Öldurót lífs og dauða 18. ágúst 2007 06:00 Ég sit á veröndinni og horfi á öldurnar gjálfra í fjörunni. Ein af annarri velta þær upp í sandinn og svo fjara þær út. Eins og lífið. Eins og við manneskjurnar. Eftir því sem ég eldist, met ég það meir að vera til. Og verð þakklátari fyrir ævina og hvern einasta dag. Kannski af því að ég er sá lukkunnar pamfíll að hafa góða heilsu og vera lánsamur í lífinu. Lánsamur fyrir að eiga góða að og rambað þá leið, þar sem mér hefur liðið vel. Það hlotnast því miður ekki öllum. Og svo held ég því fram að það hafi verið mikil gæfa að vera af þeirri kynslóðinni, sem kynntist gamla tímanum, eins og hann hafði verið um aldir og lifað af að sjá allar breytingarnar og tækniframfarirnar. Ég kynntist heyskapnum í sveitinni, þar sem ekkert var annað notað en hrífur og orf og bundið upp á hesta. Ég var í skóla áður en rafmagnsritvélin var fundin upp og bírópennarnir voru nýjasta uppfinningin. Ég man eftir verkamannavinnunni, þegar gúmmískórnir þóttu mesta framfarasporið. Já, ég man tímana tvenna. Og svo auðvitað þekkið þið framhaldið og framfarirnar og alla þá auðlegð, sem vitsmunir mannskepnunnar hafa framleitt í þægindum og þekkingu. Það hafa verið mikil forréttindi að upplifa og njóta þessara lífskjara og breytinga.Tíminn er dýrmætasturEn einmitt af því að ég man hvernig lífið var ekki alltaf dans á rósum, þá þykist ég líka vita og meta allt það sem mér áskotnast. Ekki endilega í peningum heldur í lífsgæðum, meira úrvali, fleiri tækifærum, meiri tíma. Já ég er mjög upptekinn af tímanum til að leika mér og brosa og fanga augnablikið. Hann er það dýrmætasta sem ég á. Ég fagna hverjum morgni og þakka fyrir að vera ennþá á lífi og sjá sólina koma upp á morgnana og götuna vakna og sjá krakkana stækka og þroskast og eiga það allt í vændum sem framundan er. Það er þeirra ríkidæmi. Lífið.Einn góðan veðurdag er þetta allt saman búið og kemur aldrei aftur. Sumir verða ríkir og aðrir voldugir og frægir og komast í blöðin og hégóminn er á stundum í bílstjórasætinu og „tekur í höndina á mér". En hvers virði er allur sá veraldlegi auður ef maður kann ekki að meta þá auðlegð sem felst í barnalegri gleði yfir þeirri guðsgjöf, sem felst í því einu að vera til? Vera manneskja innan um allar hinar manneskjurnar, í súru og sætu, í meðbyr og mótlæti, í hverdagsleikanum eins og hann birtist okkur á hverjum morgni, í hverjum nýjum degi. Það er stóra ævintýrið. Að vera til.Okkar eigin gæfusmiðirAf hverju er ég að tala um þetta? Eins og ég hafi eitthvert vit á heimspeki og geti sagt öðrum til í þessum efnum? Ég er ekki að predika og ég er ekki að leggja öðrum lífsreglurnar. Ég er einfaldlega að minna sjálfan mig á að það er ekkert sjálfgefið að vera til og líða vel. Við horfum á gamla ættingja og vini hverfa og við heyrum af ungu fólki sem tekur líf sitt og við finnum það betur eftir því sem við eldumst, að lífið á jörðinni er alltof stutt og brothætt, til að umgangast það af kæruleysi. Okkur hafa verið gefnir vitsmunir til að bæta umhverfið og aðstæður með lífsþægindum og tækniframförum, en þegar allt kemur til alls, þá erum það við sjálf, hvert og eitt, sem erum okkar eigin gæfusmiðir.Öldurnar klifra upp í fjöruna, bæði smáar og stórar, rísa og falla, í eilífðar hringrás þessarar merkilegu sköpunar sem heimurinn er. Svona erum við líka, mannskepnurnar, rísum og föllum og hverfum svo í tómið, ein af annarri, í samfelldu ölduróti flóðs og fjöru, dags og nætur, lífs og dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun
Ég sit á veröndinni og horfi á öldurnar gjálfra í fjörunni. Ein af annarri velta þær upp í sandinn og svo fjara þær út. Eins og lífið. Eins og við manneskjurnar. Eftir því sem ég eldist, met ég það meir að vera til. Og verð þakklátari fyrir ævina og hvern einasta dag. Kannski af því að ég er sá lukkunnar pamfíll að hafa góða heilsu og vera lánsamur í lífinu. Lánsamur fyrir að eiga góða að og rambað þá leið, þar sem mér hefur liðið vel. Það hlotnast því miður ekki öllum. Og svo held ég því fram að það hafi verið mikil gæfa að vera af þeirri kynslóðinni, sem kynntist gamla tímanum, eins og hann hafði verið um aldir og lifað af að sjá allar breytingarnar og tækniframfarirnar. Ég kynntist heyskapnum í sveitinni, þar sem ekkert var annað notað en hrífur og orf og bundið upp á hesta. Ég var í skóla áður en rafmagnsritvélin var fundin upp og bírópennarnir voru nýjasta uppfinningin. Ég man eftir verkamannavinnunni, þegar gúmmískórnir þóttu mesta framfarasporið. Já, ég man tímana tvenna. Og svo auðvitað þekkið þið framhaldið og framfarirnar og alla þá auðlegð, sem vitsmunir mannskepnunnar hafa framleitt í þægindum og þekkingu. Það hafa verið mikil forréttindi að upplifa og njóta þessara lífskjara og breytinga.Tíminn er dýrmætasturEn einmitt af því að ég man hvernig lífið var ekki alltaf dans á rósum, þá þykist ég líka vita og meta allt það sem mér áskotnast. Ekki endilega í peningum heldur í lífsgæðum, meira úrvali, fleiri tækifærum, meiri tíma. Já ég er mjög upptekinn af tímanum til að leika mér og brosa og fanga augnablikið. Hann er það dýrmætasta sem ég á. Ég fagna hverjum morgni og þakka fyrir að vera ennþá á lífi og sjá sólina koma upp á morgnana og götuna vakna og sjá krakkana stækka og þroskast og eiga það allt í vændum sem framundan er. Það er þeirra ríkidæmi. Lífið.Einn góðan veðurdag er þetta allt saman búið og kemur aldrei aftur. Sumir verða ríkir og aðrir voldugir og frægir og komast í blöðin og hégóminn er á stundum í bílstjórasætinu og „tekur í höndina á mér". En hvers virði er allur sá veraldlegi auður ef maður kann ekki að meta þá auðlegð sem felst í barnalegri gleði yfir þeirri guðsgjöf, sem felst í því einu að vera til? Vera manneskja innan um allar hinar manneskjurnar, í súru og sætu, í meðbyr og mótlæti, í hverdagsleikanum eins og hann birtist okkur á hverjum morgni, í hverjum nýjum degi. Það er stóra ævintýrið. Að vera til.Okkar eigin gæfusmiðirAf hverju er ég að tala um þetta? Eins og ég hafi eitthvert vit á heimspeki og geti sagt öðrum til í þessum efnum? Ég er ekki að predika og ég er ekki að leggja öðrum lífsreglurnar. Ég er einfaldlega að minna sjálfan mig á að það er ekkert sjálfgefið að vera til og líða vel. Við horfum á gamla ættingja og vini hverfa og við heyrum af ungu fólki sem tekur líf sitt og við finnum það betur eftir því sem við eldumst, að lífið á jörðinni er alltof stutt og brothætt, til að umgangast það af kæruleysi. Okkur hafa verið gefnir vitsmunir til að bæta umhverfið og aðstæður með lífsþægindum og tækniframförum, en þegar allt kemur til alls, þá erum það við sjálf, hvert og eitt, sem erum okkar eigin gæfusmiðir.Öldurnar klifra upp í fjöruna, bæði smáar og stórar, rísa og falla, í eilífðar hringrás þessarar merkilegu sköpunar sem heimurinn er. Svona erum við líka, mannskepnurnar, rísum og föllum og hverfum svo í tómið, ein af annarri, í samfelldu ölduróti flóðs og fjöru, dags og nætur, lífs og dauða.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun