Germar Rudolf, rúmlega fertugur Þjóðverji, hefur verið framseldur frá Bandaríkjunum til Þýskalands þar sem hann hefur verið dreginn fyrir dóm, ákærður fyrir að afneita helförinni.
Rudolf á yfir höfði sér fimm ára fangelsi verði hann fundinn sekur, en hann hefur meðal annars fullyrt að þýskir nasistar hafi ekki drepið neina gyðinga í útrýmingarbúðunum í Auschwitz.
Rudolf hlaut 14 mánaða fangelsisdóm í Þýskalandi árið 1995, flúði til Bandaríkjanna og sótti þar um pólitískt hæli, en var synjað.