Hugleitt í Bláfjöllum 12. júlí 2007 02:00 Í hraða nútímasamfélags getur verið gott að kunna að slaka vel á með hugleiðslu. Hugleiðsluleiðbeinandinn Pierre Stimpfling verður með hugleiðsluhelgi í Bláfjöllum helgina 13.-15. júlí þar sem hann leiðbeinir fólki við að ná tökum á hugleiðslunni með nýrri aðferð. Ólöf Sverrisdóttir heldur utan um hugleiðsluhelgina ásamt fleirum og segir aðferðir Pierre hafa skilað góðum árangri fyrir þá sem hafa sótt þær. “Hann hefur komið hingað til lands nokkuð reglulega til að kenna þessa tækni sem hjálpar fólki við að opna fyrir tilfinningar sínar og hleypa út því sem situr fast,” segir Ówlöf og tekur þá gamla sektarkennd sem dæmi. “Sumir verða fyrir sterkri andlegri upplifun við að fara á námskeið hjá honum því þegar opnað er fyrir tilfinningarnar þá er eins og opnist líka fyrir sterka tengingu við eitthvað andlegt og æðra,” bætir hún við. “Dagskráin er mjög afslöppuð alla helgina og þrátt fyrir að það sé dagskrá þá er líka svigrúm fyrir fólk til að spjalla saman. Eins er þögn og íhugun hluti af dagskránni.” Ólöf segir námskeiðin hafa verið vel sótt í gegnum tíðina og að þau virðist verða vinsælli með tímanum því aðsókn og eftirspurn hafi aukist mikið. “Margir fá mjög mikið út úr því að fara frá amstri hversdagsins í sveitakyrrðina og hugleiða heila helgi,” segir Ólöf. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hugleiðsluleiðbeinandinn Pierre Stimpfling verður með hugleiðsluhelgi í Bláfjöllum helgina 13.-15. júlí þar sem hann leiðbeinir fólki við að ná tökum á hugleiðslunni með nýrri aðferð. Ólöf Sverrisdóttir heldur utan um hugleiðsluhelgina ásamt fleirum og segir aðferðir Pierre hafa skilað góðum árangri fyrir þá sem hafa sótt þær. “Hann hefur komið hingað til lands nokkuð reglulega til að kenna þessa tækni sem hjálpar fólki við að opna fyrir tilfinningar sínar og hleypa út því sem situr fast,” segir Ówlöf og tekur þá gamla sektarkennd sem dæmi. “Sumir verða fyrir sterkri andlegri upplifun við að fara á námskeið hjá honum því þegar opnað er fyrir tilfinningarnar þá er eins og opnist líka fyrir sterka tengingu við eitthvað andlegt og æðra,” bætir hún við. “Dagskráin er mjög afslöppuð alla helgina og þrátt fyrir að það sé dagskrá þá er líka svigrúm fyrir fólk til að spjalla saman. Eins er þögn og íhugun hluti af dagskránni.” Ólöf segir námskeiðin hafa verið vel sótt í gegnum tíðina og að þau virðist verða vinsælli með tímanum því aðsókn og eftirspurn hafi aukist mikið. “Margir fá mjög mikið út úr því að fara frá amstri hversdagsins í sveitakyrrðina og hugleiða heila helgi,” segir Ólöf.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira