Látið börnin í friði! 17. desember 2006 22:53 Ég hef verið að reyna að skýra út fyrir Kára hvernig lífið hérna var fyrir svona hundrað árum, þegar langaafi hans var að alast upp í torfbæ þar sem fæddust ellefu systkini. Þessi bær er löngu horfinn, maður sér móta fyrir þústum á bökkum Norðurár - svona er um ótal bæi allt í kringum landið, þaðan sem við erum ættuð fjölmörg. Þeir komu af jörðu og hurfu aftur til jarðarinnar. Maður fattar þetta eiginlega ekki sjálfur, kuldann, bleytuna, myrkrið. Á vetrum voru sama og engin ljós, bara einhverjar týrur, það var varla hægt að sjá á milli bæja - svo bara nóttin sem hvolfdist yfir. Alls staðar myrkur. Það var ekkert rennandi vatn - heitt vatn var algjör munaður. Vatnsburðurinn sleit konum út fyrir aldur fram. Það var lítinn hita að hafa, kannski aðallega frá skepnunum, annars var bara að hjúfra sig upp að jörðinni. Hugsið ykkur rigninguna, snjóinn, norðanáttina við svona aðstæður. Stór hluti Íslendinga - og þar á meðal kotfólkið, áar mínir - bjuggu nánast í holum í jörðinni og höfðu gert í þúsund ár. Það var engin afþreying nema einhver kveðskaparbrot, engar myndir, sama og engin tónlist. Fyrir nútímamann hefði þögnin verið ærandi. Þetta var eitthvert snauðasta fólk í Evrópu - það er merkilegt að það skyldi hafa lifað af. --- --- --- Jólasveinarnir eru ágætis heimild um þessa tíma. Í raun eru þetta brjóstumkennanlegir náungar. Þeir eru aðallega í því að reyna að hnupla sér matarleifum sem falla til á bæjunum. Ketkrókur er svo djarfur að stela heilu hangilæri, Bjúgnakrækir kannski heilu bjúga, en hinir eru miklu lítilþægari. Allir eru þeir sársvangir. Þeir eru það sem heitir á nútímamáli lúserar. Pottaskefill, Askasleikir, Þvörusleikir, Stúfur og Stekkjarstaur sæta færis ná afgöngum sem þeir geta látið ofan í sig, nema einn baksar við að reyna að sjúga ærnar. Þeir eru ekki stórir bitarnir hrjóta af borði bændasamfélagsins. Skófir, leifar í aski, brunnar agnir á pönnu. Kertasníkir stelur ljóstýrunum af börnunum. Svo kemur jólakötturinn og hremmir þau sem eru svo fátæk að þau fá enga flík á jólunum. --- --- --- Það er skrítið að hugsa til þess að nú er vandamálið næstum þveröfugt. Það er verið að slökkva ljósin til að sjá upp í himininn vegna þess að það er of bjart. Það er sífellt verið að mótmæla virkjunum sem framleiða birtu og yl. Kóklestin keyrir um bæinn með ærandi hávaða svo fólk hrökklast burt í ofboði. Aðalvandamál sumra á jólunum er hvað á að gefa þeim sem vantar ekki neitt. Auðvitað er klisjulegt að bera þetta saman við það sem var í gamla daga - en á jólum maður tekur sénsinn á því að hljóma eins og pokaprestur. Ég ætla samt aðallega að tala um börnin. Maður getur ekki farið með barn út í búð án þess að alls staðar sé búið að leggja fyrir það gildrur. Þetta er engin tilviljun, heldur hörð markaðssetning, hönnuð af þar til menntuðu fólki. Þegar er búið að selja fullorðna fólkinu allt sem hægt er að selja því er farið að hamast í börnunum. Þetta er náttúrlega hreint siðleysi. Sá sem léti svona við börn á einhverjum öðrum vettvangi yrði sjálfsagt lokaður inni. Tilgangurinn er að æra börnin, láta þau ekki finna neinn frið í sínum beinum, í von - og vissu - um að foreldrarnir láti undan. Nógu margir gera það til að þetta borgi sig margfaldlega. Það er sagt að í Bandaríkjunum sjái meðalbarn meira en tuttugu til fjörutíu þúsund auglýsingar á ári. Börnum er drekkt í þeim skilaboðum að hamingjan felist í endalausri efnishyggjunni. Gegn þessu mega foreldrar og skólinn sín yfirleitt lítið. Neyslusamfélagið er sú menning sem við lifum og hrærumst í núna, hún treðst inn um allar gáttir, og hún er einfaldlega sterkari en þeir sem eru að reyna að ala upp börnin. Kannski er verst að þetta þykir gott og gilt. Við látum þetta yfir okkur ganga. En þetta er rangt. Börnum líður nefnilega best í heimi sem er frekar einfaldur, laus við áreiti og óþarfa drasl. Leikföng barna þurfa ekki að vera flókin eða merkileg. Því segi ég - látum börnin í friði. Byrjum á að taka auglýsingar sem beinast að þeim út úr sjónvarpinu, hættum að hlaða upp sælgæti og öðru sem glepur í andlitshæð þeirra í verslunum - förum að bera smá virðingu fyrir börnunum sem einstaklingum en ekki sem upprennandi ofurneytendum. --- --- --- Myndin er úr hinni stórkostlegu jólasveinaseríu Brians Pilkingtons sem hefur auðgað líf íslenskra barna - og foreldra. Ég mæli sérstaklega með myndskreyttri bók hans við jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ég hef verið að reyna að skýra út fyrir Kára hvernig lífið hérna var fyrir svona hundrað árum, þegar langaafi hans var að alast upp í torfbæ þar sem fæddust ellefu systkini. Þessi bær er löngu horfinn, maður sér móta fyrir þústum á bökkum Norðurár - svona er um ótal bæi allt í kringum landið, þaðan sem við erum ættuð fjölmörg. Þeir komu af jörðu og hurfu aftur til jarðarinnar. Maður fattar þetta eiginlega ekki sjálfur, kuldann, bleytuna, myrkrið. Á vetrum voru sama og engin ljós, bara einhverjar týrur, það var varla hægt að sjá á milli bæja - svo bara nóttin sem hvolfdist yfir. Alls staðar myrkur. Það var ekkert rennandi vatn - heitt vatn var algjör munaður. Vatnsburðurinn sleit konum út fyrir aldur fram. Það var lítinn hita að hafa, kannski aðallega frá skepnunum, annars var bara að hjúfra sig upp að jörðinni. Hugsið ykkur rigninguna, snjóinn, norðanáttina við svona aðstæður. Stór hluti Íslendinga - og þar á meðal kotfólkið, áar mínir - bjuggu nánast í holum í jörðinni og höfðu gert í þúsund ár. Það var engin afþreying nema einhver kveðskaparbrot, engar myndir, sama og engin tónlist. Fyrir nútímamann hefði þögnin verið ærandi. Þetta var eitthvert snauðasta fólk í Evrópu - það er merkilegt að það skyldi hafa lifað af. --- --- --- Jólasveinarnir eru ágætis heimild um þessa tíma. Í raun eru þetta brjóstumkennanlegir náungar. Þeir eru aðallega í því að reyna að hnupla sér matarleifum sem falla til á bæjunum. Ketkrókur er svo djarfur að stela heilu hangilæri, Bjúgnakrækir kannski heilu bjúga, en hinir eru miklu lítilþægari. Allir eru þeir sársvangir. Þeir eru það sem heitir á nútímamáli lúserar. Pottaskefill, Askasleikir, Þvörusleikir, Stúfur og Stekkjarstaur sæta færis ná afgöngum sem þeir geta látið ofan í sig, nema einn baksar við að reyna að sjúga ærnar. Þeir eru ekki stórir bitarnir hrjóta af borði bændasamfélagsins. Skófir, leifar í aski, brunnar agnir á pönnu. Kertasníkir stelur ljóstýrunum af börnunum. Svo kemur jólakötturinn og hremmir þau sem eru svo fátæk að þau fá enga flík á jólunum. --- --- --- Það er skrítið að hugsa til þess að nú er vandamálið næstum þveröfugt. Það er verið að slökkva ljósin til að sjá upp í himininn vegna þess að það er of bjart. Það er sífellt verið að mótmæla virkjunum sem framleiða birtu og yl. Kóklestin keyrir um bæinn með ærandi hávaða svo fólk hrökklast burt í ofboði. Aðalvandamál sumra á jólunum er hvað á að gefa þeim sem vantar ekki neitt. Auðvitað er klisjulegt að bera þetta saman við það sem var í gamla daga - en á jólum maður tekur sénsinn á því að hljóma eins og pokaprestur. Ég ætla samt aðallega að tala um börnin. Maður getur ekki farið með barn út í búð án þess að alls staðar sé búið að leggja fyrir það gildrur. Þetta er engin tilviljun, heldur hörð markaðssetning, hönnuð af þar til menntuðu fólki. Þegar er búið að selja fullorðna fólkinu allt sem hægt er að selja því er farið að hamast í börnunum. Þetta er náttúrlega hreint siðleysi. Sá sem léti svona við börn á einhverjum öðrum vettvangi yrði sjálfsagt lokaður inni. Tilgangurinn er að æra börnin, láta þau ekki finna neinn frið í sínum beinum, í von - og vissu - um að foreldrarnir láti undan. Nógu margir gera það til að þetta borgi sig margfaldlega. Það er sagt að í Bandaríkjunum sjái meðalbarn meira en tuttugu til fjörutíu þúsund auglýsingar á ári. Börnum er drekkt í þeim skilaboðum að hamingjan felist í endalausri efnishyggjunni. Gegn þessu mega foreldrar og skólinn sín yfirleitt lítið. Neyslusamfélagið er sú menning sem við lifum og hrærumst í núna, hún treðst inn um allar gáttir, og hún er einfaldlega sterkari en þeir sem eru að reyna að ala upp börnin. Kannski er verst að þetta þykir gott og gilt. Við látum þetta yfir okkur ganga. En þetta er rangt. Börnum líður nefnilega best í heimi sem er frekar einfaldur, laus við áreiti og óþarfa drasl. Leikföng barna þurfa ekki að vera flókin eða merkileg. Því segi ég - látum börnin í friði. Byrjum á að taka auglýsingar sem beinast að þeim út úr sjónvarpinu, hættum að hlaða upp sælgæti og öðru sem glepur í andlitshæð þeirra í verslunum - förum að bera smá virðingu fyrir börnunum sem einstaklingum en ekki sem upprennandi ofurneytendum. --- --- --- Myndin er úr hinni stórkostlegu jólasveinaseríu Brians Pilkingtons sem hefur auðgað líf íslenskra barna - og foreldra. Ég mæli sérstaklega með myndskreyttri bók hans við jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun