Sushi-stemning hjá Röggu Gísla 12. júlí 2007 07:00 Fiskrétturinn var borinn fram með nori-þangplötum, byggi og dijon-sinnepi og fylgt eftir með marglitum pönnukökum. MYND/Valli Söngkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir býður Völu Matt í ævintýralegan mat í þættinum Mat og lífsstíl í kvöld. „Ragga er heilmikið að pæla í hollustu og náttúrulegu hráefni. Í kvöld er hún með fiskrétt sem er örugglega fljótlegasta fiskuppskrift sem ég hef séð á ævinni,“ segir Vala. „Hún setur fiskinn bara í ofnfast fat með sojasósu og ólífuolíu og skellir honum inn í ofn. Þá er hann orðinn alveg dýrindis réttur,“ útskýrir hún. Ragga ber fiskinn svo fram á skemmtilegan hátt. „Hún brytjar niður japanskar nori-þangplötur og ber þær fram með fiskinum, soðnu byggi og smá dijon-sinnepi. Þá er kominn svona skemmtilegur fingramatur með smá sushi-stemningu. Þetta var alveg ofboðslega gott,“ segir Vala hrifin. Í eftirrétt bakaði Ragga svo bleikar, grænar og bláar pönnukökur. „Þetta voru fallegustu pönnukökur sem ég hef séð. Ragga er náttúrlega skrautleg og skemmtileg í sinni matargerð eins og í öllu öðru,“ segir Vala og hlær. Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið
Söngkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir býður Völu Matt í ævintýralegan mat í þættinum Mat og lífsstíl í kvöld. „Ragga er heilmikið að pæla í hollustu og náttúrulegu hráefni. Í kvöld er hún með fiskrétt sem er örugglega fljótlegasta fiskuppskrift sem ég hef séð á ævinni,“ segir Vala. „Hún setur fiskinn bara í ofnfast fat með sojasósu og ólífuolíu og skellir honum inn í ofn. Þá er hann orðinn alveg dýrindis réttur,“ útskýrir hún. Ragga ber fiskinn svo fram á skemmtilegan hátt. „Hún brytjar niður japanskar nori-þangplötur og ber þær fram með fiskinum, soðnu byggi og smá dijon-sinnepi. Þá er kominn svona skemmtilegur fingramatur með smá sushi-stemningu. Þetta var alveg ofboðslega gott,“ segir Vala hrifin. Í eftirrétt bakaði Ragga svo bleikar, grænar og bláar pönnukökur. „Þetta voru fallegustu pönnukökur sem ég hef séð. Ragga er náttúrlega skrautleg og skemmtileg í sinni matargerð eins og í öllu öðru,“ segir Vala og hlær.
Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið