Ónefndur bifvélaverki úr herbúðum McLaren segir að Spánverjinn Fernando Alonso hafi litið mjög vel út á sinni fyrstu æfingu á nýjum bíl. Hinn tvöfaldi heimsmeistari yfirgaf herbúðir Renault í sumar og mun keppa fyrir McLaren á næsta tímabili.
"Hann leit mjög vel út og var hraður á bílnum - gríðarlega hraður," sagði bifvélavirkinn í samtali við spænska blaðið Diario. "Hann gerði engin mistök í þetta fyrsta skipti sem hann keyrði bílnum og þessi frammistaða fór fram úr okkar væntingum."