Ekki alvöru baunir 20. apríl 2007 00:01 Fræin eru þurrkuð og ristuð svo hægt sé að mala þau og búa til kaffi úr þeim. Kaffibaunir bárust frá norð-austurhluta Afríku út um allan heim. Kaffibaunir eru í rauninni ekki baunir heldur fræin í berjum kaffitrésins en talið er að ástæðan fyrir því að þau eru kölluð kaffibaunir sé að kaffi á arabísku er qahwa og ber bunn. Í hverju beri eru tvö fræ sem eru þurrkuð og ristuð til þess að hægt sé að mala þau og búa til kaffi úr þeim. Kaffitréð eða Coffea arabica er upprunnið í norðaustur hluta Afríku þaðan sem það barst til Arabíu og var fyrsta kaffihús heims opnað í Mekka í kringum 1511. Um 1554 hafði kaffi borist til Istanbúl og var þá opnað kaffihús þar. Evrópubúar komust fyrst í kynni við kaffi í Istanbúl en það barst ekki til Evrópu fyrr en á sautjándu öld og var þá fjöldi kaffihúsa opnaður í hinum ýmsu löndum. Eitt af fyrstu kaffihúsunum í Evrópu var opnað í Oxford í kringum 1650 og var það strax vel sótt. Íslendingar komust tölvert seinna á bragðið en aðrar þjóðir en talið er að kaffi hafi ekki borist hingað fyrr en seint á átjándu öld og var það ekki drukkið að ráði hér á landi fyrr en á nítjándu öld. Til að byrja með vafðist það eitthvað fyrir Íslendingum hvernig best væri að hella upp á kaffi og samkvæmt gamalli uppskrift átti að sjóða það í einhvern tíma með fiskroði til þess að bragðið yrði sem best. Nú eru Íslendingar hins vegar engir eftirbátar annarra þjóða í kaffidrykkju og uppáhellingum og kaffibaunir af öllum gerðum eru fluttar hingað til lands. Fullkomnar kaffivélar eru komnar inn á flest heimili og margir mala baunirnar sjálfir svo að kaffið sé ferskt, en þannig er það náttúrulega langbest. Einu sinni var... Matur Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Kaffibaunir bárust frá norð-austurhluta Afríku út um allan heim. Kaffibaunir eru í rauninni ekki baunir heldur fræin í berjum kaffitrésins en talið er að ástæðan fyrir því að þau eru kölluð kaffibaunir sé að kaffi á arabísku er qahwa og ber bunn. Í hverju beri eru tvö fræ sem eru þurrkuð og ristuð til þess að hægt sé að mala þau og búa til kaffi úr þeim. Kaffitréð eða Coffea arabica er upprunnið í norðaustur hluta Afríku þaðan sem það barst til Arabíu og var fyrsta kaffihús heims opnað í Mekka í kringum 1511. Um 1554 hafði kaffi borist til Istanbúl og var þá opnað kaffihús þar. Evrópubúar komust fyrst í kynni við kaffi í Istanbúl en það barst ekki til Evrópu fyrr en á sautjándu öld og var þá fjöldi kaffihúsa opnaður í hinum ýmsu löndum. Eitt af fyrstu kaffihúsunum í Evrópu var opnað í Oxford í kringum 1650 og var það strax vel sótt. Íslendingar komust tölvert seinna á bragðið en aðrar þjóðir en talið er að kaffi hafi ekki borist hingað fyrr en seint á átjándu öld og var það ekki drukkið að ráði hér á landi fyrr en á nítjándu öld. Til að byrja með vafðist það eitthvað fyrir Íslendingum hvernig best væri að hella upp á kaffi og samkvæmt gamalli uppskrift átti að sjóða það í einhvern tíma með fiskroði til þess að bragðið yrði sem best. Nú eru Íslendingar hins vegar engir eftirbátar annarra þjóða í kaffidrykkju og uppáhellingum og kaffibaunir af öllum gerðum eru fluttar hingað til lands. Fullkomnar kaffivélar eru komnar inn á flest heimili og margir mala baunirnar sjálfir svo að kaffið sé ferskt, en þannig er það náttúrulega langbest.
Einu sinni var... Matur Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira