Áfengi aðeins afgreitt gegn fingraförum 24. október 2006 16:12 Þeir sem vilja kaupa sér svona gætu þurft að gefa fingraför á barnum. MYND/Teitur Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni. Einnig gætu þeir sem ætla að kaupa sér drykk þurft að sýna vegabréf eða ökuskírteini og þessar upplýsingar yrðu síðan geymdar í gagnagrunni sem lögregla myndi hafa aðgang að. Þessar athuganir eru hluti af kerfi, sem fyrirhugað er að koma á um land allt í Bretlandi, er á að koma lækka tíðni áfengistengdra glæpa ásamt því að halda vandræðaseggjum frá börum og skemmtistöðum. Verkefnið hefur verið í gangi í bænum Yeovil í Somerset á Englandi þar sem sex þúsund manns hafa tekið þátt með þeim áhrifum að áfengistengdir glæpir á svæðinu lækkuðu um 48% á aðeins sex mánuðum. Sumir staðareigendur voru ekki tilbúnir til þess að taka þátt í verkefninu en þeir voru þó sannfærðir, með hótunum um að endurkalla veitingaleyfi þeirra og loforðum um aukinn opnunartíma, að það væri hið eina rétta. Mannréttindafrömuðir hafa hinsvegar mótmælt verkefninu og sagt að þetta minni um of á Stóra Bróður og ekki síst vegna þess að þetti geri ráð fyrir því að þeir sem drekki áfengi séu sekir uns annað er sannað. Guy Herbert, frá samtökunum No2ID hefur sagt að þetta sé svipað og að fólk þurfi að skilja eftir tryggingu í formi fingrafara sinna ef það ætlar að fá sér áfengan drykk. Doug Jewell frá mannréttindasamtökunum 'Frelsi' bætti við að peningarnir sem að fara í þessa áætlun gætu án efa nýst betur annars staðar hjá lögreglunni. Tony Blair hefur hinsvegar sagt að það ætti alls ekki að takmarka útbreiðslu erfðaefnisgagnagrunna lögreglunnar þar sem þeir væru eitt helsta vopn lögreglunnar í baráttunni gegn glæpum. Erlent Fréttir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni. Einnig gætu þeir sem ætla að kaupa sér drykk þurft að sýna vegabréf eða ökuskírteini og þessar upplýsingar yrðu síðan geymdar í gagnagrunni sem lögregla myndi hafa aðgang að. Þessar athuganir eru hluti af kerfi, sem fyrirhugað er að koma á um land allt í Bretlandi, er á að koma lækka tíðni áfengistengdra glæpa ásamt því að halda vandræðaseggjum frá börum og skemmtistöðum. Verkefnið hefur verið í gangi í bænum Yeovil í Somerset á Englandi þar sem sex þúsund manns hafa tekið þátt með þeim áhrifum að áfengistengdir glæpir á svæðinu lækkuðu um 48% á aðeins sex mánuðum. Sumir staðareigendur voru ekki tilbúnir til þess að taka þátt í verkefninu en þeir voru þó sannfærðir, með hótunum um að endurkalla veitingaleyfi þeirra og loforðum um aukinn opnunartíma, að það væri hið eina rétta. Mannréttindafrömuðir hafa hinsvegar mótmælt verkefninu og sagt að þetta minni um of á Stóra Bróður og ekki síst vegna þess að þetti geri ráð fyrir því að þeir sem drekki áfengi séu sekir uns annað er sannað. Guy Herbert, frá samtökunum No2ID hefur sagt að þetta sé svipað og að fólk þurfi að skilja eftir tryggingu í formi fingrafara sinna ef það ætlar að fá sér áfengan drykk. Doug Jewell frá mannréttindasamtökunum 'Frelsi' bætti við að peningarnir sem að fara í þessa áætlun gætu án efa nýst betur annars staðar hjá lögreglunni. Tony Blair hefur hinsvegar sagt að það ætti alls ekki að takmarka útbreiðslu erfðaefnisgagnagrunna lögreglunnar þar sem þeir væru eitt helsta vopn lögreglunnar í baráttunni gegn glæpum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira