, það er liðin tíð. Bankar með fullu viðskiptaviti ganga eins langt og þeir geta. Ríkisvaldið þarf að veita þeim aðhald með því að tryggja næga samkeppni. Vandinn liggur þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Bankar eiga að vera gróðafyrirtæki, ekki félagsmálastofnanir. Þess vegna voru ríkisbankarnir og fjárfestingarsjóðir ríkisins færðir í einkaeigu eins og gert hafði verið víða annars staðar, svo sem í Austur-Evrópu. Rök og reynsla að utan höfðu sýnt, að einkaframtak gefst yfirleitt betur en ríkisrekstur á fjármálamarkaði líkt og annars staðar að því tilskildu, að samkeppni sé næg. Þetta sjónarmið vó svo þungt, að andstæðingar einkavæðingar urðu að endingu að leggja upp laupana. Landsbankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn hlutu því annaðhvort að loka búðinni líkt og Viðtækjaverzlun ríkisins hafði áður gert eða skipta um eigendur. Einkavæðing bankanna dróst þó lengi, því að viðnám gegn einkavæðingu stendur jafnan í réttu hlutfalli við veldi þeirra, sem óttast að missa spón úr aski sínum. Það tók mörg ár að koma bönkunum í einkaeigu og þá ekki upp á önnur býti en þau, að báðir þáverandi stjórnarflokkar tryggðu sér áfram fótfestu - talsamband eins og það heitir - í bönkunum. Bergmál sögunnarRíkisbankarnir áttu skrautlega fortíð, svo sem ráða má af eftirfarandi spurningu, sem Pétur Benediktsson, síðar sendiherra, bankastjóri og alþingismaður, lagði fyrir Bjarna bróður sinn, síðar forsætisráðherra, í bréfi 12. marz 1934 og átti við Landsbankann og Útvegsbankann: „Fer ekki að koma að því, að tímabært sé að breyta þeim báðum í fangelsi og hleypa engum út, nema hann geti með skýrum rökum fært sönnur á sakleysi sitt?"Bjarni svarar 22. marz: „Hætt er við að enn séu ekki öll kurl komin til grafar um þá fjármálaóreiðu og hreina glæpastarfsemi, sem nú tíðkast í landinu ... Er þó það, sem þegar er vitað, ærið nóg. Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svikunum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation" er hvergi að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmálahagsmunir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki staðizt til lengdar.Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta að fara að styttast." Tilefnið var, að upp komst um endurnýtingu máðra peningaseðla, sem teknir höfðu verið úr umferð. Kveldúlfsmálið logaði á síðum blaðanna þessi misseri. Verðfall á fiski og heimskreppan höfðu komið illa við sjávarútveginn. Skuldir útgerðarfélagsins Kveldúlfs höfðu hlaðizt svo upp í Landsbankanum, að sumir töldu fyrirtækið ekki lengur eiga fyrir skuldum. Allur útvegurinn var á hvínandi kúpunni, skuldir Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) voru sambærilegar við skuldir Kveldúlfs, og engin veð voru heldur fyrir þeim. Málið var leyst með því, að Ólafur Thors, forstjóri Kveldúlfs og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jónas frá Hriflu, formaður Framsóknarflokksins, tóku sér sæti hlið við hlið í bankaráði Landsbankans 1936, og hélt Ólafur sæti sínu þar nær samfleytt til dauðadags 1964 og var þó forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum. Jakob F. Ásgeirsson sagnfræðingur rekur þessi bréfaskipti Péturs og Bjarna í bók sinni Pétur Ben. Ævisaga (1998). Mikið vantar þó enn á það, að saga ríkisbankanna - og stjórnmálaflokkanna! - hafi verið fullsögð svo sem vert væri.Ferskir vindar með fyrirvaraBankarnir hafa í höndum nýrra eigenda tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Íslenzk bankaþjónusta er orðin að gróandi útflutningsatvinnuvegi, og bankarnir græða á tá og fingri með því auk annars að taka háa vexti af útlánum hér heima og greiða lága vexti af innlánum. Þetta geta þeir gert í skjóli lítillar samkeppni á innlendum fjármálamarkaði. Að vísu er fákeppni einnig reglan í bankarekstri annarra landa. Samanlögð markaðshlutdeild fimm stærstu banka Noregs 2005 var 79 prósent, Finnlands 85 prósent og Svíþjóðar 88 prósent, og eru þessar hlutfallstölur hafðar til marks um fákeppni þar.Á Íslandi eru fjórir viðskiptabankar um hituna, sé litið á sparisjóðina sem eina heild, allir innlendir. Fjarvist erlendra banka er óheppileg, því að erlend samkeppni bætir vaxtakjörin úti í heimi. Bönkunum ber skylda gagnvart hluthöfum sínum til að hagnast sem mest og hafa vaxtamuninn eins mikinn og þeir geta. Og þá bregður svo við, að bankarnir leggjast í vörn, þegar bent er á, að þeir græða á miklum vaxtamun. Þeir þræta fyrir vaxtamuninn, sem blasir við flestum innlendum viðskiptavinum bankanna, miklu meiri vaxtamun en sömu bankar bjóða í útlöndum, þar sem samkeppnin er meiri.En bankarnir eru ekki félagsmálastofnanir, það er liðin tíð. Bankar með fullu viðskiptaviti ganga eins langt og þeir geta. Ríkisvaldið þarf að veita þeim aðhald með því að tryggja næga samkeppni. Vandinn liggur þar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun