Göngum saman í New York og Reykjavík 4. júlí 2007 05:00 Gunnhildur, fremst til vinstri, sést hér við æfingar í Laugardal ásamt hópnum Göngum saman. Nánar á www.gongumsaman.is MYND/Rósa Hópur íslenskra kvenna gengur 63 km í New York til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini. „Við erum hópur kvenna sem kallast Göngum saman og ætlum að fara í Avon-gönguna í New York í október til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent við Kennaraháskólann og forsprakki gönguhópsins. „Þetta er eitt og hálft maraþon eða 63 kílómetrar sem gengnir eru á tveimur dögum.“ Að sögn Gunnhildar, sem greindist sjálf með brjóstakrabbamein auk tveggja annarra kvenna í hópnum, kviknaði hugmyndin að göngunni út frá þátttöku sex íslenskra kvenna í Avon-göngunni í fyrra. Það hafi valdið því að þær ákváðu að fara til New York, bæði til að vekja athygli á málstaðnum og styrkja framtakið með fjárframlögum. Hver þátttakandi þarf nefnilega að greiða 1.800 dala þátttökugjald, sem fer í rannsóknir á brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum. Konurnar hafa því staðið í ströngu undanfarið við að safna fyrir gjaldinu og annarri eins upphæð, sem þær ætla að gefa í grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. „Við erum á fullu að safna fyrir þátttökugjaldinu með hjálp fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Gunnhildur. „Svo ætlum við af stað með söfnun fyrir íslensku rannsóknirnar og ætlum meðal annars að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, þar sem hægt verður að styrkja ákveðin málefni.“ Fyrir utan vinnuna sem farið hefur í söfnunina, hefur hópurinn varið miklum undirbúningstíma í strangri þjálfun í Laugardal. Gunnhildur segir ekki veita af enda bíði þeirra það þrekvirki að ganga kílómetrana 63 á malbiki í kringum Manhattan. Vonandi verði það til að vekja athygli og samkennd. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hópur íslenskra kvenna gengur 63 km í New York til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini. „Við erum hópur kvenna sem kallast Göngum saman og ætlum að fara í Avon-gönguna í New York í október til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent við Kennaraháskólann og forsprakki gönguhópsins. „Þetta er eitt og hálft maraþon eða 63 kílómetrar sem gengnir eru á tveimur dögum.“ Að sögn Gunnhildar, sem greindist sjálf með brjóstakrabbamein auk tveggja annarra kvenna í hópnum, kviknaði hugmyndin að göngunni út frá þátttöku sex íslenskra kvenna í Avon-göngunni í fyrra. Það hafi valdið því að þær ákváðu að fara til New York, bæði til að vekja athygli á málstaðnum og styrkja framtakið með fjárframlögum. Hver þátttakandi þarf nefnilega að greiða 1.800 dala þátttökugjald, sem fer í rannsóknir á brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum. Konurnar hafa því staðið í ströngu undanfarið við að safna fyrir gjaldinu og annarri eins upphæð, sem þær ætla að gefa í grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. „Við erum á fullu að safna fyrir þátttökugjaldinu með hjálp fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Gunnhildur. „Svo ætlum við af stað með söfnun fyrir íslensku rannsóknirnar og ætlum meðal annars að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, þar sem hægt verður að styrkja ákveðin málefni.“ Fyrir utan vinnuna sem farið hefur í söfnunina, hefur hópurinn varið miklum undirbúningstíma í strangri þjálfun í Laugardal. Gunnhildur segir ekki veita af enda bíði þeirra það þrekvirki að ganga kílómetrana 63 á malbiki í kringum Manhattan. Vonandi verði það til að vekja athygli og samkennd.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira