Oft erfitt að grípa inn í líf fólks 10. febrúar 2007 00:01 Margs konar verkefnum að sinna Þær Gná Guðjónsdóttir, Aldís Hilmarsdóttir og Martha Sandholt eru með erfið mál á sinni könnu innan lögreglunnar, svo sem stór og flókin efnahagsbrot, heimiliserjur og fangaflutninga. Árið 2005 voru starfandi lögreglumenn á landinu rétt tæplega 800, þar af 717 karlmenn á móti 82 konum. Konum hefur þó mikið fjölgað í faginu síðustu árin og þær lögreglukonur sem Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti úr þremur mismunandi deildum lögreglunnar sögðust lítt finna fyrir því að þær ynnu í karlaumhverfi. Þótt þær Aldís Hilmarsdóttir, Gná Guðjónsdóttir og Martha Sandholt starfi allar innan lögreglunnar er starf þeirra og bakgrunnur af afar ólíkum toga. Aldís er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað hjá lögreglunni síðan árið 2003 en árið 2004 var hún skipaður lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild. Gná vinnur á hæðinni fyrir ofan Aldísi við Skúlagötu, er einnig starfandi lögreglufulltrúi og það hjá alþjóðadeild. Áður en hún hóf störf í lögreglunni, árið 1998, kom hún víða við og hefur starfað við hin og þessi störf, rak eigin naglastofu, veitingastað og fleira. Martha Sandholt hefur fremur nýlega hafið störf hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rúmt ár er síðan hún útskrifaðist úr Lögregluskólanum en þar áður kláraði hún stúdentspróf úr Versló. Hvað kom til að þið ákváðuð að ganga í lögregluna? Aldís: Ég var minnt á það um daginn af vinkonu minni að ég hefði rætt það við hana níu ára að ég ætlaði að verða lögreglumaður, en ég hafði reyndar steingleymt þeim samræðum þar til hún minnti mig á þær. Þegar ég var að klára viðskiptafræðina sá ég að mig langaði eiginlega ekki að fara að vinna hjá einkafyrirtæki með það eitt að markmiði að gera hag þess fyrirtækis betri, það var einhver tilfinning þarna um að mig langaði til að gera þjóðfélaginu gagn. Mér fannst lögreglustarfið geta verið rétta leiðin til þess og fór því á heimasíðu Lögregluskólans, skráði mig í inntökupróf og komst inn. Ég hef ríka réttlætiskennd og fannst að það mætti alveg nýtast einhvers staðar. Gná: Ég var líka stödd á eins konar tímamótum en ég var orðin 34 ára gömul þegar ég sótti um inngöngu í Lögregluskólann. Mig langaði mikið að setjast á skólabekk eftir að hafa unnið í viðskiptalífinu, sem dagmamma og í ýmsum rekstri í fjöldamörg ár ásamt því að ala upp fjögur börn, en það yngsta var sjö ára þegar ég hóf nám í skólanum. Svo vildi til að mikil umfjöllun var um lögregluna á þessum tíma í fjölmiðlum og það vakti áhuga minn, mér fannst þetta geta orðið spennandi reynsla. Martha: Mín fyrstu kynni af starfi lögreglunnar voru í desember 2003 en þá lenti ég í smá umferðaróhappi. Eftir það fór ég að fylgjast með starfi hennar, las lögreglufréttir af áhuga og fannst þetta hljóma mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf. Ég sótti svo að endingu um að komast inn í skólann árið 2004 og sé ekki eftir því.Flókin og tímafrek verkefniFlestir byrja starf sitt í almennri deild lögreglunnar, en það er sú deild sem er sýnileg á götum úti, og halda áfram að starfa þar eða færa sig yfir í einhverja aðra deild. Þannig er Martha búin að vera í ár í almennri deild og segist gjarnan vilja starfa þar áfram og Gná og Aldís byrjuðu þar sömuleiðis. Götulögreglan sinnir öllum almennum útköllum, allt frá upplýsingagjöf, umferðarslysum og upp í innbrot, og er yfirleitt fyrst á vettvang. Efnahagsbrotadeild sinnir alvarlegum fjármunabrotum sem framin eru í annars löglegri starfsemi. Sem dæmi um brot má nefna fjársvik, fjárdrátt, peningaþvætti og fleira. Eins og alþjóð veit hefur mikið af verkefnum legið fyrir hjá efnahagsbrotadeild undanfarin ár og var Aldísi boðið starf í deildinni árið 2004. Alþjóðadeildin hefur öll mál á sinni könnu er varða samskipti lögreglunnar við útlönd. Þar er Interpol og Europol líka staðsett en segja má að alþjóðadeildin sé eins konar pósthólf þar sem öll erindi sem berast eru flokkuð og skoðuð og ákveðið hvort aðhafast þurfi eitthvað í málinu. Er eitthvað til sem heitir dæmigerður dagur í starfinu? Martha: Nei, það er ekki hægt að segja það. Þarna fær maður smjörþefinn af öllu því sem lögreglan kemur nálægt og oftar en ekki þarf maður að taka U-beygju á Hringbraut og ganga í óvænt verkefni. Einn daginn ertu kannski að hjálpa álftum yfir Hringbraut og þann næsta að koma að alvarlegu slysi. Þessa dagana er ég ásamt annarri lögreglukonu í sex mánaða tilraunaverkefni. Við erum saman á bíl í einu hverfi Reykjavíkur og markmiðið er að læra inn á hverfið, á hverju þarf að taka og tryggja markvissari löggæslu. Aldís: Oftast er maður með 1-3 mál á sinni könnu, eftir því hvað þau eru stór, og dagurinn fer í það að vinna upp úr gögnum, leita til banka og fyrirtækja um allan bæ, setja gögnin upp og tala við fólkið og fá skýringar frá því sem þarf svo að skoða miðað við gögnin. Hingað koma stóru málin úr viðskiptalífinu, mál sem eru erfið og flókin. Meirihluta þeirra er kannski verið að rannsaka í fyrsta skipti á Íslandi og engin forskrift til um hvernig rannsóknin skuli fara fram. Þegar stór mál koma upp úti á landi höfum við líka verið í að aðstoða við rannsókn þeirra og þegar Neskaupstaðarmálið kom upp vorum við með það mál nær alfarið á okkar könnu ásamt Tæknideildinni. Þegar mál koma upp þar sem brotin eru enn yfirstandandi fer öll deildin í það þar sem nauðsynlegt er að vinna hratt. Manneskjan er eftir atvikum handtekin, krafist gæsluvarðhalds og gerð húsleit og þá auðvitað er nauðsynlegt að viðkomandi þurfi ekki að vera of lengi í varðhaldi. Eftir að gerð hefur verið húsleit og nauðsynlegum gögnum hefur verið safnað er viðkomandi sleppt og við tekur rannsókn sem getur tekið frá einum mánuði til nokkurra ára. Gná: Við sinnum ótrúlega fjölbreyttum verkefnum. Sem dæmi um hvers kyns verkefnin eru sem við sinnum í deildinni má nefna að ef Íslendingur er handtekinn í London hefur breska lögreglan samband við Interpol í Reykjavík og í framhaldinu athugum við feril mannsins, sakavottorð og annað er lýtur að þeim handtekna og sendum út. Seinna meir er þessi maður kannski dæmdur í fangelsi og ef hann vill sitja af sér dóminn hérlendis þarf að framselja hann til Íslands. Þá er það gert með aðstoð okkar og við lögreglumennirnir í alþjóðadeildinni förum út og sækjum hann og fylgjum heim. Það eru því lögreglumenn hjá alþjóðadeildinni sem sjá um að flytja framselda Íslendinga heim, sem og að senda til síns heima útlendinga sem vísað hefur verið úr landi á grundvelli útlendinga- eða refsilaga. Það er mikilvægt að passa upp á hvert einasta atriði þegar kemur að slíkum flutningum, öll tilskilin leyfi þurfa að vera fyrir hendi og í öllum flutningum þarf að finna flugfélög sem samþykkja það að fljúga með okkur. Ætli ferðirnir séu ekki um 10-12 á ári og nú er ég einmitt að undirbúa eina slíka sem farin verður í næstu viku. Það liggur beinast við að ætla að starf lögreglumanns samræmist ekki fjölskyldulífi þegar svo títt er um ferðalög og vaktavinna í flestum deildum. Hvernig gengur að búa þannig um hnútana að heimilislífið gjaldi þessa ekki? Gná: Það er nauðsynlegt að hafa gott net í kringum sig því það er oft þannig að maður er einfaldlega fastur í vinnunni og kemst hvergi. Reyndar á ég í dag bara stálpaða krakka og svo frábæran eiginmann sem gengur í öll húsverk þannig að ég nýt góðs af því. Martha: Unnusti minn er einnig í lögreglunni og við vinnum bæði vaktavinnu og erum sem betur fer á sömu vöktum. Við erum ekki með börn en ég get ímyndað mér að það sé smá púsluspil að samræma fjölskyldulíf og vinnu þegar bæði ganga vaktir. Aldís: Við í efnahagsbrotadeildinni erum ekki á vöktum þannig að yfirleitt erum við í vinnunni frá kl. 9-5. Það er helst þegar stóru málin eru að hefjast að við erum hér fram á kvöld en það er sjaldgæfara, svo að starfið hentar fjölskyldulífi vel. Það eru aðrir þættir sem eru erfiðari við starfið en vinnutíminn. Hvaða atriði eru það þá sem ykkur finnst erfið við starfið? Aldís: Mannlegi þátturinn er stór hluti af starfinu og það er alltaf erfitt að tala við fólk sem hefur misstigið sig og er fullt iðrunar. Að sama skapi er það samt jákvætt því þá veit maður að þetta fólk er búið að iðrast og maður vonar bara að það bæti ráð sitt og geri sjálfu sér ekki meiri skaða. Í raun er ekkert mál eins því það er alltaf eitthvað fólk þarna á bak við sem maður þarf að hugsa um og þótt maður sé að vinna í þurrum skjölum má ekki gleyma fólkinu sem á þessi gögn og bjó þau til. Það er líka okkar að reyna að komast að því hvort fólk sé saklaust, það vonar enginn að fólk sé sekt. Mér finnst líka alltaf erfitt að hlusta á ósanngjarna umfjöllun um störf lögreglunnar í fjölmiðlum og þá á ég við þegar maður veit betur, að staðhæfingar eru ekki á rökum reistar, og það virðist vera meira um það upp á síðastið. Lögreglumenn mega yfirleitt ekki tjá sig um einstök mál og eiga því erfitt með að verja sig. Martha: Það eru mörg mjög erfið verkefni sem við í almennu deildinni þurfum að taka á. Erfiðast er að koma að alvarlegum slysum og að grípa inn í heimilisofbeldi, sérstaklega þar sem börn eiga í hlut. Oft er líka óþægilegt en jafnframt spennandi að vita aldrei hvernig dagurinn verður. Þú mætir bara vaktina og verður að vera til í allt. Gná: Ég er hætt í almennu deildinni þannig að ég er ekki lengur í því að grípa inn í líf fólks á þennan hátt, nema hvað varðar brottvísanir úr landi. Það eru margir, oftast flóttafólk, sem vilja alls ekki fara úr landi. Lögreglumenn þurfa að hafa ákveðna brynju því það er margt sem við sjáum sem aðrir sjá ekki og verðum við að geta sorterað og ákveðið að taka ekki vinnuna með okkur heim. Þetta hefur ekkert að gera með það hvort manneskjan er köld, hlý, vond eða góð – þeir sem geta ekki aðskilið vinnuna og heimilislífið þrífast einfaldlega illa í þessu starfi. Haldið þið að það sé munur á því að vera kona eða karl í lögreglunni? Martha: Mér hefur aldrei fundist það skipta máli og hef aldrei fundið fyrir því að ég sé kona í lögreglunni en ekki karl. Það er kannski helst að maður geti ímyndað sér að þegar upp koma mál eins og heimilisofbeldi að konum þyki stundum þægilegra að tala við okkur en það er allur gangur á því. Ég hef tekið eftir því að þegar við erum tvær saman á bíl er fólk stundum hissa en ánægt að sjá tvær konur á bíl. Búningurinn mætti aftur á móti vera sniðinn betur að þörfum kvenna en það eru nýir búningar væntanlegir í sumar sem ég hlakka mikið til að fá og vonandi eru þeir líka hlýrri. Gná: Já, ég hlakka líka til þess og þá sérstaklega að losna við bindið. En hvað varðar þetta með karl og konu þá langar mig svolítið til að taka það einfaldlega út úr hugsunarhættinum. Nú ruddi maður ekki brautina en í dag er þetta mjög þægilegt umhverfi fyrir konu að starfa í. Auðvitað koma upp aðstæður þar sem reynsluheimur kvenna nýtist umfram reynsluheim karla en það getur líka verið öfugt; þar sem karlmenn hafa ákveðinn reynsluheim að baki sem við höfum ekki. Borgarinn hugsar stundum að stöðva þurfi ofbeldi með valdi og finnst að karlmaður eigi að mæta á staðinn þegar slík mál koma upp en samningatæknin er alltaf fyrsta vopn lögreglunnar og það er undantekning að það virki ekki, og á það jafnt við um karlmenn og konur. Aldís: Ég hef aldrei fundið fyrir því í starfi mínu hjá lögreglunni að það sé betra eða verra að vera kona. Maður gefur sig ekkert í þau verk sem maður treystir sér ekki í og það fer bara eftir líkamsburði, ekki kyni. Viðskiptavinir okkar eru líka af báðum kynjum og því nauðsynlegt að slíkt hið sama sé til staðar hjá lögreglunni. Kona gerir ekki líkamsleit á karlmanni og öfugt. n Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Árið 2005 voru starfandi lögreglumenn á landinu rétt tæplega 800, þar af 717 karlmenn á móti 82 konum. Konum hefur þó mikið fjölgað í faginu síðustu árin og þær lögreglukonur sem Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti úr þremur mismunandi deildum lögreglunnar sögðust lítt finna fyrir því að þær ynnu í karlaumhverfi. Þótt þær Aldís Hilmarsdóttir, Gná Guðjónsdóttir og Martha Sandholt starfi allar innan lögreglunnar er starf þeirra og bakgrunnur af afar ólíkum toga. Aldís er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað hjá lögreglunni síðan árið 2003 en árið 2004 var hún skipaður lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild. Gná vinnur á hæðinni fyrir ofan Aldísi við Skúlagötu, er einnig starfandi lögreglufulltrúi og það hjá alþjóðadeild. Áður en hún hóf störf í lögreglunni, árið 1998, kom hún víða við og hefur starfað við hin og þessi störf, rak eigin naglastofu, veitingastað og fleira. Martha Sandholt hefur fremur nýlega hafið störf hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rúmt ár er síðan hún útskrifaðist úr Lögregluskólanum en þar áður kláraði hún stúdentspróf úr Versló. Hvað kom til að þið ákváðuð að ganga í lögregluna? Aldís: Ég var minnt á það um daginn af vinkonu minni að ég hefði rætt það við hana níu ára að ég ætlaði að verða lögreglumaður, en ég hafði reyndar steingleymt þeim samræðum þar til hún minnti mig á þær. Þegar ég var að klára viðskiptafræðina sá ég að mig langaði eiginlega ekki að fara að vinna hjá einkafyrirtæki með það eitt að markmiði að gera hag þess fyrirtækis betri, það var einhver tilfinning þarna um að mig langaði til að gera þjóðfélaginu gagn. Mér fannst lögreglustarfið geta verið rétta leiðin til þess og fór því á heimasíðu Lögregluskólans, skráði mig í inntökupróf og komst inn. Ég hef ríka réttlætiskennd og fannst að það mætti alveg nýtast einhvers staðar. Gná: Ég var líka stödd á eins konar tímamótum en ég var orðin 34 ára gömul þegar ég sótti um inngöngu í Lögregluskólann. Mig langaði mikið að setjast á skólabekk eftir að hafa unnið í viðskiptalífinu, sem dagmamma og í ýmsum rekstri í fjöldamörg ár ásamt því að ala upp fjögur börn, en það yngsta var sjö ára þegar ég hóf nám í skólanum. Svo vildi til að mikil umfjöllun var um lögregluna á þessum tíma í fjölmiðlum og það vakti áhuga minn, mér fannst þetta geta orðið spennandi reynsla. Martha: Mín fyrstu kynni af starfi lögreglunnar voru í desember 2003 en þá lenti ég í smá umferðaróhappi. Eftir það fór ég að fylgjast með starfi hennar, las lögreglufréttir af áhuga og fannst þetta hljóma mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf. Ég sótti svo að endingu um að komast inn í skólann árið 2004 og sé ekki eftir því.Flókin og tímafrek verkefniFlestir byrja starf sitt í almennri deild lögreglunnar, en það er sú deild sem er sýnileg á götum úti, og halda áfram að starfa þar eða færa sig yfir í einhverja aðra deild. Þannig er Martha búin að vera í ár í almennri deild og segist gjarnan vilja starfa þar áfram og Gná og Aldís byrjuðu þar sömuleiðis. Götulögreglan sinnir öllum almennum útköllum, allt frá upplýsingagjöf, umferðarslysum og upp í innbrot, og er yfirleitt fyrst á vettvang. Efnahagsbrotadeild sinnir alvarlegum fjármunabrotum sem framin eru í annars löglegri starfsemi. Sem dæmi um brot má nefna fjársvik, fjárdrátt, peningaþvætti og fleira. Eins og alþjóð veit hefur mikið af verkefnum legið fyrir hjá efnahagsbrotadeild undanfarin ár og var Aldísi boðið starf í deildinni árið 2004. Alþjóðadeildin hefur öll mál á sinni könnu er varða samskipti lögreglunnar við útlönd. Þar er Interpol og Europol líka staðsett en segja má að alþjóðadeildin sé eins konar pósthólf þar sem öll erindi sem berast eru flokkuð og skoðuð og ákveðið hvort aðhafast þurfi eitthvað í málinu. Er eitthvað til sem heitir dæmigerður dagur í starfinu? Martha: Nei, það er ekki hægt að segja það. Þarna fær maður smjörþefinn af öllu því sem lögreglan kemur nálægt og oftar en ekki þarf maður að taka U-beygju á Hringbraut og ganga í óvænt verkefni. Einn daginn ertu kannski að hjálpa álftum yfir Hringbraut og þann næsta að koma að alvarlegu slysi. Þessa dagana er ég ásamt annarri lögreglukonu í sex mánaða tilraunaverkefni. Við erum saman á bíl í einu hverfi Reykjavíkur og markmiðið er að læra inn á hverfið, á hverju þarf að taka og tryggja markvissari löggæslu. Aldís: Oftast er maður með 1-3 mál á sinni könnu, eftir því hvað þau eru stór, og dagurinn fer í það að vinna upp úr gögnum, leita til banka og fyrirtækja um allan bæ, setja gögnin upp og tala við fólkið og fá skýringar frá því sem þarf svo að skoða miðað við gögnin. Hingað koma stóru málin úr viðskiptalífinu, mál sem eru erfið og flókin. Meirihluta þeirra er kannski verið að rannsaka í fyrsta skipti á Íslandi og engin forskrift til um hvernig rannsóknin skuli fara fram. Þegar stór mál koma upp úti á landi höfum við líka verið í að aðstoða við rannsókn þeirra og þegar Neskaupstaðarmálið kom upp vorum við með það mál nær alfarið á okkar könnu ásamt Tæknideildinni. Þegar mál koma upp þar sem brotin eru enn yfirstandandi fer öll deildin í það þar sem nauðsynlegt er að vinna hratt. Manneskjan er eftir atvikum handtekin, krafist gæsluvarðhalds og gerð húsleit og þá auðvitað er nauðsynlegt að viðkomandi þurfi ekki að vera of lengi í varðhaldi. Eftir að gerð hefur verið húsleit og nauðsynlegum gögnum hefur verið safnað er viðkomandi sleppt og við tekur rannsókn sem getur tekið frá einum mánuði til nokkurra ára. Gná: Við sinnum ótrúlega fjölbreyttum verkefnum. Sem dæmi um hvers kyns verkefnin eru sem við sinnum í deildinni má nefna að ef Íslendingur er handtekinn í London hefur breska lögreglan samband við Interpol í Reykjavík og í framhaldinu athugum við feril mannsins, sakavottorð og annað er lýtur að þeim handtekna og sendum út. Seinna meir er þessi maður kannski dæmdur í fangelsi og ef hann vill sitja af sér dóminn hérlendis þarf að framselja hann til Íslands. Þá er það gert með aðstoð okkar og við lögreglumennirnir í alþjóðadeildinni förum út og sækjum hann og fylgjum heim. Það eru því lögreglumenn hjá alþjóðadeildinni sem sjá um að flytja framselda Íslendinga heim, sem og að senda til síns heima útlendinga sem vísað hefur verið úr landi á grundvelli útlendinga- eða refsilaga. Það er mikilvægt að passa upp á hvert einasta atriði þegar kemur að slíkum flutningum, öll tilskilin leyfi þurfa að vera fyrir hendi og í öllum flutningum þarf að finna flugfélög sem samþykkja það að fljúga með okkur. Ætli ferðirnir séu ekki um 10-12 á ári og nú er ég einmitt að undirbúa eina slíka sem farin verður í næstu viku. Það liggur beinast við að ætla að starf lögreglumanns samræmist ekki fjölskyldulífi þegar svo títt er um ferðalög og vaktavinna í flestum deildum. Hvernig gengur að búa þannig um hnútana að heimilislífið gjaldi þessa ekki? Gná: Það er nauðsynlegt að hafa gott net í kringum sig því það er oft þannig að maður er einfaldlega fastur í vinnunni og kemst hvergi. Reyndar á ég í dag bara stálpaða krakka og svo frábæran eiginmann sem gengur í öll húsverk þannig að ég nýt góðs af því. Martha: Unnusti minn er einnig í lögreglunni og við vinnum bæði vaktavinnu og erum sem betur fer á sömu vöktum. Við erum ekki með börn en ég get ímyndað mér að það sé smá púsluspil að samræma fjölskyldulíf og vinnu þegar bæði ganga vaktir. Aldís: Við í efnahagsbrotadeildinni erum ekki á vöktum þannig að yfirleitt erum við í vinnunni frá kl. 9-5. Það er helst þegar stóru málin eru að hefjast að við erum hér fram á kvöld en það er sjaldgæfara, svo að starfið hentar fjölskyldulífi vel. Það eru aðrir þættir sem eru erfiðari við starfið en vinnutíminn. Hvaða atriði eru það þá sem ykkur finnst erfið við starfið? Aldís: Mannlegi þátturinn er stór hluti af starfinu og það er alltaf erfitt að tala við fólk sem hefur misstigið sig og er fullt iðrunar. Að sama skapi er það samt jákvætt því þá veit maður að þetta fólk er búið að iðrast og maður vonar bara að það bæti ráð sitt og geri sjálfu sér ekki meiri skaða. Í raun er ekkert mál eins því það er alltaf eitthvað fólk þarna á bak við sem maður þarf að hugsa um og þótt maður sé að vinna í þurrum skjölum má ekki gleyma fólkinu sem á þessi gögn og bjó þau til. Það er líka okkar að reyna að komast að því hvort fólk sé saklaust, það vonar enginn að fólk sé sekt. Mér finnst líka alltaf erfitt að hlusta á ósanngjarna umfjöllun um störf lögreglunnar í fjölmiðlum og þá á ég við þegar maður veit betur, að staðhæfingar eru ekki á rökum reistar, og það virðist vera meira um það upp á síðastið. Lögreglumenn mega yfirleitt ekki tjá sig um einstök mál og eiga því erfitt með að verja sig. Martha: Það eru mörg mjög erfið verkefni sem við í almennu deildinni þurfum að taka á. Erfiðast er að koma að alvarlegum slysum og að grípa inn í heimilisofbeldi, sérstaklega þar sem börn eiga í hlut. Oft er líka óþægilegt en jafnframt spennandi að vita aldrei hvernig dagurinn verður. Þú mætir bara vaktina og verður að vera til í allt. Gná: Ég er hætt í almennu deildinni þannig að ég er ekki lengur í því að grípa inn í líf fólks á þennan hátt, nema hvað varðar brottvísanir úr landi. Það eru margir, oftast flóttafólk, sem vilja alls ekki fara úr landi. Lögreglumenn þurfa að hafa ákveðna brynju því það er margt sem við sjáum sem aðrir sjá ekki og verðum við að geta sorterað og ákveðið að taka ekki vinnuna með okkur heim. Þetta hefur ekkert að gera með það hvort manneskjan er köld, hlý, vond eða góð – þeir sem geta ekki aðskilið vinnuna og heimilislífið þrífast einfaldlega illa í þessu starfi. Haldið þið að það sé munur á því að vera kona eða karl í lögreglunni? Martha: Mér hefur aldrei fundist það skipta máli og hef aldrei fundið fyrir því að ég sé kona í lögreglunni en ekki karl. Það er kannski helst að maður geti ímyndað sér að þegar upp koma mál eins og heimilisofbeldi að konum þyki stundum þægilegra að tala við okkur en það er allur gangur á því. Ég hef tekið eftir því að þegar við erum tvær saman á bíl er fólk stundum hissa en ánægt að sjá tvær konur á bíl. Búningurinn mætti aftur á móti vera sniðinn betur að þörfum kvenna en það eru nýir búningar væntanlegir í sumar sem ég hlakka mikið til að fá og vonandi eru þeir líka hlýrri. Gná: Já, ég hlakka líka til þess og þá sérstaklega að losna við bindið. En hvað varðar þetta með karl og konu þá langar mig svolítið til að taka það einfaldlega út úr hugsunarhættinum. Nú ruddi maður ekki brautina en í dag er þetta mjög þægilegt umhverfi fyrir konu að starfa í. Auðvitað koma upp aðstæður þar sem reynsluheimur kvenna nýtist umfram reynsluheim karla en það getur líka verið öfugt; þar sem karlmenn hafa ákveðinn reynsluheim að baki sem við höfum ekki. Borgarinn hugsar stundum að stöðva þurfi ofbeldi með valdi og finnst að karlmaður eigi að mæta á staðinn þegar slík mál koma upp en samningatæknin er alltaf fyrsta vopn lögreglunnar og það er undantekning að það virki ekki, og á það jafnt við um karlmenn og konur. Aldís: Ég hef aldrei fundið fyrir því í starfi mínu hjá lögreglunni að það sé betra eða verra að vera kona. Maður gefur sig ekkert í þau verk sem maður treystir sér ekki í og það fer bara eftir líkamsburði, ekki kyni. Viðskiptavinir okkar eru líka af báðum kynjum og því nauðsynlegt að slíkt hið sama sé til staðar hjá lögreglunni. Kona gerir ekki líkamsleit á karlmanni og öfugt. n
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira