Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að létta á öryggiskröfum sem hafa komið í veg fyrir að fólk megi taka með sér vökva og matvæli um borð í flugvélar.
Bresk yfirvöld bönnuðu nær alla vökva og minnkuðu handfarangur sem flugfarþegar máttu hafa á sér eftir að upp komst um áætluð hryðjuverk í ágúst síðastliðnum.