Stórt skúbb fyrir Reykjavík 1. febrúar 2006 19:17 Góður kunningi minn, arkitekt sem starfar í útlöndum, er í skýjunum yfir ráðgjafanum sem Reykjavíkurborg er búin að fá til sín vegna uppbyggingar í Vatnsmýri. Þetta er hollenskur arkitekt, Rem Koolhaas að nafni, einhver skærasta stjarnan í heimi skipulagsfræða um þessar mundir. Kunningi minn segir að það sé bylting að fá hann eftir öll mistök undangenginna ára - líkir honum við Péle, Leonardo og Picasso. Orðrétt: "Skipulagið heima hættir ekki að koma á óvart. Einhver versta skipulagsstefna á Vesturlöndum sem vonlaust virðist að breyta, og núna fá þeir Rem Koolhaas til að sitja í formannssæti í nefnd um skipulag Vatnsmýrarinnar. Það er eins og fara úr lömuðu deildinni á spítalanum í hundraðmetrahlaupið á Ólympíuleikunu og vita fyrirfram að maður vinnur! Þetta er rosalegt skúbb fyrir hönnun og skipulag á Íslandi! Ekkert sambærilegt hefur gerst i sögu landsins. Péle spilaði aldrei með með KR, Leonardo da Vinci hannaði ekki alþingishúsið, Winston Churchill var aldrei forsætisráðherra Íslands. Ég og allir hérna á stofunni eru agndofa. Þetta er óumdeilt besti arkitekt í heiminum í dag, og hefur verið síðustu áratugina. Hann er einstakur í að geta hannað góðar byggingar, allt frá húsum upp í borgarskipulög, og er um leið fremsti hugsuður í hugmyndafræði hönnunar. Það má segja að hann hafi skrifað bókina sem nútíma arkítektúr fer eftir (utan Íslands).Þetta er eins og að fá Picasso til að gera öll listaverk fyrir Reykjavíkurborg!" Nefndin sem Koolhaas á að vinna með þykir líka óvenju vel skipuð. Þarna staldrar maður helst við nafn Joan Busqet sem stýrði skipulagsmálum á Ólympíuleikunum í Barcelona - hinum best heppnuðu fyrr og síðar. Þeir þóttu einmitt lyfta Barcelona til þeirrar dýrðar sem borgin nýtur núna. Kunningi minn segir að þetta sé betri hópur en í nefndinni sem á að vera til ráðgjafar um skipulag Ólympíuleikanna í London. --- --- --- En það eru ekki bara góðar fréttir. Á sama tíma er enn verið að gera vitleysurnar í Vatsmýrinni. Hátæknisjúkrahúsið á að fara að byggja - eins og bent hefur verið á hefur aldrei farið fram nein umræða um þessa stærstu framkvæmd í Reykjavík fyrr og síðar. Aldrei hefur verið talað við íbúa á svæðinu - á sama tíma og maður má varla skipta um glugga heima hjá sér án þess að fara í grenndarkynningu. Jón Kristjánsson skrifaði í dag undir samning við danskt fyrirtæki um skipulag svæðisins; að sumu leyti virðist þetta vera einkafyrirtæki Framsóknarflokksins. Alfreð Þorsteinsson á að byggja. Spurningum um hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur ekki verið svarað - er yfirleitt vit í þessu? Þetta gæti jafnvel kostað hundrað milljarða. Og ef marka má Orkuveituhúsið, sem Alfreð reisti líka, talsvert meira. Fæstir virðast nenna að ræða málið eða að setja sig inn í það. Það er kannski of stórt og tæknilegt - best að láta bara sérfræðingana um þetta. Þannig heyrist ekki múkk í stjórnmálamönnunum. Eiga þeir ekki annars að spyrja spurninga? Margir læknar þora heldur ekki að taka til máls vegna hálfgerðar ógnarstjórnar sem virðist ríkja á Landspítalanum. --- --- --- Svo erum við enn bíta úr nálinni með þessar Hringbrautarframkvæmdir. Nú er búið að samþykkja að sett verði niður bensínstöð í Vatnsmýri, gegnt Hljómskálagarðinum. Það er náttúrlega brýn þörf sem knýr á um þetta; þýðir auðvitað ekki að hafa nokkur hundruð metra hraðbrautarspotta án bensínstöðvar. Bensínstöðin kemur í staðinn fyrir bensínstöð á Geirsgötu sem hverfur þegar hafist verður handa um byggingu tónlistarhúss. Það er semsagt verið að bæta Esso (Keri) upp missi bensínsstöðvar með annarri á besta stað. Þetta kallast hrossakaup. --- --- --- Annars hlýtur framtíð Geirsgötu vera lykilatriði þegar tónlistarhúsið verður byggt. Nú er þarna stór stofnbraut sem klýfur hafnarsvæðið frá borginni. Vitað er að Geirsgata var Stefáni Hermannssyni, fyrrverandi borgarverkfræðingi, mjög kær. Hann var um árabil einn valdamesti maðurinn í borgarkerfinu - valdameiri en flestir pólitíkusar. Stefán er nú sérlegur umsjónarmaður byggingar tónlistarhússins. Stefán upplýsir í fréttum Ríkisútvarpsins að nú standi til að breyta og hækka Geirsgötu og byggja brú yfir hana. Ef miðbærinn á að fá að þróast út að höfninni á þessi gata hvergi heima nema neðanjarðar. Er alveg bannað að byggja jarðgöng í Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Góður kunningi minn, arkitekt sem starfar í útlöndum, er í skýjunum yfir ráðgjafanum sem Reykjavíkurborg er búin að fá til sín vegna uppbyggingar í Vatnsmýri. Þetta er hollenskur arkitekt, Rem Koolhaas að nafni, einhver skærasta stjarnan í heimi skipulagsfræða um þessar mundir. Kunningi minn segir að það sé bylting að fá hann eftir öll mistök undangenginna ára - líkir honum við Péle, Leonardo og Picasso. Orðrétt: "Skipulagið heima hættir ekki að koma á óvart. Einhver versta skipulagsstefna á Vesturlöndum sem vonlaust virðist að breyta, og núna fá þeir Rem Koolhaas til að sitja í formannssæti í nefnd um skipulag Vatnsmýrarinnar. Það er eins og fara úr lömuðu deildinni á spítalanum í hundraðmetrahlaupið á Ólympíuleikunu og vita fyrirfram að maður vinnur! Þetta er rosalegt skúbb fyrir hönnun og skipulag á Íslandi! Ekkert sambærilegt hefur gerst i sögu landsins. Péle spilaði aldrei með með KR, Leonardo da Vinci hannaði ekki alþingishúsið, Winston Churchill var aldrei forsætisráðherra Íslands. Ég og allir hérna á stofunni eru agndofa. Þetta er óumdeilt besti arkitekt í heiminum í dag, og hefur verið síðustu áratugina. Hann er einstakur í að geta hannað góðar byggingar, allt frá húsum upp í borgarskipulög, og er um leið fremsti hugsuður í hugmyndafræði hönnunar. Það má segja að hann hafi skrifað bókina sem nútíma arkítektúr fer eftir (utan Íslands).Þetta er eins og að fá Picasso til að gera öll listaverk fyrir Reykjavíkurborg!" Nefndin sem Koolhaas á að vinna með þykir líka óvenju vel skipuð. Þarna staldrar maður helst við nafn Joan Busqet sem stýrði skipulagsmálum á Ólympíuleikunum í Barcelona - hinum best heppnuðu fyrr og síðar. Þeir þóttu einmitt lyfta Barcelona til þeirrar dýrðar sem borgin nýtur núna. Kunningi minn segir að þetta sé betri hópur en í nefndinni sem á að vera til ráðgjafar um skipulag Ólympíuleikanna í London. --- --- --- En það eru ekki bara góðar fréttir. Á sama tíma er enn verið að gera vitleysurnar í Vatsmýrinni. Hátæknisjúkrahúsið á að fara að byggja - eins og bent hefur verið á hefur aldrei farið fram nein umræða um þessa stærstu framkvæmd í Reykjavík fyrr og síðar. Aldrei hefur verið talað við íbúa á svæðinu - á sama tíma og maður má varla skipta um glugga heima hjá sér án þess að fara í grenndarkynningu. Jón Kristjánsson skrifaði í dag undir samning við danskt fyrirtæki um skipulag svæðisins; að sumu leyti virðist þetta vera einkafyrirtæki Framsóknarflokksins. Alfreð Þorsteinsson á að byggja. Spurningum um hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur ekki verið svarað - er yfirleitt vit í þessu? Þetta gæti jafnvel kostað hundrað milljarða. Og ef marka má Orkuveituhúsið, sem Alfreð reisti líka, talsvert meira. Fæstir virðast nenna að ræða málið eða að setja sig inn í það. Það er kannski of stórt og tæknilegt - best að láta bara sérfræðingana um þetta. Þannig heyrist ekki múkk í stjórnmálamönnunum. Eiga þeir ekki annars að spyrja spurninga? Margir læknar þora heldur ekki að taka til máls vegna hálfgerðar ógnarstjórnar sem virðist ríkja á Landspítalanum. --- --- --- Svo erum við enn bíta úr nálinni með þessar Hringbrautarframkvæmdir. Nú er búið að samþykkja að sett verði niður bensínstöð í Vatnsmýri, gegnt Hljómskálagarðinum. Það er náttúrlega brýn þörf sem knýr á um þetta; þýðir auðvitað ekki að hafa nokkur hundruð metra hraðbrautarspotta án bensínstöðvar. Bensínstöðin kemur í staðinn fyrir bensínstöð á Geirsgötu sem hverfur þegar hafist verður handa um byggingu tónlistarhúss. Það er semsagt verið að bæta Esso (Keri) upp missi bensínsstöðvar með annarri á besta stað. Þetta kallast hrossakaup. --- --- --- Annars hlýtur framtíð Geirsgötu vera lykilatriði þegar tónlistarhúsið verður byggt. Nú er þarna stór stofnbraut sem klýfur hafnarsvæðið frá borginni. Vitað er að Geirsgata var Stefáni Hermannssyni, fyrrverandi borgarverkfræðingi, mjög kær. Hann var um árabil einn valdamesti maðurinn í borgarkerfinu - valdameiri en flestir pólitíkusar. Stefán er nú sérlegur umsjónarmaður byggingar tónlistarhússins. Stefán upplýsir í fréttum Ríkisútvarpsins að nú standi til að breyta og hækka Geirsgötu og byggja brú yfir hana. Ef miðbærinn á að fá að þróast út að höfninni á þessi gata hvergi heima nema neðanjarðar. Er alveg bannað að byggja jarðgöng í Reykjavík?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun