Sex japönsk hvalveiðiskip héldu úr höfn í gær í árlegan hvalveiðileiðangur á Suðurskautsmið. Þar ætla Japanar að veiða 860 hvali í vetur, og segja þeir veiðarnar gerðar í vísindaskyni.
Japanar hófu vísindaveiðar sínar fyrir tuttugu árum, eða strax eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í hagnaðarskyni árið 1986. Japanar hafa nú þegar veitt 35 hvali í ár út af Japansströndum, en stefna á að veiða í allt 1.240 hvali á þessu ári.