Spánverjinn Fernando Alonso ætlar sér sigur í Spánar kappakstrinum sem fram fer um helgina.
Alonso náði besta tíma allra á æfingum í gær og þótti keyra einstaklega vel. Félagi hans, Lewis Hamilton, keyrði best á morgunæfingunni en Alonso náði mun betri tíma eftir hádegi.
Keppnin um helgina verður sú fyrsta sem Michael Schumacher mætir á síðan hann lagði stýrið á hilluna.