Villenueve ræðst hart að Schumacher 18. ágúst 2006 15:45 Michael Schumacher mun aldrei verða goðsögn í Formúlu 1 að mati Villenueve AFP Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Schumacher og Villenueve í gegn um tíðina, en sá kanadíski vandar Þjóðverjanum ekki kveðjurnar í nýju viðtali sem birtist í F1 Racing Magazine á næstu dögum. "Michael er ekki stórmeistari á borð við menn eins og Ayrton Senna, því hann er brögðóttur og fjarri því að vera góðmenni," sagði Villenueve og bætti því við að Schumacher myndi líklega gleymast fljótlega eftir að hann hætti að keppa. "Hann er góður ökumaður, en hann er ekkert nema ökumaður. Ég held að hann falli fljótt í gleymsku þegar hann hengir upp hjálminn. Menn eins og Senna munu hinsvegar verða alltaf í minningunni - ekki bara vegna þess að hann dó ungur á kappakstursbrautinni, heldur vegna þess hve magnaður persónuleiki hann var. Ég held meira að segja að Schumacher muni ekki verða eins lengi í umræðunni eins og Alain Prost og alls ekki eins og Nigel Mansell. Þessir menn náðu ákveðnum hetjustimpli og það mun Schumacher aldrei gera," sagði Villenueve. Sá kanadíski hefur aldrei fyrirgefið Schumacher síðan þeim lenti saman í keppni árið 1997 þegar þeir voru að berjast um titil ökumanna, en þá var talið að Schumacher hefði viljandi ekið á Villenueve til að hindra hann á leið sinni að titlinum. Schumacher kom raunar verr út úr þeim viðskiptum en Villenueve, en það breytir því ekki að sá kanadíski virðist enn sjá rautt þegar hann sér Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Schumacher og Villenueve í gegn um tíðina, en sá kanadíski vandar Þjóðverjanum ekki kveðjurnar í nýju viðtali sem birtist í F1 Racing Magazine á næstu dögum. "Michael er ekki stórmeistari á borð við menn eins og Ayrton Senna, því hann er brögðóttur og fjarri því að vera góðmenni," sagði Villenueve og bætti því við að Schumacher myndi líklega gleymast fljótlega eftir að hann hætti að keppa. "Hann er góður ökumaður, en hann er ekkert nema ökumaður. Ég held að hann falli fljótt í gleymsku þegar hann hengir upp hjálminn. Menn eins og Senna munu hinsvegar verða alltaf í minningunni - ekki bara vegna þess að hann dó ungur á kappakstursbrautinni, heldur vegna þess hve magnaður persónuleiki hann var. Ég held meira að segja að Schumacher muni ekki verða eins lengi í umræðunni eins og Alain Prost og alls ekki eins og Nigel Mansell. Þessir menn náðu ákveðnum hetjustimpli og það mun Schumacher aldrei gera," sagði Villenueve. Sá kanadíski hefur aldrei fyrirgefið Schumacher síðan þeim lenti saman í keppni árið 1997 þegar þeir voru að berjast um titil ökumanna, en þá var talið að Schumacher hefði viljandi ekið á Villenueve til að hindra hann á leið sinni að titlinum. Schumacher kom raunar verr út úr þeim viðskiptum en Villenueve, en það breytir því ekki að sá kanadíski virðist enn sjá rautt þegar hann sér Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira