Magadans í uppsveiflu 5. júní 2007 06:00 Íslenskar konur hafa tekið magadansi fagnandi, en að sögn Josy hefur hann af einhverjum ástæðum ekki fengið sama hljómgrunn hjá karlpeningnum. Nánar á www.magadans.is MYND/Hörður Josy Zareen segir Íslendinga hafa tekið miklum framförum í magadansi þau ár sem hún hefur kennt í Magadanshúsinu. „Magadansinn verður sífellt vinsælli og við höfum því bætt við okkur námskeiðum, meðal annars fyrir börn og einstaklinga með Downs-heilkenni, ekki síst vegna þess hversu góð áhrif hann hefur á heilsufarið,“ segir Josy Zareen, sem hefur kennt magadans í Magadanshúsinu á Íslandi undanfarin sex ár. „Magadansinn er meðal annars góður fyrir móðurlíf kvenna og þá gildir líkamsvöxturinn einu,“ heldur hún áfram. „Einn kosturinn við dansinn er einmitt sá að velflestar konur geta stundað hann án þess að vera í einhverju svakalegu formi. Hingað koma konur af öllum stærðum og gerðum og margar verða undrandi á því hversu vel þeim gengur.“ Josy segir magadansinn ekki síður hafa góð sálræn en líkamleg áhrif, hann efli einfaldlega sjálfstraustið. „Til mín hafa leitað konur með alls kyns vandamál, eru með lágt sjálfsmat eða eru að jafna sig eftir sambandsslit, svo dæmi séu tekin. Þeim líður yfirleitt strax betur eftir að hafa reynt fyrir sér í dansinum og margar kjósa að halda áfram.“ Áhuginn sem íslenskar konur hafa sýnt magadansi hefur meðal annars skilað sér í góðri frammistöðu á erlendum vettvangi. Til marks um það hefur einn nemenda Josy þegar fengið samning um að sýna í Dubai eftir sigur í keppni og sjálf tryggði hún sér fyrsta sætið í keppni sem var nýverið haldin í Stokkhólmi. „Þetta er í báðum tilvikum mjög góður árangur, þar sem við öttum kappi við lönd þar sem magadans er orðinn að hálfgerðri þjóðaríþrótt,“ segir Josy. „Í kjölfarið varð ég vör við aukinn áhuga manna á því sem er að gerast hér í dansinum og var jafnvel talað um að bestu dansararnir kæmu frá Íslandi. Við getum verið virkilega stolt.“ Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Josy Zareen segir Íslendinga hafa tekið miklum framförum í magadansi þau ár sem hún hefur kennt í Magadanshúsinu. „Magadansinn verður sífellt vinsælli og við höfum því bætt við okkur námskeiðum, meðal annars fyrir börn og einstaklinga með Downs-heilkenni, ekki síst vegna þess hversu góð áhrif hann hefur á heilsufarið,“ segir Josy Zareen, sem hefur kennt magadans í Magadanshúsinu á Íslandi undanfarin sex ár. „Magadansinn er meðal annars góður fyrir móðurlíf kvenna og þá gildir líkamsvöxturinn einu,“ heldur hún áfram. „Einn kosturinn við dansinn er einmitt sá að velflestar konur geta stundað hann án þess að vera í einhverju svakalegu formi. Hingað koma konur af öllum stærðum og gerðum og margar verða undrandi á því hversu vel þeim gengur.“ Josy segir magadansinn ekki síður hafa góð sálræn en líkamleg áhrif, hann efli einfaldlega sjálfstraustið. „Til mín hafa leitað konur með alls kyns vandamál, eru með lágt sjálfsmat eða eru að jafna sig eftir sambandsslit, svo dæmi séu tekin. Þeim líður yfirleitt strax betur eftir að hafa reynt fyrir sér í dansinum og margar kjósa að halda áfram.“ Áhuginn sem íslenskar konur hafa sýnt magadansi hefur meðal annars skilað sér í góðri frammistöðu á erlendum vettvangi. Til marks um það hefur einn nemenda Josy þegar fengið samning um að sýna í Dubai eftir sigur í keppni og sjálf tryggði hún sér fyrsta sætið í keppni sem var nýverið haldin í Stokkhólmi. „Þetta er í báðum tilvikum mjög góður árangur, þar sem við öttum kappi við lönd þar sem magadans er orðinn að hálfgerðri þjóðaríþrótt,“ segir Josy. „Í kjölfarið varð ég vör við aukinn áhuga manna á því sem er að gerast hér í dansinum og var jafnvel talað um að bestu dansararnir kæmu frá Íslandi. Við getum verið virkilega stolt.“
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira