Réttilega lagðar undirstöður 28. ágúst 2007 06:15 Í lagaumhverfi orkubúskaparins eru slæmir brestir. Úrskurður sérstakrar matsnefndar um verðmæti vatnsréttinda sem nýta þarf vegna Kárahnjúkavirkjunar varpar nokkuð skýru ljósi þar á. Niðurstaðan er sú að vatnsréttindin eru metin sem rúmlega einn hundraðshluti af heildar virkjunarkostnaði. Landsvirkjun hafði áður boðið greiðslu fyrir andvirði réttindanna sem svaraði aðeins til tíunda hluta af þeirri upphæð. Þessi einfalda tölfræði bendir til þess að aðaleigendur Landsvirkjunar á þeim tíma, ríkið og Reykjavíkurborg, hafi í raun einskis metið vatnsréttindin þegar hafist var handa við stærstu virkjun Íslandssögunnar. Þar var stuðst við fordæmi og hugsunarhátt frá fyrri tíma. Hitt er þó öllu alvarlegra að niðurstaða um þennan kostnað fæst fyrst þegar virkjunin er fullgerð og orkuframleiðsla um það bil að hefjast. Ef ríkisvaldið gæti ekki beitt sjálfvirkum eignarnámsheimildum í tilvikum sem þessum færu viðskiptin fram í frjálsum samningum og á þeim tíma sem báðum samningasaðilum hentaði. Matsnefnd eignarnámsbóta og dómstólar eru í raunverulegri hnappheldu í tilvikum sem þessum. Langt er um liðið síðan samningar voru gerðir um orkusölu til langs tíma. Nýjum verðforsendum er ekki unnt að fleyta út í verðlagið. Fjármálaráðherra gaf þó afar mikilvæga pólitíska yfirlýsingu í síðustu viku þegar hann staðfesti að ríkið myndi gera sömu kröfur og aðrir landeigendur við framhaldsmeðferð málsins. Sú afstaða hjálpar til við að halda grundvallaratriðum málsins skýrum og aðgreindum. Einn af þeim kostum sem skoða þarf við breytingar á skipulagi orkumálanna er aðgreining orkuréttinda og orkuframleiðslu. Í reynd eru það fyrst og fremst orkuréttindin, vatnsréttindi eða jarðvarmaréttindi, sem sérstök rök standa til að ríkið haldi utan um. Slík aðgreining er mikil og flókin aðgerð. En hitt má ekki bíða að afnema sjálfvirkni eignarnámsheimildanna. Iðnaðarráðherra hefur efnislega lýst sig sammála þeim hugmyndum. Breytingar af því tagi má ekki draga á langinn. Þær þurfa að sjá dagsljósið á komandi vetri. Loks eru gildar ástæður til að greina einokunarframleiðslu á orkusviðinu frá almennum samkeppnisrekstri. Núverandi fyrirkomulag þar sem Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja geta nýtt styrk sem byggður er á einokunarstarfsemi til þátttöku í samkeppnisrekstri bæði innanlands og erlendis stenst einfaldlega ekki nútíma kröfur um samkeppnisumhverfi og áhættumeðferð skattpeninga. Vegna þrýstings frá þessum fyrirtækjum lét löggjafinn duga á sínum tíma að setja ákvæði í lög um bókhaldslegan aðskilnað einokunarstarfsemi og samkeppnisstarfsemi. Slík lagaákvæði eru meira og minna gagnslaus og megna engan veginn að tryggja jafna samkeppnisstöðu. Þess vegna þrýstu fyrirtækin á um slíkt fyrirkomulag. Margir hafa með réttu trú á að næsta hagvaxtarskeið geti hverfst um nýtingu á íslenskri tækniþekkingu á þessu sviði. Satt best að segja eru menn þar komnir vel á veg með að breyta orðum í athafnir. Af því leiðir að ekki er unnt að bíða með nauðsynlegar skipulagsbreytingar. Undirstöðurnar verður að leggja réttilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Í lagaumhverfi orkubúskaparins eru slæmir brestir. Úrskurður sérstakrar matsnefndar um verðmæti vatnsréttinda sem nýta þarf vegna Kárahnjúkavirkjunar varpar nokkuð skýru ljósi þar á. Niðurstaðan er sú að vatnsréttindin eru metin sem rúmlega einn hundraðshluti af heildar virkjunarkostnaði. Landsvirkjun hafði áður boðið greiðslu fyrir andvirði réttindanna sem svaraði aðeins til tíunda hluta af þeirri upphæð. Þessi einfalda tölfræði bendir til þess að aðaleigendur Landsvirkjunar á þeim tíma, ríkið og Reykjavíkurborg, hafi í raun einskis metið vatnsréttindin þegar hafist var handa við stærstu virkjun Íslandssögunnar. Þar var stuðst við fordæmi og hugsunarhátt frá fyrri tíma. Hitt er þó öllu alvarlegra að niðurstaða um þennan kostnað fæst fyrst þegar virkjunin er fullgerð og orkuframleiðsla um það bil að hefjast. Ef ríkisvaldið gæti ekki beitt sjálfvirkum eignarnámsheimildum í tilvikum sem þessum færu viðskiptin fram í frjálsum samningum og á þeim tíma sem báðum samningasaðilum hentaði. Matsnefnd eignarnámsbóta og dómstólar eru í raunverulegri hnappheldu í tilvikum sem þessum. Langt er um liðið síðan samningar voru gerðir um orkusölu til langs tíma. Nýjum verðforsendum er ekki unnt að fleyta út í verðlagið. Fjármálaráðherra gaf þó afar mikilvæga pólitíska yfirlýsingu í síðustu viku þegar hann staðfesti að ríkið myndi gera sömu kröfur og aðrir landeigendur við framhaldsmeðferð málsins. Sú afstaða hjálpar til við að halda grundvallaratriðum málsins skýrum og aðgreindum. Einn af þeim kostum sem skoða þarf við breytingar á skipulagi orkumálanna er aðgreining orkuréttinda og orkuframleiðslu. Í reynd eru það fyrst og fremst orkuréttindin, vatnsréttindi eða jarðvarmaréttindi, sem sérstök rök standa til að ríkið haldi utan um. Slík aðgreining er mikil og flókin aðgerð. En hitt má ekki bíða að afnema sjálfvirkni eignarnámsheimildanna. Iðnaðarráðherra hefur efnislega lýst sig sammála þeim hugmyndum. Breytingar af því tagi má ekki draga á langinn. Þær þurfa að sjá dagsljósið á komandi vetri. Loks eru gildar ástæður til að greina einokunarframleiðslu á orkusviðinu frá almennum samkeppnisrekstri. Núverandi fyrirkomulag þar sem Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja geta nýtt styrk sem byggður er á einokunarstarfsemi til þátttöku í samkeppnisrekstri bæði innanlands og erlendis stenst einfaldlega ekki nútíma kröfur um samkeppnisumhverfi og áhættumeðferð skattpeninga. Vegna þrýstings frá þessum fyrirtækjum lét löggjafinn duga á sínum tíma að setja ákvæði í lög um bókhaldslegan aðskilnað einokunarstarfsemi og samkeppnisstarfsemi. Slík lagaákvæði eru meira og minna gagnslaus og megna engan veginn að tryggja jafna samkeppnisstöðu. Þess vegna þrýstu fyrirtækin á um slíkt fyrirkomulag. Margir hafa með réttu trú á að næsta hagvaxtarskeið geti hverfst um nýtingu á íslenskri tækniþekkingu á þessu sviði. Satt best að segja eru menn þar komnir vel á veg með að breyta orðum í athafnir. Af því leiðir að ekki er unnt að bíða með nauðsynlegar skipulagsbreytingar. Undirstöðurnar verður að leggja réttilega.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun