Lífsleikni eykur sjálfsvitund og samhygð 30. september 2006 07:00 Lífsleikni hefur fyrst og fremst að gera með félags- og tilfinningaþroska og er m.a. ætlað að auka sjálfsvitund og samhygð, góð tjáskipti og skapandi hugsun. Jákvæð sjálfsmynd og samskiptahæfni eru meginmarkmið lífsleikninnar. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) er lífsleikni getan til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er kjarni námsgreinarinnar lífsleikni mannrækt og sjálfsþekking, auk markmiða sem stuðla eiga að frumkvæði, sjálfstæðri, skapandi og gagnrýninni hugsun, aðlögunarhæfni og siðviti til að taka ákvarðanir í síbreytilegum veruleika. (Aðalnámskrá grunnskóla: Lífsleikni. 1999: 7)Við höfum átta tegundir af greindSálfræðingurinn Howard Gardner á heiðurinn að fjölgreindarkenningunni. Hann taldi að greindarhugtakið ætti að ná yfir fjölþætta getu og hæfileika fólks.Samkvæmt fjölgreindarkenningunni hefur hver manneskja ekki aðeins eina takmarkaða greind heldur margs konar greind sem má efla og styrkja.Samkvæmt Gardner er erfitt að magnbinda og mæla greind heldur fær hver greind best notið sín í náttúrulegum aðstæðum og daglegu lífi.Samkvæmt fjölgreindarkenningunni felst félags- og tilfinningahæfni í að...■ þekkja tilfinningar sínar og geta tjáð þær ■ gera sér grein fyrir líðan annarra ■ hafa heilbrigða sjálfsmynd ■ setja sér eðlileg markmið ■ ráða við að leysa mál ■ standast freistingar ■ ráða við andstreymi ■ ráða við fjölbreytt félagsleg verkefni. Mannlegi þátturinn Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið
Lífsleikni hefur fyrst og fremst að gera með félags- og tilfinningaþroska og er m.a. ætlað að auka sjálfsvitund og samhygð, góð tjáskipti og skapandi hugsun. Jákvæð sjálfsmynd og samskiptahæfni eru meginmarkmið lífsleikninnar. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) er lífsleikni getan til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er kjarni námsgreinarinnar lífsleikni mannrækt og sjálfsþekking, auk markmiða sem stuðla eiga að frumkvæði, sjálfstæðri, skapandi og gagnrýninni hugsun, aðlögunarhæfni og siðviti til að taka ákvarðanir í síbreytilegum veruleika. (Aðalnámskrá grunnskóla: Lífsleikni. 1999: 7)Við höfum átta tegundir af greindSálfræðingurinn Howard Gardner á heiðurinn að fjölgreindarkenningunni. Hann taldi að greindarhugtakið ætti að ná yfir fjölþætta getu og hæfileika fólks.Samkvæmt fjölgreindarkenningunni hefur hver manneskja ekki aðeins eina takmarkaða greind heldur margs konar greind sem má efla og styrkja.Samkvæmt Gardner er erfitt að magnbinda og mæla greind heldur fær hver greind best notið sín í náttúrulegum aðstæðum og daglegu lífi.Samkvæmt fjölgreindarkenningunni felst félags- og tilfinningahæfni í að...■ þekkja tilfinningar sínar og geta tjáð þær ■ gera sér grein fyrir líðan annarra ■ hafa heilbrigða sjálfsmynd ■ setja sér eðlileg markmið ■ ráða við að leysa mál ■ standast freistingar ■ ráða við andstreymi ■ ráða við fjölbreytt félagsleg verkefni.
Mannlegi þátturinn Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið