Finn Air 7. október 2006 19:09 Nú eru Framsóknarmenn búnir að eignast Icelandair - þetta gamla óskabarn sem áður hét Flugleiðir og varð til eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða, félaga sem lék um ævintyraljómi einkaframtaks, athafnamennsku og hetjudáða. Frumkvöðlarnir yrðu skrítnir á svipinn ef þeir heyrðu þessi tíðindi - og hvað segja Sigurður gamli Helgason og Hörður Sigurgestsson? Til hvers var allt þeirra starf? Bak við nýjasta plottið er ekki minni maður en Finnur Ingólfsson - sem var næstum orðinn formaður Framsóknarflokksins um daginn. Gárungarnir eru strax farnir að kalla þetta Finn Air. --- --- --- Það er alltaf viss öryggistilfinning að fljúga með Icelandair. Starfsfólkið er yfirleitt afar vænt, þótt plássið þrengist stöðugt milli sætanna (eða stækkar maður sjálfur?) og maturinn verði sífellt ómerkilegri - það er í raun enginn munur á því lengur að fljúga með Icelandair eða lágfargjaldaflugfélagi. En öryggistilfinningin er ósvikin. Það kann hins vegar að breytast með Finn við stýrið. --- --- --- Icelandair var ein aðalstoðin í Kolkrabbanum svokölluðum. Alltaf hélt maður að hann yrði eilífur, en svo hvarf hann bara í tímans elg. Þetta er svosem ekki séríslenskt fyrirbæri. Gamla kapítalið gáði ekki að sér og það komu nýjir og ófyrirleitnir menn sem sölsuðu undir sig auðmagnið. Björgólfur gerði eins og Rómverjar í Karþagó í forðum, lagði borgina ekki bara í eyði, heldur lét plægja upp jarðveginn þar sem hún stóð og strá salti í förin. Og nú er flugið nánast komið undir Sambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Nú eru Framsóknarmenn búnir að eignast Icelandair - þetta gamla óskabarn sem áður hét Flugleiðir og varð til eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða, félaga sem lék um ævintyraljómi einkaframtaks, athafnamennsku og hetjudáða. Frumkvöðlarnir yrðu skrítnir á svipinn ef þeir heyrðu þessi tíðindi - og hvað segja Sigurður gamli Helgason og Hörður Sigurgestsson? Til hvers var allt þeirra starf? Bak við nýjasta plottið er ekki minni maður en Finnur Ingólfsson - sem var næstum orðinn formaður Framsóknarflokksins um daginn. Gárungarnir eru strax farnir að kalla þetta Finn Air. --- --- --- Það er alltaf viss öryggistilfinning að fljúga með Icelandair. Starfsfólkið er yfirleitt afar vænt, þótt plássið þrengist stöðugt milli sætanna (eða stækkar maður sjálfur?) og maturinn verði sífellt ómerkilegri - það er í raun enginn munur á því lengur að fljúga með Icelandair eða lágfargjaldaflugfélagi. En öryggistilfinningin er ósvikin. Það kann hins vegar að breytast með Finn við stýrið. --- --- --- Icelandair var ein aðalstoðin í Kolkrabbanum svokölluðum. Alltaf hélt maður að hann yrði eilífur, en svo hvarf hann bara í tímans elg. Þetta er svosem ekki séríslenskt fyrirbæri. Gamla kapítalið gáði ekki að sér og það komu nýjir og ófyrirleitnir menn sem sölsuðu undir sig auðmagnið. Björgólfur gerði eins og Rómverjar í Karþagó í forðum, lagði borgina ekki bara í eyði, heldur lét plægja upp jarðveginn þar sem hún stóð og strá salti í förin. Og nú er flugið nánast komið undir Sambandið.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun