Fyrsti snjórinn fallinn 2. nóvember 2007 08:37 Mikið hefur verið að gera hjá Max 1 síðan fyrsti snjórinn féll á höfuðborgarsvæðinu.Fréttblaðið Vilhelm Fyrsti snjórinn féll á höfuðborgarsvæðinu um helgina og um leið fylltust dekkjaverkstæðin af bílum. Fyrsta vetrardegi, sem var á laugardag, fylgdi snjór og hálka og um leið mynduðust biðraðir við dekkjaverkstæði höfuðborgarsvæðisins. „Þetta byrjaði fyrir alvöru á laugardaginn og nú er mikið að gera,“ segir Ívar Ásgeirsson, þjónustustjóri tengdrar þjónustu hjá Brimborg, sem er með Max 1 bílavaktina á sínum snærum. Hann segir erfitt að segja til um hvort mikil örtröð verði næstu daga og að það fari allt eftir veðri. „Það er til dæmis spáð hlýnandi veðri næstu daga og þá gæti þetta alveg dottið niður. Svo þegar hálkan kemur aftur fyllist allt á ný.“ Ívar segir að fólk hugi oft ekki að að vetrardekkjum fyrr en fyrsti snjórinn lætur á sér kræla. „En þó eru vissulega margir búnir að skipta,“ bætir hann við. Ívar segir að mesta törnin taki um fjórar til sex vikur en að það fari þó alfarið eftir veðri og eftir því hvort eitthvað hláni á milli. Aðspurður segir Ívar að reynt sé að bæta við mannskap á þessum álagstíma. „Eins og staðan er á vinnumarkaði í dag er þó ekki um auðugan garð að gresja og eru starfsmennirnir að vinna langt fram á kvöld. Við hættum að taka við bílum klukkan sex en klárum það sem komið er,“ segir hann og bendir einnig á að margir nýti sér þann möguleika að skilja bílinn eftir til að forðast að sitja í biðröð. Samkvæmt reglugerð má ekki skipta yfir á nagladekk fyrr en 1. nóvember en Ívar segir henni þó ekki fylgt í hvívetna. „Um leið og það kemur hálka á þjóðvegina er ekkert sem bannar að setja nagladekkin undir og er það jafnvel gert í september.“ vera@frettabladid.isLangar raðir geta myndast fyrir utan bílaverkstæðin þegar mest er að gera. Bílar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent
Fyrsti snjórinn féll á höfuðborgarsvæðinu um helgina og um leið fylltust dekkjaverkstæðin af bílum. Fyrsta vetrardegi, sem var á laugardag, fylgdi snjór og hálka og um leið mynduðust biðraðir við dekkjaverkstæði höfuðborgarsvæðisins. „Þetta byrjaði fyrir alvöru á laugardaginn og nú er mikið að gera,“ segir Ívar Ásgeirsson, þjónustustjóri tengdrar þjónustu hjá Brimborg, sem er með Max 1 bílavaktina á sínum snærum. Hann segir erfitt að segja til um hvort mikil örtröð verði næstu daga og að það fari allt eftir veðri. „Það er til dæmis spáð hlýnandi veðri næstu daga og þá gæti þetta alveg dottið niður. Svo þegar hálkan kemur aftur fyllist allt á ný.“ Ívar segir að fólk hugi oft ekki að að vetrardekkjum fyrr en fyrsti snjórinn lætur á sér kræla. „En þó eru vissulega margir búnir að skipta,“ bætir hann við. Ívar segir að mesta törnin taki um fjórar til sex vikur en að það fari þó alfarið eftir veðri og eftir því hvort eitthvað hláni á milli. Aðspurður segir Ívar að reynt sé að bæta við mannskap á þessum álagstíma. „Eins og staðan er á vinnumarkaði í dag er þó ekki um auðugan garð að gresja og eru starfsmennirnir að vinna langt fram á kvöld. Við hættum að taka við bílum klukkan sex en klárum það sem komið er,“ segir hann og bendir einnig á að margir nýti sér þann möguleika að skilja bílinn eftir til að forðast að sitja í biðröð. Samkvæmt reglugerð má ekki skipta yfir á nagladekk fyrr en 1. nóvember en Ívar segir henni þó ekki fylgt í hvívetna. „Um leið og það kemur hálka á þjóðvegina er ekkert sem bannar að setja nagladekkin undir og er það jafnvel gert í september.“ vera@frettabladid.isLangar raðir geta myndast fyrir utan bílaverkstæðin þegar mest er að gera.
Bílar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent