Ísraelskir hermenn sprengdu bílsprengju í bænum Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermenn komu að Palestínumanni þar sem hann var að koma fyrir sprengju í bíl. Til skotbardaga kom og var maðurinn felldur.
Annar Palestínumaður reyndi síðar að komast inn í bílinn og var felldur. Hermenn fundur síðan sprengiefni í bílnum og sprengjusérfræðingar hersins því kallaðir á vettvang. Þeir sprengdu sprengjuna án skaða.