Tony Banks, sem gengdi embætti íþróttamálaráðherra í bresku ríkisstjórninni undir lok síðustu aldar, lést í dag af völdum hjartaáfalls sem hann fékk þar sem hann var staddur í fríi í Bandaríkjunum. Banks var mjög vinsæll stjórnmálamaður og mikill aðdáandi Chelsea.

