Aðeins eitt takmark á Monza 4. september 2006 20:00 Fernando Alonso vill ná í sigur á heimavelli Ferrari NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. Alonso náði að auka forskot sitt á toppi stigalista ökumanna í Tyrklandskappakstrinum með því að ná öðru sæti, á meðan Michael Schumacher náði þriðja sætinu. Þar var það Felipe Massa hjá Ferrari sem vann sinn fyrsta sigur og hefur ítalska liðið verið á ágætum spretti undanfarið. "Á þessu ári er ég búinn að vinna á Silverstone, í Mónakó og á Spáni, svo auðvitað langar mig mikið að vinna á Monza-brautinni. Það er sögufræg braut og það yrði auðvitað gríðarlega sterkt fyrir okkur að ná að leggja Ferrari á þeirra heimavelli - þó vitanlega verði það mjög erfitt.Það er aðeins eitt atriði sem er okkur efst í huga um þessar mundir og það er að koma í mark á undan Ferrari. Ferrari liðið hefur verið í miklu stuði í undanförnum keppnum og því er nokkuð ljóst að til þess að hafa betur gegn þeim, verðum við einfaldlega að koma fyrstir í mark," sagði heimsmeistarinn ungi. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. Alonso náði að auka forskot sitt á toppi stigalista ökumanna í Tyrklandskappakstrinum með því að ná öðru sæti, á meðan Michael Schumacher náði þriðja sætinu. Þar var það Felipe Massa hjá Ferrari sem vann sinn fyrsta sigur og hefur ítalska liðið verið á ágætum spretti undanfarið. "Á þessu ári er ég búinn að vinna á Silverstone, í Mónakó og á Spáni, svo auðvitað langar mig mikið að vinna á Monza-brautinni. Það er sögufræg braut og það yrði auðvitað gríðarlega sterkt fyrir okkur að ná að leggja Ferrari á þeirra heimavelli - þó vitanlega verði það mjög erfitt.Það er aðeins eitt atriði sem er okkur efst í huga um þessar mundir og það er að koma í mark á undan Ferrari. Ferrari liðið hefur verið í miklu stuði í undanförnum keppnum og því er nokkuð ljóst að til þess að hafa betur gegn þeim, verðum við einfaldlega að koma fyrstir í mark," sagði heimsmeistarinn ungi.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira