Að eiga kökuna og éta hana 10. nóvember 2006 06:15 Skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær felur í sér tvær afgerandi pólitískar vísbendingar: Í fyrsta lagi sveifla frjálslyndir til sín fylgi frá Framsóknarflokki og vinstri grænum. Í öðru lagi er meirihluti ríkisstjórnarflokkanna fallinn. Í síðustu könnun Fréttablaðsins í ágúst voru frjálslyndir við það að þurrkast út. Á örfáum dögum tekst þeim nú að snúa pólitísku dauðastríði í stórsókn með því einu að krefjast frekari takmarkana varðandi komu útlendinga til landsins. En hver er munurinn á hugmyndafræði flokkanna í þessum efnum? Með hæfilegri einföldun sýnist hann vera þannig vaxinn: Frjálslyndir vilja hertar reglur og meiri takmarkanir. Hinir flokkarnir telja nóg að gert í þeim efnum en segjast vilja bæta aðstöðu útlendinga og kenna þeim íslensku í ríkari mæli. Margir halda því fram að þessi umskipti séu eins konar pólitísk bólga vegna skyndieitrunar. Hún muni síðan hjaðna þegar þjóðarlíkaminn hefur unnið á eitruninni. Með öðrum orðum: Umræðan muni falla í hefðbundinn farveg á ný. Þó að ekkert sé unnt að fullyrða er þessi kenning um margt sennileg þó að glæður umræðunnar lifi. Ætli frjálslyndir hins vegar að viðhalda bólgunni þurfa þeir djörfung til að flytja ákveðnar tillögur til breytinga á gildandi lögum á þessu sviði í andstöðu við aðra flokka. Fátt bendir til að slíkur tillöguflutningur muni sjá dagsins ljós. Það styrkir þá ályktun að hér hafi verið blásið til storms í vatnsglasi. Á þessu stigi í aðdraganda kosninga er hins vegar enginn vegur að sjá fyrir hvort súrefnið úr þeim goluþyt dugar til tímabundinnar eða varanlegrar endurlífgunar. Vísbending um önnur stór pólitísk tíðindi í þessari könnun kemur fram í áframhaldandi tapi Framsóknarflokksins. Það þýðir að meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn. Þetta gerist þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn bæti stöðu sína umtalsvert frá síðustu kosningum. Reyndar er ekki vitað hvort stjórnarflokkarnir hafa áhuga á áframhaldandi samstarfi þó að þeir fái kjörfylgi til þess. Reynslan sýnir að Framsóknarflokkurinn bætir jafnan stöðu sína í kosningabaráttunni. En hvað sem þeirri staðreynd líður sýnist vera álitamál hvort forystumönnum hans takist að snúa taflinu svo afgerandi við að þessi ríkisstjórnarkostur verði áfram mögulegur. Á hinn bóginn liggur fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafa með formlegri yfirlýsingu sammælst um að reyna stjórnarmyndun fái þeir til þess meirihluta. Skoðanakönnunin bendir til þess að sú sé raunin. Samfylkingin hefur til að mynda nánast náð kjörfylginu. En þá vaknar sú spurning hvort Frjálslyndi flokkurinn geri útlendingamálin að úrslitamáli við hugsanlega stjórnarmyndun. Eins og forystumenn hans hafa stillt málum upp sýnist ekki vera nokkur málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi á þeim forsendum. Líklegast er þó að frjálslyndir hafni ekki ráðherrastólum verði þeir í boði og fórni til þess útlendingastefnunni. Ef staðan er sú meina þeir hins vegar ekki mikið með blæstri síðustu daga. Það er einfaldlega útilokað að gera hvort tveggja í senn að geyma kökuna og éta hana. Kjarni málsins er sá að talsmenn frjálslyndra verða að skýra út hvernig málflutningur þeirra í útlendingamálum rímar við áformin um ríkisstjórnarsamstarf með hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Það er spurning um trúverðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær felur í sér tvær afgerandi pólitískar vísbendingar: Í fyrsta lagi sveifla frjálslyndir til sín fylgi frá Framsóknarflokki og vinstri grænum. Í öðru lagi er meirihluti ríkisstjórnarflokkanna fallinn. Í síðustu könnun Fréttablaðsins í ágúst voru frjálslyndir við það að þurrkast út. Á örfáum dögum tekst þeim nú að snúa pólitísku dauðastríði í stórsókn með því einu að krefjast frekari takmarkana varðandi komu útlendinga til landsins. En hver er munurinn á hugmyndafræði flokkanna í þessum efnum? Með hæfilegri einföldun sýnist hann vera þannig vaxinn: Frjálslyndir vilja hertar reglur og meiri takmarkanir. Hinir flokkarnir telja nóg að gert í þeim efnum en segjast vilja bæta aðstöðu útlendinga og kenna þeim íslensku í ríkari mæli. Margir halda því fram að þessi umskipti séu eins konar pólitísk bólga vegna skyndieitrunar. Hún muni síðan hjaðna þegar þjóðarlíkaminn hefur unnið á eitruninni. Með öðrum orðum: Umræðan muni falla í hefðbundinn farveg á ný. Þó að ekkert sé unnt að fullyrða er þessi kenning um margt sennileg þó að glæður umræðunnar lifi. Ætli frjálslyndir hins vegar að viðhalda bólgunni þurfa þeir djörfung til að flytja ákveðnar tillögur til breytinga á gildandi lögum á þessu sviði í andstöðu við aðra flokka. Fátt bendir til að slíkur tillöguflutningur muni sjá dagsins ljós. Það styrkir þá ályktun að hér hafi verið blásið til storms í vatnsglasi. Á þessu stigi í aðdraganda kosninga er hins vegar enginn vegur að sjá fyrir hvort súrefnið úr þeim goluþyt dugar til tímabundinnar eða varanlegrar endurlífgunar. Vísbending um önnur stór pólitísk tíðindi í þessari könnun kemur fram í áframhaldandi tapi Framsóknarflokksins. Það þýðir að meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn. Þetta gerist þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn bæti stöðu sína umtalsvert frá síðustu kosningum. Reyndar er ekki vitað hvort stjórnarflokkarnir hafa áhuga á áframhaldandi samstarfi þó að þeir fái kjörfylgi til þess. Reynslan sýnir að Framsóknarflokkurinn bætir jafnan stöðu sína í kosningabaráttunni. En hvað sem þeirri staðreynd líður sýnist vera álitamál hvort forystumönnum hans takist að snúa taflinu svo afgerandi við að þessi ríkisstjórnarkostur verði áfram mögulegur. Á hinn bóginn liggur fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafa með formlegri yfirlýsingu sammælst um að reyna stjórnarmyndun fái þeir til þess meirihluta. Skoðanakönnunin bendir til þess að sú sé raunin. Samfylkingin hefur til að mynda nánast náð kjörfylginu. En þá vaknar sú spurning hvort Frjálslyndi flokkurinn geri útlendingamálin að úrslitamáli við hugsanlega stjórnarmyndun. Eins og forystumenn hans hafa stillt málum upp sýnist ekki vera nokkur málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi á þeim forsendum. Líklegast er þó að frjálslyndir hafni ekki ráðherrastólum verði þeir í boði og fórni til þess útlendingastefnunni. Ef staðan er sú meina þeir hins vegar ekki mikið með blæstri síðustu daga. Það er einfaldlega útilokað að gera hvort tveggja í senn að geyma kökuna og éta hana. Kjarni málsins er sá að talsmenn frjálslyndra verða að skýra út hvernig málflutningur þeirra í útlendingamálum rímar við áformin um ríkisstjórnarsamstarf með hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Það er spurning um trúverðugleika.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun