Vilja aukið viðskiptafrelsi 20. nóvember 2006 06:15 George Bush Bandaríkjaforseti og Laura, eiginkona hans, heilsa forseta Víetnam, Nguyen Minh Triet, og konu hans, Tran Thi Kim Chi, við komuna til fundarins í Hanoi. MYND/AP Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóðaviðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðildarríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið," sagði í yfirlýsingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbúnaðarstyrki sem skaða samkeppnisstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðarvörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna." Þrátt fyrir áherslur á alþjóðaviðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myanmar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra," sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutilraun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norður-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins," sagði Bush eftir stundarlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn mannréttindabrotum kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreuríkjanna," sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar. Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóðaviðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðildarríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið," sagði í yfirlýsingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbúnaðarstyrki sem skaða samkeppnisstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðarvörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna." Þrátt fyrir áherslur á alþjóðaviðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myanmar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra," sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutilraun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norður-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins," sagði Bush eftir stundarlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn mannréttindabrotum kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreuríkjanna," sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar.
Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira