Herra Hnýsinn og Stóra Mamma 10. mars 2006 23:42 Undarleg er hún þessi umræða um tálbeitur. Nú þykir allt í einu voða sniðugt að nota tálbeitur til að grisja óæskilega menn úr samfélaginu, einkum hugsanlega barnaníðinga og fíkniefnasala. En þá er þess að gæta að sá sem er nappaður af tálbeitu hefur oftastnær ekki framið neinn glæp - hann hefur einfaldlega verið leiddur í gildru. Það er ekki einu sinni hægt að vera viss um að hann hefði gerst sekur um glæpsamlegt athæfi í öðrum tilvikum. Það er semsé vandkvæðum bundið að dæma menn sem hafa verið gómaðir með slíkum aðferðum - eða varla er vilji til að loka þá inni án dóms og laga? Eða er kannski nóg að sýna myndir af þeim í fjölmiðlunum? Það er líka hægt að ganga lengra, beita tálbeitum til að handsama þá sem geyma þjóf innra með sér, umferðarlagabrjóta, já, alls konar fólk sem er ekki fullkomlega heiðarlegt. Með þessu væri smátt og smátt hægt að koma öllu samfélaginu á sakaskrá. Það væri jafnvel hægt að nota tálbeitur til að bjóða stjórnmálamönnum og embættismönnum mútur - til að athuga hvernig þeir eru innrættir. En auðvitað er þetta ekkert annað en snertur af múgsefjun, rétthugsun sem er orðin pínu ga ga. --- --- --- Ég hef verið að lesa fyrir strákinn minn bók um karl sem nefnist Herra Hnýsinn. Ríkið - og sum einkafyrirtæki líka - eru að mörgu leyti farin að líkjast Herra Hnýsnum. Það stendur yfir stórfelld söfnun persónulegra upplýsinga. Við kaupum ekki kaffibolla án þess að það sé skráð, hreyfum okkur ekki á internetinu, sendum ekki tölvupóst, án þess að það sé geymt, förum ekki út úr húsi eða inn í búð án þess að það sé tekið upp á óteljandi myndavélar. Maður gefur upp kennitölu þegar maður leigir vídeóspólu eða pantar pítsu. Það eru uppi plön um að setja lífsýni í vegabréf. Það er stutt þangað til sérstakir nemar verða settir í bifreiðar til að fylgjast með akstri þeirra. Ekkert af þessu er beinlínis gert í nafni lögregluríkis. Það er farið fínna í sakirnar. Stóri bróðir er ekki uppglennt auga sem gónir alltaf á mann eins og í vísindaskáldsögunum. Nei, mest af þessu er gert af því þetta er hægt - af því í upplýsingasamfélaginu er auðvelt að safna svona efni. Og þá þykir sjálfsagt að láta einhvern gera það. Þetta er kannski ekki flóknara en svo. Þannig taka tölvurnar völdin. Það er meira að segja til fínt dulnefni yfir þetta - rafræn vöktun. --- --- --- Stjórnmálamenn tala oft gegn eftirlitssamfélaginu, en starf þeirra beinist einatt í þveröfuga átt - til meira eftirlits. Stjórnmálin hafa samsamað sig því sem einn kunningi minn nefnir félagsfræðingasamfélagið - það er íslenskun á því sem á ensku er kallað the nanny state eða fóstruþjóðfélagið. Þetta samfélag telur sig vera velviljað, en er feikilega afskiptasamt. Treystir í rauninni ekki neinum fyrir eigin velferð. Ríkið er stórt foreldri sem á að hugsa fyrir þegna sína, grípa inn í áður en þeir verða sér að voða. Stóri bróðir er kannski frekar stóra mamma. Í þessum anda er til dæmis nýtt frumvarp til æskulýðslaga sem segir að allir þeir sem starfa með ungmennum þurfi að sanna fyrirfram að þeir séu ekki barnaníðingar eða eiturlyfjaneytendur. Hugmyndin er sú að maður sé sekur uns sakleysi sé sannað. Þetta er eiginlega ný útgáfa af erfðasyndinni. --- --- --- Hvað er hægt að gera? Best er líklega að fara aldrei að heiman. Nota aldrei kreditkort, tölvu eða farsíma. Þessar græjur eru ekki annað en háþróuð miðunartæki. Það er að sumu leyti áhugaverð lífsafstaða að vera vænisjúkur - en fæst nennum við því almennilega. En þetta er gamla sagan - just because you are paranoid doesn't mean they aren´t out to get you. Þótt maður sé ofsóknarbrjálaður þýðir það ekki að þeir ætli ekki að negla mann. Sennilega er flestum sama - kæra sig nokkurn veginn kollótta. Telja sig ekki hafa neitt að fela. Á meðan er auðvelt að auka stöðugt eftirlitið. Kannski kærum við okkur heldur ekki um of mikið frelsi. Ég held samt að það sé einkenni siðmenntaðra samfélaga að láta þegna sína eins mikið í friði og hægt er. Þetta er pistill sem var fluttur í Íslandi í dag á Stöð 2/NFS 10. mars 2006. Fremst er að finna brot úr grein sem áður hefur birst hér á vefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Undarleg er hún þessi umræða um tálbeitur. Nú þykir allt í einu voða sniðugt að nota tálbeitur til að grisja óæskilega menn úr samfélaginu, einkum hugsanlega barnaníðinga og fíkniefnasala. En þá er þess að gæta að sá sem er nappaður af tálbeitu hefur oftastnær ekki framið neinn glæp - hann hefur einfaldlega verið leiddur í gildru. Það er ekki einu sinni hægt að vera viss um að hann hefði gerst sekur um glæpsamlegt athæfi í öðrum tilvikum. Það er semsé vandkvæðum bundið að dæma menn sem hafa verið gómaðir með slíkum aðferðum - eða varla er vilji til að loka þá inni án dóms og laga? Eða er kannski nóg að sýna myndir af þeim í fjölmiðlunum? Það er líka hægt að ganga lengra, beita tálbeitum til að handsama þá sem geyma þjóf innra með sér, umferðarlagabrjóta, já, alls konar fólk sem er ekki fullkomlega heiðarlegt. Með þessu væri smátt og smátt hægt að koma öllu samfélaginu á sakaskrá. Það væri jafnvel hægt að nota tálbeitur til að bjóða stjórnmálamönnum og embættismönnum mútur - til að athuga hvernig þeir eru innrættir. En auðvitað er þetta ekkert annað en snertur af múgsefjun, rétthugsun sem er orðin pínu ga ga. --- --- --- Ég hef verið að lesa fyrir strákinn minn bók um karl sem nefnist Herra Hnýsinn. Ríkið - og sum einkafyrirtæki líka - eru að mörgu leyti farin að líkjast Herra Hnýsnum. Það stendur yfir stórfelld söfnun persónulegra upplýsinga. Við kaupum ekki kaffibolla án þess að það sé skráð, hreyfum okkur ekki á internetinu, sendum ekki tölvupóst, án þess að það sé geymt, förum ekki út úr húsi eða inn í búð án þess að það sé tekið upp á óteljandi myndavélar. Maður gefur upp kennitölu þegar maður leigir vídeóspólu eða pantar pítsu. Það eru uppi plön um að setja lífsýni í vegabréf. Það er stutt þangað til sérstakir nemar verða settir í bifreiðar til að fylgjast með akstri þeirra. Ekkert af þessu er beinlínis gert í nafni lögregluríkis. Það er farið fínna í sakirnar. Stóri bróðir er ekki uppglennt auga sem gónir alltaf á mann eins og í vísindaskáldsögunum. Nei, mest af þessu er gert af því þetta er hægt - af því í upplýsingasamfélaginu er auðvelt að safna svona efni. Og þá þykir sjálfsagt að láta einhvern gera það. Þetta er kannski ekki flóknara en svo. Þannig taka tölvurnar völdin. Það er meira að segja til fínt dulnefni yfir þetta - rafræn vöktun. --- --- --- Stjórnmálamenn tala oft gegn eftirlitssamfélaginu, en starf þeirra beinist einatt í þveröfuga átt - til meira eftirlits. Stjórnmálin hafa samsamað sig því sem einn kunningi minn nefnir félagsfræðingasamfélagið - það er íslenskun á því sem á ensku er kallað the nanny state eða fóstruþjóðfélagið. Þetta samfélag telur sig vera velviljað, en er feikilega afskiptasamt. Treystir í rauninni ekki neinum fyrir eigin velferð. Ríkið er stórt foreldri sem á að hugsa fyrir þegna sína, grípa inn í áður en þeir verða sér að voða. Stóri bróðir er kannski frekar stóra mamma. Í þessum anda er til dæmis nýtt frumvarp til æskulýðslaga sem segir að allir þeir sem starfa með ungmennum þurfi að sanna fyrirfram að þeir séu ekki barnaníðingar eða eiturlyfjaneytendur. Hugmyndin er sú að maður sé sekur uns sakleysi sé sannað. Þetta er eiginlega ný útgáfa af erfðasyndinni. --- --- --- Hvað er hægt að gera? Best er líklega að fara aldrei að heiman. Nota aldrei kreditkort, tölvu eða farsíma. Þessar græjur eru ekki annað en háþróuð miðunartæki. Það er að sumu leyti áhugaverð lífsafstaða að vera vænisjúkur - en fæst nennum við því almennilega. En þetta er gamla sagan - just because you are paranoid doesn't mean they aren´t out to get you. Þótt maður sé ofsóknarbrjálaður þýðir það ekki að þeir ætli ekki að negla mann. Sennilega er flestum sama - kæra sig nokkurn veginn kollótta. Telja sig ekki hafa neitt að fela. Á meðan er auðvelt að auka stöðugt eftirlitið. Kannski kærum við okkur heldur ekki um of mikið frelsi. Ég held samt að það sé einkenni siðmenntaðra samfélaga að láta þegna sína eins mikið í friði og hægt er. Þetta er pistill sem var fluttur í Íslandi í dag á Stöð 2/NFS 10. mars 2006. Fremst er að finna brot úr grein sem áður hefur birst hér á vefnum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun