Refsivert að tala um annað en þjóðarmorð 12. október 2006 20:00 Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp um að refsivert verði að halda fram að Tyrkir hafi ekki framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir eru fjúkandi reiðir og hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að efri deild og forseti geri frumvarpið að lögum. Talið er að um ein og hálf milljón Armena hafi týnt lífi þegar Ottómanveldið var að liðast í sundur í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir hafa ávallt neitað því að þjóðarmorð hafi átt sér stað, en fjölmargir Armenar kunni að hafa látist í borgarastríði þessa tíma. Ef frumvarpið verður að lögum, mun það varða allt að eins árs fangelsisvist og fjögurra milljón króna sekt, að halda því fram að ekki hafi verið framið þjóðarmorð á Armenum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í neðri deildinni var afgerandi 106 atkvæði með, 19 á móti. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði á móti sögðu það ekki hlutverk franska þingsins að skrifa mannkynssöguna, aðrir voru á því að hér væri um að ræða staðreynd og rétt eins og það sé refsivert að halda því fram að helförin sé tilbúningur, sé þjóðarmorðið á Armenum staðreynd sem ekki megi horfa framhjá. Tyrkir eru ævareiðir og segjast munu beita öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir að efri deild þingsins fari sömu leið og sú neðri og að Chiraq Frakklandsforseti undirriti lögin ef þau ná það langt. Þúsundir Armena í Beirút í Líbanon mótmæltu veru tyrkneskra friðargæsluliða í landinu í dag, á þeim forsendum að það væri móðgun við sameiginlegan arf Armena. Þeir fögnuðu hins vegar ákvörðun franska þingsins. Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp um að refsivert verði að halda fram að Tyrkir hafi ekki framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir eru fjúkandi reiðir og hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að efri deild og forseti geri frumvarpið að lögum. Talið er að um ein og hálf milljón Armena hafi týnt lífi þegar Ottómanveldið var að liðast í sundur í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir hafa ávallt neitað því að þjóðarmorð hafi átt sér stað, en fjölmargir Armenar kunni að hafa látist í borgarastríði þessa tíma. Ef frumvarpið verður að lögum, mun það varða allt að eins árs fangelsisvist og fjögurra milljón króna sekt, að halda því fram að ekki hafi verið framið þjóðarmorð á Armenum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í neðri deildinni var afgerandi 106 atkvæði með, 19 á móti. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði á móti sögðu það ekki hlutverk franska þingsins að skrifa mannkynssöguna, aðrir voru á því að hér væri um að ræða staðreynd og rétt eins og það sé refsivert að halda því fram að helförin sé tilbúningur, sé þjóðarmorðið á Armenum staðreynd sem ekki megi horfa framhjá. Tyrkir eru ævareiðir og segjast munu beita öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir að efri deild þingsins fari sömu leið og sú neðri og að Chiraq Frakklandsforseti undirriti lögin ef þau ná það langt. Þúsundir Armena í Beirút í Líbanon mótmæltu veru tyrkneskra friðargæsluliða í landinu í dag, á þeim forsendum að það væri móðgun við sameiginlegan arf Armena. Þeir fögnuðu hins vegar ákvörðun franska þingsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira