Schumacher ætlar að hætta eftir tímabilið 10. september 2006 13:36 Michael Schumacher hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir keppnistímabilið. MYND/AFP Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur. "Það hefur verið mikið rætt um framtíð mína á síðustu viku og ég held að allir áhugamenn um formúlu, stuðningsmenn mínir og Ferrari, eigi rétt á að vita hvað ég ætla að gera. Ég segi þetta hreint út - ég hef ákveðið að hætta eftir þetta tímabil," sagði Schumacher og það mátti heyra saumnál detta á blaðamannafundinum. "Þetta er ákvörðun sem er tekin með Ferrari og í sátt við alla aðila. Þetta hefur verið einstakur tími og stórkostlegur ferill. Ég hef notið hverrar einustu sekúndu. Ég vill þakka fjölskyldu minni. Þau hafa stutt mig allan þennan tíma og án hans hefði ég ekki getað þetta," sagði Schumacher sem hefur unnið alls 90 sigra í formúlu 1 á ferlinum og var sigurinn í dag hans sjötti á tímabilinu í ár. "Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun og mesta eftirsjáin er að skilja við starfsmenn Ferrari því ég hef myndað sérstaklega sterk tengsl við þá. Nú ætla ég að einbeita mér að þeim þremur mótum sem eftir eru og við erum staðráðnir í að klára þetta með stæl. Ég hef aldrei verið einbeittari að því að vinna titilinn. Ég get ekki hugsað mér að enda þetta öðruvísi en með sigri," sagði Schumacher að lokum. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur. "Það hefur verið mikið rætt um framtíð mína á síðustu viku og ég held að allir áhugamenn um formúlu, stuðningsmenn mínir og Ferrari, eigi rétt á að vita hvað ég ætla að gera. Ég segi þetta hreint út - ég hef ákveðið að hætta eftir þetta tímabil," sagði Schumacher og það mátti heyra saumnál detta á blaðamannafundinum. "Þetta er ákvörðun sem er tekin með Ferrari og í sátt við alla aðila. Þetta hefur verið einstakur tími og stórkostlegur ferill. Ég hef notið hverrar einustu sekúndu. Ég vill þakka fjölskyldu minni. Þau hafa stutt mig allan þennan tíma og án hans hefði ég ekki getað þetta," sagði Schumacher sem hefur unnið alls 90 sigra í formúlu 1 á ferlinum og var sigurinn í dag hans sjötti á tímabilinu í ár. "Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun og mesta eftirsjáin er að skilja við starfsmenn Ferrari því ég hef myndað sérstaklega sterk tengsl við þá. Nú ætla ég að einbeita mér að þeim þremur mótum sem eftir eru og við erum staðráðnir í að klára þetta með stæl. Ég hef aldrei verið einbeittari að því að vinna titilinn. Ég get ekki hugsað mér að enda þetta öðruvísi en með sigri," sagði Schumacher að lokum.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira