Vilja aukið viðskiptafrelsi 20. nóvember 2006 06:15 George Bush Bandaríkjaforseti og Laura, eiginkona hans, heilsa forseta Víetnam, Nguyen Minh Triet, og konu hans, Tran Thi Kim Chi, við komuna til fundarins í Hanoi. MYND/AP Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóðaviðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðildarríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið," sagði í yfirlýsingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbúnaðarstyrki sem skaða samkeppnisstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðarvörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna." Þrátt fyrir áherslur á alþjóðaviðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myanmar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra," sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutilraun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norður-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins," sagði Bush eftir stundarlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn mannréttindabrotum kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreuríkjanna," sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar. Erlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóðaviðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðildarríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið," sagði í yfirlýsingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbúnaðarstyrki sem skaða samkeppnisstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðarvörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna." Þrátt fyrir áherslur á alþjóðaviðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myanmar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra," sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutilraun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norður-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins," sagði Bush eftir stundarlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn mannréttindabrotum kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreuríkjanna," sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar.
Erlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira