Allir í sleik! 28. apríl 2007 00:01 Maggi Lego Maggi Lego Af hverju gerðistu plötusnúður? Út af ókeypis bjór eða æstum meyjum og/eða sveinum? Það var ekki seldur bjór þegar ég byrjaði að spila og það var ekki út af stelpunum. Ég fór að spila til að fá peninga til að kaupa plötur. Það var lækning við sjúkdóm sem ég hef, sem er að kaupa endalaust af plötum. Á hvaða stöðum spilarðu helst? Sirkus, Barnum og Kaffibarnum. Undarlegasta lagabónin? Ég hlusta ekkert á þær. Uppáhaldslagið í dag? Too cool to dance með John Larner. Finnst þér hvíla mikil ábyrgð á þér sem fyrirmynd unga fólksins? Nei, ég er bara einhver gaur sem kaupir plötur og fær svo að spila þær á skemmtistöðum. Hefurðu íhugað að verða fyrsti plötusnúðurinn til að láta framleiða dúkkur í þinni mynd? Nei, en ég væri til í að sjá gerða mynd af mér úr legókubbum í svona 1,5-faldri stærð. Finnst þér mikilvægt að fólk dansi þegar þú ert að spila? Já, mér finnst það skemmtilegra. Hvað er skrýtnasta partí sem þú hefur spilað í? Afmæli hjá dóttur rússnesks mafíósa í Moskvu. Það var mjög furðulegt partí. Hefurðu fengið einhverja vafasama bón í starfi? Alveg örugglega margar. Jón Atli Af hverju gerðistu plötusnúður? Út af ókeypis bjór eða æstum meyjum og/eða sveinum? Þegar ég byrjaði var það örugglega út af ókeypis bjór. Ég var alltaf á djamminu og hélt að það að vera plötusnúður væri bara að fá borgað fyrir að vera fullur á barnum og fá að ráða tónlistinni. Núna finnst mér þeir sem vinna svoleiðis vera að vanvirða starfið. Það er munur á slummu dj-um og dj-um. Á hvaða stöðum spilarðu helst? Sirkus, Kaffibarnum, B5 stöku sinnum og á Barnum. Undarlegasta lagabónin? Lög með Sálinni. Uppáhaldslagið í dag? Cream með Federico Franchi er uppáhaldsdanslagið mitt í dag. Finnst þér hvíla mikil ábyrgð á þér sem fyrirmynd unga fólksins? Já, mjög mikil og haga mér alltaf samkvæmt því. Hefurðu íhugað að verða fyrsti plötusnúðurinn til að láta framleiða dúkkur í þinni mynd? Nei, en það er mjög góð hugmynd. Að búa til dj lazer-dúkkurnar sem væru alltaf í stuði. Það væri kannski hægt að nota Birgittu- dúkkurnar og setja bara nýjan haus á þær. Finnst þér mikilvægt að fólk dansi þegar þú ert að spila? Já, það skiptir öllu máli, ég spila danstónlist svo fólk geti dansað. Hvað er skrýtnasta partí sem þú hefur spilað í? Ætli það sé ekki fertugsafmæli hjá konunni hans Jóa löggu og líka lokahóf hjá Kennaraháskólanum. Það var ekki að gera sig. Hefurðu fengið einhverja vafasama bón í starfi? Nei, ekki nema bara undarleg lög sem er ekki séns að ég eigi í plötutöskunni. Atli skemmtanalögga Af hverju gerðistu dj? Ókeypis bjór eða æstar meyjar/sveinar? Ætli ástæðan hafi ekki frekar verið andstæðan við ókeypis bjór, til að fjármagna bjórkaup. Á hvaða stöðum spilarðu helst? Ég spila mest á helvíti flottum og skemmtilegum stað sem heitir Yello í Keflavík og hef spilað á nánast hverri einustu knæpu í Reykjavík. Svo hef ég líka verið nokkuð grimmur á skólaböllunum. Undarlegasta lagabónin? Álftagerðisbræður, Jesús hvað það er súrt. Uppáhaldslagið í dag? Nákvæmlega núna er ég að hlusta á X-ið, eitthvert rokklag í gangi þar sem mér finnst mjög gott. Finnst þér hvíla mikil ábyrgð á þér sem fyrirmynd unga fólksins? Síðan hvenær er ég fyrirmynd unga fólksins? Hefurðu íhugað að verða fyrsti plötusnúðurinn til að láta framleiða dúkkur í þinni mynd? Nei vá, ég er orðinn svo agalega sver um mittið, það yrði mjög kjánaleg dúkka. Finnst þér mikilvægt að fólk dansi þegar þú ert að spila? Það fer allt eftir eventinu. Hvað er skrýtnasta partí sem þú hefur spilað í? Eurovision-partí á vegum Hverfisbarsins árið 2003, hluti af því var haldinn um borð í hvalaskoðunarbátnum Eldingu og ég var að dj-ast þar. Sem betur fer spilaði ég með geisladiskum en ekki plötum. Hefurðu fengið einhverja vafasama bón í starfi? Oft og mörgum sinnum, þó ekki neitt siðlaust eða glæpsamlegt. En ætli skondnasta bónin sem ég hef fengið hafi ekki verið þegar ofurölvi eldri maður bað mig um að senda kveðju til sonar síns sem bjó á Bolungarvík. Hann hélt að ég væri að vinna í útvarpinu. Ladycats Af hverju gerðust þið plötusnúðar? Út af ókeypis bjór eða æstum meyjum og/eða sveinum? Aðallega út af æstum sveinum auðvitað! Nei, okkur finnst bara ótrúlega gaman að spila tónlist fyrir aðra og skemmta fólki. Á hvaða stöðum spilið þið helst? Við spilum aðallega á B5 og Barnum, svo höfum við verið að spila í einkasamkvæmum líka. Undarlegasta lagabónin? Það var á MH-balli að stelpa vildi fá Smack My Bitch Up með Prodigy. Hún var ekki að skilja að við værum ekki með það. Uppáhaldslagið í dag? Pop the Glock með Uffie og Need in Me með Gus Gus. Finnst ykkur hvíla mikil ábyrgð á ykkur sem fyrirmynd unga fólksins? Nei, alls ekki. Við spilum inni á skemmtistöðum fyrir fullorðið fólk. Hafið þið íhugað að verða fyrstu plötusnúðarnir til að láta framleiða dúkkur í ykkar mynd? Nei, en kannski við förum að vinna í því núna. Finnst ykkur mikilvægt að fólk dansi þegar þið eruð að spila? Já, mjög mikilvægt. Við nennum ekki að spila fyrir fólk sem situr bara og drekkur. Við viljum að allir dansi. Hvað er skrýtnasta partí sem ið hafið spilað í? Jólaball Versló. Það voru allir í sleik og að missa sig í einhverjum tryllingi. Það var sama hvað við spiluðum, þau dýrkuðu allt. Hafið þið fengið einhverja vafasama bón í starfi? Já, einu sinni þegar við vorum að spila á B5 var okkur lofað að ef við myndum spila eitt ákveðið lag myndum við pottþétt fá að fara með Jude Law í eftirpartí. Okkur fannst það óttalega lítið spennandi.atli skemmtanalöggaLadycats - Ása og Jóna OttesenJón Atli DJ Lazer fréttablaðið/Hörður Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Maggi Lego Af hverju gerðistu plötusnúður? Út af ókeypis bjór eða æstum meyjum og/eða sveinum? Það var ekki seldur bjór þegar ég byrjaði að spila og það var ekki út af stelpunum. Ég fór að spila til að fá peninga til að kaupa plötur. Það var lækning við sjúkdóm sem ég hef, sem er að kaupa endalaust af plötum. Á hvaða stöðum spilarðu helst? Sirkus, Barnum og Kaffibarnum. Undarlegasta lagabónin? Ég hlusta ekkert á þær. Uppáhaldslagið í dag? Too cool to dance með John Larner. Finnst þér hvíla mikil ábyrgð á þér sem fyrirmynd unga fólksins? Nei, ég er bara einhver gaur sem kaupir plötur og fær svo að spila þær á skemmtistöðum. Hefurðu íhugað að verða fyrsti plötusnúðurinn til að láta framleiða dúkkur í þinni mynd? Nei, en ég væri til í að sjá gerða mynd af mér úr legókubbum í svona 1,5-faldri stærð. Finnst þér mikilvægt að fólk dansi þegar þú ert að spila? Já, mér finnst það skemmtilegra. Hvað er skrýtnasta partí sem þú hefur spilað í? Afmæli hjá dóttur rússnesks mafíósa í Moskvu. Það var mjög furðulegt partí. Hefurðu fengið einhverja vafasama bón í starfi? Alveg örugglega margar. Jón Atli Af hverju gerðistu plötusnúður? Út af ókeypis bjór eða æstum meyjum og/eða sveinum? Þegar ég byrjaði var það örugglega út af ókeypis bjór. Ég var alltaf á djamminu og hélt að það að vera plötusnúður væri bara að fá borgað fyrir að vera fullur á barnum og fá að ráða tónlistinni. Núna finnst mér þeir sem vinna svoleiðis vera að vanvirða starfið. Það er munur á slummu dj-um og dj-um. Á hvaða stöðum spilarðu helst? Sirkus, Kaffibarnum, B5 stöku sinnum og á Barnum. Undarlegasta lagabónin? Lög með Sálinni. Uppáhaldslagið í dag? Cream með Federico Franchi er uppáhaldsdanslagið mitt í dag. Finnst þér hvíla mikil ábyrgð á þér sem fyrirmynd unga fólksins? Já, mjög mikil og haga mér alltaf samkvæmt því. Hefurðu íhugað að verða fyrsti plötusnúðurinn til að láta framleiða dúkkur í þinni mynd? Nei, en það er mjög góð hugmynd. Að búa til dj lazer-dúkkurnar sem væru alltaf í stuði. Það væri kannski hægt að nota Birgittu- dúkkurnar og setja bara nýjan haus á þær. Finnst þér mikilvægt að fólk dansi þegar þú ert að spila? Já, það skiptir öllu máli, ég spila danstónlist svo fólk geti dansað. Hvað er skrýtnasta partí sem þú hefur spilað í? Ætli það sé ekki fertugsafmæli hjá konunni hans Jóa löggu og líka lokahóf hjá Kennaraháskólanum. Það var ekki að gera sig. Hefurðu fengið einhverja vafasama bón í starfi? Nei, ekki nema bara undarleg lög sem er ekki séns að ég eigi í plötutöskunni. Atli skemmtanalögga Af hverju gerðistu dj? Ókeypis bjór eða æstar meyjar/sveinar? Ætli ástæðan hafi ekki frekar verið andstæðan við ókeypis bjór, til að fjármagna bjórkaup. Á hvaða stöðum spilarðu helst? Ég spila mest á helvíti flottum og skemmtilegum stað sem heitir Yello í Keflavík og hef spilað á nánast hverri einustu knæpu í Reykjavík. Svo hef ég líka verið nokkuð grimmur á skólaböllunum. Undarlegasta lagabónin? Álftagerðisbræður, Jesús hvað það er súrt. Uppáhaldslagið í dag? Nákvæmlega núna er ég að hlusta á X-ið, eitthvert rokklag í gangi þar sem mér finnst mjög gott. Finnst þér hvíla mikil ábyrgð á þér sem fyrirmynd unga fólksins? Síðan hvenær er ég fyrirmynd unga fólksins? Hefurðu íhugað að verða fyrsti plötusnúðurinn til að láta framleiða dúkkur í þinni mynd? Nei vá, ég er orðinn svo agalega sver um mittið, það yrði mjög kjánaleg dúkka. Finnst þér mikilvægt að fólk dansi þegar þú ert að spila? Það fer allt eftir eventinu. Hvað er skrýtnasta partí sem þú hefur spilað í? Eurovision-partí á vegum Hverfisbarsins árið 2003, hluti af því var haldinn um borð í hvalaskoðunarbátnum Eldingu og ég var að dj-ast þar. Sem betur fer spilaði ég með geisladiskum en ekki plötum. Hefurðu fengið einhverja vafasama bón í starfi? Oft og mörgum sinnum, þó ekki neitt siðlaust eða glæpsamlegt. En ætli skondnasta bónin sem ég hef fengið hafi ekki verið þegar ofurölvi eldri maður bað mig um að senda kveðju til sonar síns sem bjó á Bolungarvík. Hann hélt að ég væri að vinna í útvarpinu. Ladycats Af hverju gerðust þið plötusnúðar? Út af ókeypis bjór eða æstum meyjum og/eða sveinum? Aðallega út af æstum sveinum auðvitað! Nei, okkur finnst bara ótrúlega gaman að spila tónlist fyrir aðra og skemmta fólki. Á hvaða stöðum spilið þið helst? Við spilum aðallega á B5 og Barnum, svo höfum við verið að spila í einkasamkvæmum líka. Undarlegasta lagabónin? Það var á MH-balli að stelpa vildi fá Smack My Bitch Up með Prodigy. Hún var ekki að skilja að við værum ekki með það. Uppáhaldslagið í dag? Pop the Glock með Uffie og Need in Me með Gus Gus. Finnst ykkur hvíla mikil ábyrgð á ykkur sem fyrirmynd unga fólksins? Nei, alls ekki. Við spilum inni á skemmtistöðum fyrir fullorðið fólk. Hafið þið íhugað að verða fyrstu plötusnúðarnir til að láta framleiða dúkkur í ykkar mynd? Nei, en kannski við förum að vinna í því núna. Finnst ykkur mikilvægt að fólk dansi þegar þið eruð að spila? Já, mjög mikilvægt. Við nennum ekki að spila fyrir fólk sem situr bara og drekkur. Við viljum að allir dansi. Hvað er skrýtnasta partí sem ið hafið spilað í? Jólaball Versló. Það voru allir í sleik og að missa sig í einhverjum tryllingi. Það var sama hvað við spiluðum, þau dýrkuðu allt. Hafið þið fengið einhverja vafasama bón í starfi? Já, einu sinni þegar við vorum að spila á B5 var okkur lofað að ef við myndum spila eitt ákveðið lag myndum við pottþétt fá að fara með Jude Law í eftirpartí. Okkur fannst það óttalega lítið spennandi.atli skemmtanalöggaLadycats - Ása og Jóna OttesenJón Atli DJ Lazer fréttablaðið/Hörður
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira