Afturhvarf til ójafnaðar Þorvaldur Gylfason skrifar 14. nóvember 2007 18:56 Menn ganga mislangt. Einn helzti talsmaður kvótakerfisins hefur sagt í mín eyru, að ókeypis úthlutun aflakvóta síðan 1984 sé ekkert til að gera veður út af, því að sumir hafa heppnina með sér. Hann minnti mig á manninn, sem var gripinn á morðstað og sagði: Menn geta nú látizt af slysförum. Margir eindregnir ójafnaðarmenn eru þessu sama marki brenndir. Ójöfnuður getur verið sjálfsprottinn, þeir vita það, og þá sjá þeir ekkert athugavert við skipulagða misskiptingu. BandaríkjasagaBandaríkin voru frá öndverðu ójafnaðarland. Landnemarnir frá Evrópu murkuðu lífið úr indjánum og héldu þræla. Abraham Lincoln forseti leysti fjórar milljónir þræla úr haldi að loknum sigri í borgarastríðinu 1861-65; stríðið snerist að miklu leyti um rétt suðurríkjanna til þrælahalds án afskipta alríkisstjórnarinnar. Lincoln var repúblikani. Hvítir suðurríkjamenn sátu eftir með sárt ennið og hölluðu sér eftirleiðis að demókrötum. Bandarískir blökkumenn þurftu að bíða í heila öld til viðbótar eftir lögvernduðum mannréttindum til jafns við hvíta. Repúblikanaflokkurinn gerðist flokkur auðmanna og réð lögum og lofum um landið. Fátækasti fjórðungur landsmanna hafði ekki kosningarétt, einkum blökkumenn í suðurríkjunum og nýbúar. Árin 1869-1933 kom forseti Bandaríkjanna úr röðum repúblikana í 48 ár á móti 16 árum demókrata. Yfirburðir repúblikana í þinginu voru enn meiri. Tekjumunurinn á þeim þúsundasta parti Bandaríkjamanna, sem hafði mestar tekjur, og öllum hinum var hundraðfaldur 1915. Í Frakklandi og Japan var ástandið svipað.Kreppan mikla 1929-39 minnkaði tekjumuninn á ríkum og fátækum, þar eð margir auðmenn töpuðu miklu fé. Meira munaði þó um markvissa atlögu Franklins Roosevelt forseta 1933-45 gegn misskiptingu auðs og tekna. Roosevelt var demókrati og sótti margar fyrirmyndir sínar til Evrópu. Hann innleiddi atvinnuleysistryggingar og ellilífeyri, en þó ekki heilbrigðistryggingar, og greiddi fyrir umbæturnar með skattheimtu; hátekjumenn hlutu að borga sinn skerf. Aðgerðir Roosevelts drógu svo úr misskiptingu, að tekjumunurinn á þúsundasta parti Bandaríkjamanna með mestar tekjur og öllum hinum hríðféll og var þrítugfaldur 1945. Blökkumenn studdu Roosevelt, og það gerðu einnig hvítir suðurríkjamenn enn um sinn, því að suðurríkin voru fátæk á landsvísu og nutu góðs af velferðarstefnu demókrata. Eftirmenn Roosevelts úr báðum flokkum byggðu ofan á arfleið hans, svo að enn dró úr ójöfnuði. Tekjumunurinn á þúsundasta parti Bandaríkjamanna með mestar tekjur og öllum hinum var tvítugfaldur 1964 eins og í Frakklandi og Japan, því að einnig þar hafði dregið úr misskiptingu. Það ár var innleidd mannréttindalöggjöfin, sem tryggði blökkumönnum vestra sama rétt og hvítum. Eftir það sneru margir hvítir suðurríkjamenn baki við demókrötum. Grunnurinn var nú lagður að veldi repúblikana í suðurríkjunum og á landsvísu með forsetakjöri Richards Nixon 1968, Ronalds Reagan 1980 og George Bush 2000. Frá 1968 hafa repúblikanar setið í Hvíta húsinu í 28 ár á móti 12 árum demókrata, sem hafa þó að jafnaði haft betur á þingi.Skipulögð misskiptingÍ stjórnartíð repúblikana hefur ójöfnuður í Bandaríkjunum aftur færzt í vöxt. Tekjumunurinn á þúsundasta parti Bandaríkjamanna með mestar tekjur og öllum hinum var orðinn 75-faldur 2000. Paul Krugman, prófessor í Princeton, lýsir þessum viðsnúningi vel í nýrri bók, The Conscience of a Liberal (2007). Krugman andmælir þeirri skoðun, að tækniframfarir og hnattvæðing viðskipta hafi valdið mestu um aukna misskiptingu. Hann færir rök að því, að ríkisstjórnir repúblikana hafi skipulagt viðsnúninginn með skattaívilnunum handa hátekjumönnum og hafi að auki reynt að veikja eða rústa velferðarkerfið, sem Roosevelt lagði grunninn að í kreppunni. Stjórnvöld drógu markvisst úr misskiptingunni 1933-80, báðir flokkar, og eftir það sneru repúblikanar við blaðinu.Ef tækniframfarir og hnattvæðing væru driffjöðurin á bak við aukinn ójöfnuð í Bandaríkjunum síðan árin eftir 1980, segir Krugman, þá hefði misskipting einnig aukizt til dæmis í Frakklandi og Japan. En því er ekki að heilsa, því að tekjumunurinn á þúsundasta parti Frakka og Japana með mestar tekjur og öllum hinum var enn tvítugfaldur 2000 eins og 1964, engin breyting þar.Hér heima hefur misskipting aukizt til muna síðan 1993, svo sem gögn frá ríkisskattstjóra og öðrum vitna um. Við öðru var ekki að búast, enda sækir Sjálfstæðisflokkurinn margar fyrirmyndir sínar til bandarískra repúblikana, þar á meðal hugmyndina um skattalækkun handa auðmönnum og skerta velferðarþjónustu handa þeim, sem höllum fæti standa. Sumir hafa heppnina með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Menn ganga mislangt. Einn helzti talsmaður kvótakerfisins hefur sagt í mín eyru, að ókeypis úthlutun aflakvóta síðan 1984 sé ekkert til að gera veður út af, því að sumir hafa heppnina með sér. Hann minnti mig á manninn, sem var gripinn á morðstað og sagði: Menn geta nú látizt af slysförum. Margir eindregnir ójafnaðarmenn eru þessu sama marki brenndir. Ójöfnuður getur verið sjálfsprottinn, þeir vita það, og þá sjá þeir ekkert athugavert við skipulagða misskiptingu. BandaríkjasagaBandaríkin voru frá öndverðu ójafnaðarland. Landnemarnir frá Evrópu murkuðu lífið úr indjánum og héldu þræla. Abraham Lincoln forseti leysti fjórar milljónir þræla úr haldi að loknum sigri í borgarastríðinu 1861-65; stríðið snerist að miklu leyti um rétt suðurríkjanna til þrælahalds án afskipta alríkisstjórnarinnar. Lincoln var repúblikani. Hvítir suðurríkjamenn sátu eftir með sárt ennið og hölluðu sér eftirleiðis að demókrötum. Bandarískir blökkumenn þurftu að bíða í heila öld til viðbótar eftir lögvernduðum mannréttindum til jafns við hvíta. Repúblikanaflokkurinn gerðist flokkur auðmanna og réð lögum og lofum um landið. Fátækasti fjórðungur landsmanna hafði ekki kosningarétt, einkum blökkumenn í suðurríkjunum og nýbúar. Árin 1869-1933 kom forseti Bandaríkjanna úr röðum repúblikana í 48 ár á móti 16 árum demókrata. Yfirburðir repúblikana í þinginu voru enn meiri. Tekjumunurinn á þeim þúsundasta parti Bandaríkjamanna, sem hafði mestar tekjur, og öllum hinum var hundraðfaldur 1915. Í Frakklandi og Japan var ástandið svipað.Kreppan mikla 1929-39 minnkaði tekjumuninn á ríkum og fátækum, þar eð margir auðmenn töpuðu miklu fé. Meira munaði þó um markvissa atlögu Franklins Roosevelt forseta 1933-45 gegn misskiptingu auðs og tekna. Roosevelt var demókrati og sótti margar fyrirmyndir sínar til Evrópu. Hann innleiddi atvinnuleysistryggingar og ellilífeyri, en þó ekki heilbrigðistryggingar, og greiddi fyrir umbæturnar með skattheimtu; hátekjumenn hlutu að borga sinn skerf. Aðgerðir Roosevelts drógu svo úr misskiptingu, að tekjumunurinn á þúsundasta parti Bandaríkjamanna með mestar tekjur og öllum hinum hríðféll og var þrítugfaldur 1945. Blökkumenn studdu Roosevelt, og það gerðu einnig hvítir suðurríkjamenn enn um sinn, því að suðurríkin voru fátæk á landsvísu og nutu góðs af velferðarstefnu demókrata. Eftirmenn Roosevelts úr báðum flokkum byggðu ofan á arfleið hans, svo að enn dró úr ójöfnuði. Tekjumunurinn á þúsundasta parti Bandaríkjamanna með mestar tekjur og öllum hinum var tvítugfaldur 1964 eins og í Frakklandi og Japan, því að einnig þar hafði dregið úr misskiptingu. Það ár var innleidd mannréttindalöggjöfin, sem tryggði blökkumönnum vestra sama rétt og hvítum. Eftir það sneru margir hvítir suðurríkjamenn baki við demókrötum. Grunnurinn var nú lagður að veldi repúblikana í suðurríkjunum og á landsvísu með forsetakjöri Richards Nixon 1968, Ronalds Reagan 1980 og George Bush 2000. Frá 1968 hafa repúblikanar setið í Hvíta húsinu í 28 ár á móti 12 árum demókrata, sem hafa þó að jafnaði haft betur á þingi.Skipulögð misskiptingÍ stjórnartíð repúblikana hefur ójöfnuður í Bandaríkjunum aftur færzt í vöxt. Tekjumunurinn á þúsundasta parti Bandaríkjamanna með mestar tekjur og öllum hinum var orðinn 75-faldur 2000. Paul Krugman, prófessor í Princeton, lýsir þessum viðsnúningi vel í nýrri bók, The Conscience of a Liberal (2007). Krugman andmælir þeirri skoðun, að tækniframfarir og hnattvæðing viðskipta hafi valdið mestu um aukna misskiptingu. Hann færir rök að því, að ríkisstjórnir repúblikana hafi skipulagt viðsnúninginn með skattaívilnunum handa hátekjumönnum og hafi að auki reynt að veikja eða rústa velferðarkerfið, sem Roosevelt lagði grunninn að í kreppunni. Stjórnvöld drógu markvisst úr misskiptingunni 1933-80, báðir flokkar, og eftir það sneru repúblikanar við blaðinu.Ef tækniframfarir og hnattvæðing væru driffjöðurin á bak við aukinn ójöfnuð í Bandaríkjunum síðan árin eftir 1980, segir Krugman, þá hefði misskipting einnig aukizt til dæmis í Frakklandi og Japan. En því er ekki að heilsa, því að tekjumunurinn á þúsundasta parti Frakka og Japana með mestar tekjur og öllum hinum var enn tvítugfaldur 2000 eins og 1964, engin breyting þar.Hér heima hefur misskipting aukizt til muna síðan 1993, svo sem gögn frá ríkisskattstjóra og öðrum vitna um. Við öðru var ekki að búast, enda sækir Sjálfstæðisflokkurinn margar fyrirmyndir sínar til bandarískra repúblikana, þar á meðal hugmyndina um skattalækkun handa auðmönnum og skerta velferðarþjónustu handa þeim, sem höllum fæti standa. Sumir hafa heppnina með sér.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun