Á vegasalti Þorsteinn Pálsson skrifar 16. október 2007 17:11 Sagt er að stjórnmál séu list hins mögulega. Hin hliðin á sama fyrirbrigði er sú að stjórnmál felist í því að haga seglum eftir vindi. Stóra spurningin er svo sú eftir hvaða lögmálum hugsjónir víkja fyrir öðrum hagsmunum. Fyrir sex árum stóðu Vinstri græn í þáverandi borgarstjórnarmeirihluta að ákvörðunum um lögbundinn tilgang Orkuveitu Reykjavíkur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins féllst á tillöguna og gerði hana að lögum. Auk fyrirmæla um hefðbundna kjarnastarfsemi hefur tilgangur fyrirtækisins samkvæmt því verið sá að stunda iðnþróun og nýsköpun, svo og viðskipta- og fjármálastarfsemi. Sérstaklega er lögbundið að Orkuveitunni sé í þessum tilgangi heimilt að eiga dótturfélög og eiga hlut í öðrum félögum með einkafyrirtækjum. Jafnframt var Orkuveitan sögð úr lögum við almennar stjórnsýslureglur. Nú eru aðstæður með þeim hætti að hluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn var tilbúinn að fórna meirihlutasamstarfi fyrir þá hugsjón að þetta væri ekki ásættanlegt hlutverk opinberra fyrirtækja. Vinstri græn hafa lýst því yfir að flokkurinn hafi verið andvígur þessari lagabreytingu á sínum tíma en fallist á hana af raunsæisástæðum til að viðhalda meirihlutasamstarfi. Nú hefur flokkurinn ítrekað þessa hugsjónaafstöðu en sýnist þó hafa fallist á að víkja henni til hliðar til þess að koma á nýju meirihlutasamstarfi. Vinstri græn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hafa lýst skýrri hugsjónaafstöðu með einarðri andstöðu við að einkaaðilar eignist orkuauðlindir sem eru í eigu opinberra aðila. Í öllum tilvikum hefur hugsjóninni verið lýst sem ófrávíkjanlegri og kjósendur gætu treyst flokkunum til að víkja þeim ekki til hliðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst svipuðum viðhorfum en þó með opnari og varfærnari hætti. Á úthallandi vetri tók Framsóknarflokkurinn með Sjálfstæðisflokknum þátt í því í þáverandi ríkisstjórn að selja 15 prósenta eignarhlut ríkisins í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja gegn mótmælum Samfylkingar og Vinstri grænna. Á sama tíma tóku Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn þátt í því að selja lítinn hlut sveitarfélagsins Árborgar í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja. Nú hafa fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í þeim tilgangi fyrst og fremst að ljúka með Framsóknarflokknum gerð samnings sem felur í sér að selja 15 prósenta eignarhlut Orkuveitu Reykjavíkur í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja í yfirráð einkaaðila. Á sama tíma og borgarstjóri Samfylkingarinnar axlar það hlutverk að fullgera samninga um að afhenda einkaaðilum 15 prósenta hlut í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja lýsir iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar því yfir að nauðsynlegt sé að banna opinberum aðilum með lögum að ráðstafa orkulindum eða hluta þeirra til einkaaðila. Iðnaðarráðherrann virðist ekki fá áheyrn í ráðhúsi Reykvíkinga með boðskap sinn um þetta efni. Fróðlegt verður að sjá hvort samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn verður samstarfsfúsari um þetta mál en flokksmenn iðnaðarráðherrans í borgarstjórn. Af þessum dæmum má ráða að nú sem fyrr er vafningasamt að skýra hvernig hugsjónir og hagsmunir vega salt í pólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Sagt er að stjórnmál séu list hins mögulega. Hin hliðin á sama fyrirbrigði er sú að stjórnmál felist í því að haga seglum eftir vindi. Stóra spurningin er svo sú eftir hvaða lögmálum hugsjónir víkja fyrir öðrum hagsmunum. Fyrir sex árum stóðu Vinstri græn í þáverandi borgarstjórnarmeirihluta að ákvörðunum um lögbundinn tilgang Orkuveitu Reykjavíkur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins féllst á tillöguna og gerði hana að lögum. Auk fyrirmæla um hefðbundna kjarnastarfsemi hefur tilgangur fyrirtækisins samkvæmt því verið sá að stunda iðnþróun og nýsköpun, svo og viðskipta- og fjármálastarfsemi. Sérstaklega er lögbundið að Orkuveitunni sé í þessum tilgangi heimilt að eiga dótturfélög og eiga hlut í öðrum félögum með einkafyrirtækjum. Jafnframt var Orkuveitan sögð úr lögum við almennar stjórnsýslureglur. Nú eru aðstæður með þeim hætti að hluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn var tilbúinn að fórna meirihlutasamstarfi fyrir þá hugsjón að þetta væri ekki ásættanlegt hlutverk opinberra fyrirtækja. Vinstri græn hafa lýst því yfir að flokkurinn hafi verið andvígur þessari lagabreytingu á sínum tíma en fallist á hana af raunsæisástæðum til að viðhalda meirihlutasamstarfi. Nú hefur flokkurinn ítrekað þessa hugsjónaafstöðu en sýnist þó hafa fallist á að víkja henni til hliðar til þess að koma á nýju meirihlutasamstarfi. Vinstri græn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hafa lýst skýrri hugsjónaafstöðu með einarðri andstöðu við að einkaaðilar eignist orkuauðlindir sem eru í eigu opinberra aðila. Í öllum tilvikum hefur hugsjóninni verið lýst sem ófrávíkjanlegri og kjósendur gætu treyst flokkunum til að víkja þeim ekki til hliðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst svipuðum viðhorfum en þó með opnari og varfærnari hætti. Á úthallandi vetri tók Framsóknarflokkurinn með Sjálfstæðisflokknum þátt í því í þáverandi ríkisstjórn að selja 15 prósenta eignarhlut ríkisins í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja gegn mótmælum Samfylkingar og Vinstri grænna. Á sama tíma tóku Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn þátt í því að selja lítinn hlut sveitarfélagsins Árborgar í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja. Nú hafa fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í þeim tilgangi fyrst og fremst að ljúka með Framsóknarflokknum gerð samnings sem felur í sér að selja 15 prósenta eignarhlut Orkuveitu Reykjavíkur í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja í yfirráð einkaaðila. Á sama tíma og borgarstjóri Samfylkingarinnar axlar það hlutverk að fullgera samninga um að afhenda einkaaðilum 15 prósenta hlut í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja lýsir iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar því yfir að nauðsynlegt sé að banna opinberum aðilum með lögum að ráðstafa orkulindum eða hluta þeirra til einkaaðila. Iðnaðarráðherrann virðist ekki fá áheyrn í ráðhúsi Reykvíkinga með boðskap sinn um þetta efni. Fróðlegt verður að sjá hvort samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn verður samstarfsfúsari um þetta mál en flokksmenn iðnaðarráðherrans í borgarstjórn. Af þessum dæmum má ráða að nú sem fyrr er vafningasamt að skýra hvernig hugsjónir og hagsmunir vega salt í pólitík.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun