Motorrad, bifhjóladeild BMW, hefur búið til hálskraga fyrir mótorhjólamenn.
Mótorhjólamenn hafa lítið annað til að verja sig en þar til gerða búninga og hjálma og því er kraginn velkomin viðbót í varnarvegginn.
Kraginn er úr trefjaplasti, trefjagleri og kevlar. Hann er klæddur með mjúku efni þannig að hann er bæði léttur og á ekki að valda of miklum óþægindum.
Virkni kragans er einföld. Hann hindrar að höfuðið færist óeðlilega langt til hliðanna eða fram og aftur ef slys á sér stað.