Evrópusambandið (ESB) er sem stendur að reyna að koma á sáttum á milli Rússlands og Georgíu. Samskipti ríkjanna hafa versnað til muna undanfarið vegna áhuga forseta Georgíu á því að ganga í ESB. Javier Solana, utanríkisráðherra ESB, hefur verið í samningaviðræðum við forseta landanna tveggja síðustu daga en með litlum árangri.
Viðskipta- og flutningabannið sem Rússland kom á gagnvart Georgíu vegna þessarar deilu varð til þess að utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna gáfu nýverið frá sér harða yfirlýsingu á stefnu stjórnvalda í Moskvu. Ráðamenn í Moskvu hafa hins vegar kennt Georgíumönnum um samstarfsörðugleikana.
Finnland gegnir um þessar mundir forsæti í Evrópusambandinu og hefur forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, verið beðinn um að aðstoða í málinu. Hefur Vanhanen sagt að hann muni ræða stöðu mála á væntanlegum fundum þeirra Pútíns Rússlandsforseta.