Af skolla, hagvexti og rifum 24. apríl 2007 00:01 Íslendingar hafa löngum reynt að komast hjá því að nefna það sem þeim stendur stuggur af réttu nafni. Góð og gömul dæmi er fjöldi þeirra orða í málinu yfir ref eða tófu. Heilladrýgra þótti að nefna dýrbítana sem gátu valdið búsifjum skolla eða lágfótu. Í dag notum við orðið neikvæður hagvöxtur yfir samdrátt sem einmitt getur valdið svipuðu tjóni í nútímasamfélagi og tófan í gamla bændasamfélaginu. Við skiljum ekki óttann við refinn og eins myndu áar okkar eiga erfitt með að skilja hagkerfið nútímans. Allar kynslóðir eiga það þó sameiginlegt að vilja helst ekki nefna kynfæri kvenna réttu nafni. Fyrir nokkru var reynt að breyta þessu með verkinu Píkusögur. Margir þóttust ekki átta sig á tilgangi leikritsins, hneyksluðust og sögðu svona dónaskap óþarfan. Sama fólk rekur vart minni í verkið Typpatal sem sett var á svið fljótlega á eftir. Seinna heitið er nefnilega ekkert stuðandi. Jæja reynt var að frelsa orðið píka. Sjálf ólst ég ekki upp við að það væri notað fremur en að fjallað væri um fullnægingu og sjálfsfróun kvenna í kynfræðslu. Slíkt var einkamál drengja. Skeið var orðið sem var notað yfir ónefnanlega hluta kvenlíkamans í kennslustundunum. Það var langt liðið á námsefnið þegar áttaði mig á við hvað var átt. Ég hélt að þetta væri breytt. Ferð í barnadeild bókabúðar um helgina sýndi mér að svo er ekki. Í hillu var nýútkomið verk sem á að útskýra fyrir börnum hvernig þau verða til. Við myndina af karlinum stóð: Pabbi er með typpi. Við myndina af mömmunni stóð: Mamma er með rifu. Hverslags vitleysa er þetta? Rifa er orð sem notað er yfir gat á fötum eða glufu til að troða einhverju einhverju inn um, til dæmis bréfalúgu. Hvers vegna köllum við typpi ekki framvegis laf? Það er jú einnig notað í tengslum við saumaskap og getur þýtt skaut. Hvers vegna sagði þýðandinn bara ekki að mamman væri með gat. Í bræði fletti ég upp í samheitaorðabók og kannaði þá valkosti sem þýðandi stóð frammi fyrir. Valmöguleikarnir voru margir en nær allir niðrandi, hinir áttu fremur heima í læknaritum en talmáli. Ég hló samt illyrmislega þegar ég sá að burðarliður er eitt þeirra orða sem notað er yfir ónefnuna. Virðulegir karlmenn tala oft um að eitthvað sé í burðarliðnum. Er neikvæður hagvöxtur í burðarliðnum hjá hæstvirtum ráðherra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun
Íslendingar hafa löngum reynt að komast hjá því að nefna það sem þeim stendur stuggur af réttu nafni. Góð og gömul dæmi er fjöldi þeirra orða í málinu yfir ref eða tófu. Heilladrýgra þótti að nefna dýrbítana sem gátu valdið búsifjum skolla eða lágfótu. Í dag notum við orðið neikvæður hagvöxtur yfir samdrátt sem einmitt getur valdið svipuðu tjóni í nútímasamfélagi og tófan í gamla bændasamfélaginu. Við skiljum ekki óttann við refinn og eins myndu áar okkar eiga erfitt með að skilja hagkerfið nútímans. Allar kynslóðir eiga það þó sameiginlegt að vilja helst ekki nefna kynfæri kvenna réttu nafni. Fyrir nokkru var reynt að breyta þessu með verkinu Píkusögur. Margir þóttust ekki átta sig á tilgangi leikritsins, hneyksluðust og sögðu svona dónaskap óþarfan. Sama fólk rekur vart minni í verkið Typpatal sem sett var á svið fljótlega á eftir. Seinna heitið er nefnilega ekkert stuðandi. Jæja reynt var að frelsa orðið píka. Sjálf ólst ég ekki upp við að það væri notað fremur en að fjallað væri um fullnægingu og sjálfsfróun kvenna í kynfræðslu. Slíkt var einkamál drengja. Skeið var orðið sem var notað yfir ónefnanlega hluta kvenlíkamans í kennslustundunum. Það var langt liðið á námsefnið þegar áttaði mig á við hvað var átt. Ég hélt að þetta væri breytt. Ferð í barnadeild bókabúðar um helgina sýndi mér að svo er ekki. Í hillu var nýútkomið verk sem á að útskýra fyrir börnum hvernig þau verða til. Við myndina af karlinum stóð: Pabbi er með typpi. Við myndina af mömmunni stóð: Mamma er með rifu. Hverslags vitleysa er þetta? Rifa er orð sem notað er yfir gat á fötum eða glufu til að troða einhverju einhverju inn um, til dæmis bréfalúgu. Hvers vegna köllum við typpi ekki framvegis laf? Það er jú einnig notað í tengslum við saumaskap og getur þýtt skaut. Hvers vegna sagði þýðandinn bara ekki að mamman væri með gat. Í bræði fletti ég upp í samheitaorðabók og kannaði þá valkosti sem þýðandi stóð frammi fyrir. Valmöguleikarnir voru margir en nær allir niðrandi, hinir áttu fremur heima í læknaritum en talmáli. Ég hló samt illyrmislega þegar ég sá að burðarliður er eitt þeirra orða sem notað er yfir ónefnuna. Virðulegir karlmenn tala oft um að eitthvað sé í burðarliðnum. Er neikvæður hagvöxtur í burðarliðnum hjá hæstvirtum ráðherra?
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun