Fortíðin er geymd 26. júlí 2007 08:00 Suður-Afríka ein stendur á bak við meira en þriðjung allrar framleiðslu Afríkulanda sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Hlutfallið hefur haldizt stöðugt síðan 1960, en það hefur þó farið heldur lækkandi síðan 1985. Suður-Afríka er iðnríki: þeir smíða bílana sína sjálfir, þar á meðal bæði Mercedes-Benz og BMW í samvinnu við Þjóðverja. Hagur Afríku allrar er nátengdur afkomu Suður-Afríku. Mannfjöldi Suður-Afríku, sem er tólf sinnum stærri en Ísland að flatarmáli, er þó aðeins um sex prósent af heildarmannfjölda Afríku sunnan Sahara. Hvað breyttist 1985? Aðskilnaðarstefna Þjóðarflokksins, sem hafði stjórnað landinu með harðri hendi síðan 1948 og svipt svarta meiri hlutann menntunarmöguleikum og öðrum mannréttindum, hafði vakið svo hyldjúpa andúð um heiminn, að erlendir fjárfestar og lánardrottnar kipptu að sér hendinni. Þeir höfðu gert það áður, til dæmis 1979, en nú var höggið svo þungt, að undan sveið. Erlend fjárfesting var nauðsynleg driffjöður efnahagslífsins, þar eð innlendur sparnaður dugði ekki til, og nú hætti hún skyndilega að streyma inn í landið. Gengi randsins kolféll, og erlendar skuldir þrefölduðust á skömmum tíma miðað við landsframleiðslu. Valdastéttin í Þjóðarflokknum sá sína sæng upp reidda og stal öllu steini léttara, og flúðu sumir land með þýfið meðferðis. Þjóðarflokkurinn var siðlaus inn að beini, líkt og William Heinesen sagði um Sambandsflokkinn í Færeyjum, og er nú ekki til lengur, ekki frekar en Kristilegi demókrataflokkurinn á Ítalíu.Eins og að var stefntAfríska þjóðarráðið (ANC) undir forustu Nelsons Mandela hafði einmitt mælt fyrir viðskiptabanni til að hrekja Þjóðarflokkinn frá völdum. Mandela átti að vísu ekki hægt um vik, því að hann hafði setið í lífstíðarfangelsi síðan 1963, en samherjar hans sumir, til dæmis Desmond Tútú erkibiskup í Höfðaborg, gengu lausir og hvöttu til viðskiptabanns. Tútú var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels 1984 fyrir hetjulega framgöngu sína í friðsömu andófi blökkumanna gegn aðskilnaðarstjórninni. Stjórnarandstæðingar höfðu lengi átt á brattann að sækja, enda höfðu blökkumenn ekki kosningarrétt. Síðasta hálmstrá stjórnarinnar var að lýsa sjálfri sér fyrir umheiminum sem brjóstvörn gegn framsókn heimskommúnismans í Afríku. En nú var Mikhaíl Gorbachev kominn til valda í Kreml. Á fáeinum árum fjaraði undan kommúnismanum, enda var hann gjaldþrota. Þegar Berlínarmúrinn hrundi 1989, stóð ríkisstjórn Suður-Afríku uppi varnarlaus og vinalaus. Þá gerðist nokkuð, sem enginn átti von á. Willy de Klerk tókst að bola P. W. Botha, forhertum, óhefluðum og heilsulausum forseta landsins og flokksbróður sínum, frá völdum og var kjörinn forseti 1989. De Klerk skildi, að taflið var tapað. Hann sannfærði flokksmenn sína og hvíta minni hlutann (tíu prósent af mannfjöldanum) um nauðsyn þess að aflétta lögbanninu af ANC, leysa Nelson Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi og hefja samninga við þá um nýja stjórnarskrá, nýtt líf. Það gekk eftir. Þessum atburðum er lýst í kvikmyndinni Mandela and de Klerk (1997), þar sem Sidney Poitier og Michael Caine leika hlutverk höfuðandstæðinganna. Það er fín mynd.Engin framtíð án fyrirgefningarHrun kommúnismans hafði einnig þau áhrif, að ANC hvarf frá þjóðnýtingarstefnu sinni og eyddi þar með að miklu leyti þeirri tortryggni, sem ráðið hafði áður mætt utan lands. Bandamenn ANC í Suður-afríska kommúnistaflokknum létu sér einnig segjast. ANC vann stórsigur í kosningunum 1994, hlaut 63 prósent atkvæða og myndaði stjórn með Þjóðarflokknum, sem fékk 20 prósent atkvæða (margir Indverjar og aðrir „litaðir" kjósendur greiddu Þjóðarflokknum atkvæði af ótta við yfirburði ANC). Þjóðarflokkurinn hvarf úr stjórninni 1996 og fjaraði út. Landið var frjálst.Nú streymir erlent framkvæmdafé aftur til Suður-Afríku. Framleiðsla á mann hefur vaxið um rösk 40 prósent síðan 1994. En það er ekki nóg. Sumir ferðamenn forðast landið og heimamenn flýja vegna tíðra glæpa, sem virðast stafa einkum af auknu atvinnuleysi, miklum ójöfnuði og innstreymi örvæntingarfullra flóttamanna frá Simbabve. Friður ríkir, en fortíðin er ekki gleymd. Í bók sinni Engin framtíð án fyrirgefningar (1999) lýsir Desmond Tútú, sem stýrði Sannleiks- og sáttanefndinni 1995- 98, nauðsyn þess, að sökudólgar fortíðarinnar gefi sig fram: fyrirgefning útheimtir iðrun. Þeir, sem gáfu sig ekki fram við nefndina, eiga nú málsókn yfir höfðum sér. Fyrrum dómsmálaráðherra var nýlega ákærður fyrir morðtilræði. Hann reynir að verjast með því að varpa samábyrgð á félaga sína, þar á meðal Willy de Klerk. De Klerk segist vera saklaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Suður-Afríka ein stendur á bak við meira en þriðjung allrar framleiðslu Afríkulanda sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Hlutfallið hefur haldizt stöðugt síðan 1960, en það hefur þó farið heldur lækkandi síðan 1985. Suður-Afríka er iðnríki: þeir smíða bílana sína sjálfir, þar á meðal bæði Mercedes-Benz og BMW í samvinnu við Þjóðverja. Hagur Afríku allrar er nátengdur afkomu Suður-Afríku. Mannfjöldi Suður-Afríku, sem er tólf sinnum stærri en Ísland að flatarmáli, er þó aðeins um sex prósent af heildarmannfjölda Afríku sunnan Sahara. Hvað breyttist 1985? Aðskilnaðarstefna Þjóðarflokksins, sem hafði stjórnað landinu með harðri hendi síðan 1948 og svipt svarta meiri hlutann menntunarmöguleikum og öðrum mannréttindum, hafði vakið svo hyldjúpa andúð um heiminn, að erlendir fjárfestar og lánardrottnar kipptu að sér hendinni. Þeir höfðu gert það áður, til dæmis 1979, en nú var höggið svo þungt, að undan sveið. Erlend fjárfesting var nauðsynleg driffjöður efnahagslífsins, þar eð innlendur sparnaður dugði ekki til, og nú hætti hún skyndilega að streyma inn í landið. Gengi randsins kolféll, og erlendar skuldir þrefölduðust á skömmum tíma miðað við landsframleiðslu. Valdastéttin í Þjóðarflokknum sá sína sæng upp reidda og stal öllu steini léttara, og flúðu sumir land með þýfið meðferðis. Þjóðarflokkurinn var siðlaus inn að beini, líkt og William Heinesen sagði um Sambandsflokkinn í Færeyjum, og er nú ekki til lengur, ekki frekar en Kristilegi demókrataflokkurinn á Ítalíu.Eins og að var stefntAfríska þjóðarráðið (ANC) undir forustu Nelsons Mandela hafði einmitt mælt fyrir viðskiptabanni til að hrekja Þjóðarflokkinn frá völdum. Mandela átti að vísu ekki hægt um vik, því að hann hafði setið í lífstíðarfangelsi síðan 1963, en samherjar hans sumir, til dæmis Desmond Tútú erkibiskup í Höfðaborg, gengu lausir og hvöttu til viðskiptabanns. Tútú var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels 1984 fyrir hetjulega framgöngu sína í friðsömu andófi blökkumanna gegn aðskilnaðarstjórninni. Stjórnarandstæðingar höfðu lengi átt á brattann að sækja, enda höfðu blökkumenn ekki kosningarrétt. Síðasta hálmstrá stjórnarinnar var að lýsa sjálfri sér fyrir umheiminum sem brjóstvörn gegn framsókn heimskommúnismans í Afríku. En nú var Mikhaíl Gorbachev kominn til valda í Kreml. Á fáeinum árum fjaraði undan kommúnismanum, enda var hann gjaldþrota. Þegar Berlínarmúrinn hrundi 1989, stóð ríkisstjórn Suður-Afríku uppi varnarlaus og vinalaus. Þá gerðist nokkuð, sem enginn átti von á. Willy de Klerk tókst að bola P. W. Botha, forhertum, óhefluðum og heilsulausum forseta landsins og flokksbróður sínum, frá völdum og var kjörinn forseti 1989. De Klerk skildi, að taflið var tapað. Hann sannfærði flokksmenn sína og hvíta minni hlutann (tíu prósent af mannfjöldanum) um nauðsyn þess að aflétta lögbanninu af ANC, leysa Nelson Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi og hefja samninga við þá um nýja stjórnarskrá, nýtt líf. Það gekk eftir. Þessum atburðum er lýst í kvikmyndinni Mandela and de Klerk (1997), þar sem Sidney Poitier og Michael Caine leika hlutverk höfuðandstæðinganna. Það er fín mynd.Engin framtíð án fyrirgefningarHrun kommúnismans hafði einnig þau áhrif, að ANC hvarf frá þjóðnýtingarstefnu sinni og eyddi þar með að miklu leyti þeirri tortryggni, sem ráðið hafði áður mætt utan lands. Bandamenn ANC í Suður-afríska kommúnistaflokknum létu sér einnig segjast. ANC vann stórsigur í kosningunum 1994, hlaut 63 prósent atkvæða og myndaði stjórn með Þjóðarflokknum, sem fékk 20 prósent atkvæða (margir Indverjar og aðrir „litaðir" kjósendur greiddu Þjóðarflokknum atkvæði af ótta við yfirburði ANC). Þjóðarflokkurinn hvarf úr stjórninni 1996 og fjaraði út. Landið var frjálst.Nú streymir erlent framkvæmdafé aftur til Suður-Afríku. Framleiðsla á mann hefur vaxið um rösk 40 prósent síðan 1994. En það er ekki nóg. Sumir ferðamenn forðast landið og heimamenn flýja vegna tíðra glæpa, sem virðast stafa einkum af auknu atvinnuleysi, miklum ójöfnuði og innstreymi örvæntingarfullra flóttamanna frá Simbabve. Friður ríkir, en fortíðin er ekki gleymd. Í bók sinni Engin framtíð án fyrirgefningar (1999) lýsir Desmond Tútú, sem stýrði Sannleiks- og sáttanefndinni 1995- 98, nauðsyn þess, að sökudólgar fortíðarinnar gefi sig fram: fyrirgefning útheimtir iðrun. Þeir, sem gáfu sig ekki fram við nefndina, eiga nú málsókn yfir höfðum sér. Fyrrum dómsmálaráðherra var nýlega ákærður fyrir morðtilræði. Hann reynir að verjast með því að varpa samábyrgð á félaga sína, þar á meðal Willy de Klerk. De Klerk segist vera saklaus.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun